Lögmannablaðið - 2020, Side 17

Lögmannablaðið - 2020, Side 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 17 haldist í hendur við þróun í lögmennsku þar sem lögmenn séu farnir að nota réttarfarið meira en áður. Sem dæmi um atriði sem sjaldan hafi verið deilt um á árum áður séu matsgerðir dómkvaddra matsmanna. Lögmenn noti þá leið miklu meira en áður og séu jafnvel komnir á grátt svæði með þau atriði sem þeir vilji fá mat á, enda sé stundum óskað eftir mati á lögfræðilegum atriðum. Lögmenn reyni þannig að víkka út notkunina og af því leiði deilur og mótmæli sem komi í hlut dómstóla að leysa úr. „Mér finnst að núorðið fái hvert mál meiri eða öðruvísi áherslu hjá lögmönnum en var áður fyrr. Í þeim skilningi að menn kafa miklu dýpra í mál og leggja greinilega mikið meira af mörkum. Ég veit ekki hvað veldur, hvort það er verkefnastaða lögmanna, hvort kúnnarnir eru almennt betur færir um að borga fyrir viðameiri þjónustu en áður eða hvað. Þá á ég ekki bara við það að skjöl lögmanna eru almennt orðin lengri heldur líka að það er verið að horfa miklu meira í hvert einasta smáatriði og alla útanga. Fyrir nokkrum áratugum voru menn meira að einblína á heildarmyndina, áberandi meginatriði deilumálsins. Nú orðið er eins og það sé notað stækkunargler við hvert fótmál. Þetta leiðir meðal annars til þess að menn horfa meira í réttarfarið og leita uppi formgalla. Andinn hefur þróast þannig að mál skal vinnast hvernig sem sú niðurstaða fæst, frekar en að reyna að fá leyst úr kjarna deilunnar. Þótt það reyni kannski oftar á réttarfar í dómsmálum í dag þá er ekki endilega verið að láta reyna á nýstárleg atriði og stundum meira verið að hjakka í sama farinu. En margt er auðvitað tilvikabundið, eins og til dæmis álitaefni um frávísun. Það er nánast matskennt hverju sinni hvort mál sé nægjanlega reifað þannig að það sé tækt til efnisdóms. Það er því lengi hægt að standa í góðu málaskaki um það hvort stefna sé fullnægjandi eða ekki. Einhvern tíma sagði nú einn lögmaður að það væri ágætt að fara af stað með mál og vera ekki allt of viss í sinni sök hvernig best væri að halda á forminu. Bara kasta málinu af stað og það væri allt í lagi að fá frávísun því þá fengi hann svo góðar leiðbeiningar um það hvað hann ætti að gera öðruvísi.“ „Þó það sé ekki beint minn reynsluheimur þá finnst mér, eftir að hafa horft á þetta utan frá í nokkra áratugi, að það sé orðið annað andrúmsloft milli lögmanna en maður sá í upphafi. Það var meiri gagnkvæm virðing og vinskapur jafnvel milli lögmanna. Þessi hópur var auðvitað miklu fámennari og sömu menn voru að kljást aftur og aftur. Svo ég taki dæmi frá þeim árum sem ég var hjá Borgarfógeta þá hef ég líklega setið upp með um tvöhundruð skipti vegna hjónaskilnaða. Nánast í hverju einasta tilviki var annað hvort Örn Clausen eða Gylfi og/eða Svala Thorlacius í málinu. Og oftar en ekki bæði eða báðir. Þetta var allt annar heimur, ekki nýr andstæðingur á hverjum degi, ekki einhver maður sem þú hittir svo ekki næstu tíu árin. Kannski er samkeppnin orðin meiri, stofurnar hafa auðvitað stækkað og einyrkjar eru varla til í dag. Þessi stærð stofanna er miklu líkara því sem sést á Norðurlöndum. Aftur á móti er einyrkjastarfið meira breskt. “ Talið berst að íslenska ríkinu og fjölda athugasemda um réttarfarsatriði sem jafnan koma upp þegar það á aðild að máli. „Einar Karl lærði réttarfar hjá röngum manni,“ segir Markús og glottir til heiðurs fyrrverandi nemanda sínum. „Gunnlaugur Claessen og Skarphéðinn Þórisson voru mikið minna í þessu en reyndar hefur þetta þó alltaf verið viðloðandi embætti ríkislögmanns. Þótt aðild ríkisins að máli bjóði upp á ýmis vafaatriði hefði maður haldið að íslenska ríkið ætti síður en aðrir að vera að hengja menn í forminu. Það ætti kannski frekar að greiða götu manna til að fá leyst úr dómsmálum“.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.