Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 31

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 31 ÁHRIF LAGA NR. 81/2019 UM ÚRSKURÐARAÐILA Á SVIÐI NEYTENDAMÁLA Þann 1. janúar sl. tóku gildi lög nr. 81/2019 um úrskurðar- aðila á sviði neytendamála, en samkvæmt 1. gr. laganna er markmið þeirra að tryggja neytendum aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð við lausn deilumála utan dómstóla. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. taka lögin til ágreinings um samninga sem neytendur gera við seljendur um kaup á vöru eða þjónustu. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. umræddra laga skulu seljendur veita neytendum upplýsingar um úrskurðaraðila sem neytendur geta leitað til vegna ágreinings seljanda og neytanda. Skulu upplýsingarnar innihalda heimilisfang og vefsetur úrskurðaraðilans og vera látnar í té á skýran, skiljanlegan og aðgengilegan hátt á vefsetri seljanda og í almennum samningsskilmálum seljanda ef við á. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að seljandi skuli án tafar veita neytanda upplýsingar samkvæmt 1. mgr., skriflega eða á öðrum varanlegum miðli, hafni hann sem seljandi þjónustukröfum neytanda í heild eða hluta vegna samnings um kaup á vöru eða þjónustu. Þar sem lögin taka til sölu á lögmannsþjónustu er athygli félagsmanna Lögmannafélagsins vakin á þeim nýju skyldum sem á þeim hvíla, sem væntanlega þýða að lögmenn þurfa framvegis að veita aðilum sem kaupa lögmanns þjónustu af þeim upplýsingar, á heimasíðu sinni sem og í almennum samningsskilmálum sínum, um úrskurðarnefnd lögmanna, ásamt upplýsingum um aðsetur og vefsetur nefndarinnar. Jafnframt þurfa lögmenn að veita kaupendum lögmannsþjónustu sambærilegar upplýsingar komi sú staða upp að kröfum þjónustukaupa er hafnað í heild eða hluta. Í ljósi framangreinds er rétt að upplýsa að úrskurðarnefnd lögmanna er hýst af Lögmannafélagi Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík og allar nánari upplýsingar um nefndina má finna á heimasíðu Lögmannafélagsins á slóðinni www. lmfi.is. STOFNAÐ 1953 Ertu með allt á hreinu 2020? Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.