Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 15 „Faðir minn var fyrsti ríkisskattstjórinn hér á landi en menntaður í hagfræði og viðskiptafræði í Bandaríkjunum, ekki löglærður sumsé. Hann átti af einhverjum ástæðum marga vini úr röðum lögmanna, t.d. Benedikt Sigurjónsson, síðar hæstaréttardómari, Baldvin Jónsson og Ragnar Ólafsson. Allt mjög litríkir og áberandi menn í stétt lögmanna og nöfn sem allir þekktu úr blöðunum. Þetta voru miklir karakterar sem maður fylgdist með því þeir komu oft á heimili okkar. Lögmennskan hafði einhvers konar gyllingu í kringum sig í barnshuganum. Það rjátlaðist nú fljótt af, en þarna festist þó í mér vilji til að læra lögfræði og ég fann aldrei neitt annað sem togaði í mig.“ Fékk snemma bakteríu fyrir réttarfari „Það þurftu allir laganemar að afplána tveggja mánaða námsdvöl. Ég fór til bæjarfógetans í Keflavík og þessi námsdvöl lengdist bara og lengdist. Samstarfsmaður minn Sveinn Sigurkarlsson útskýrði það með því ég hefði verið svo ógurlega heimskur og því hefði ég þurft allan þennan tíma til að komast yfir tveggja mánaða skammtinn. Ég fór fljótlega að vinna með Jóni Eysteinssyni sýslumanni við nauðungarsölur og eftir að ég hafði lent í þessum afkima fullnustugerða fékk ég ærlega bakteríu fyrir réttarfari þannig að það varð eiginlega ekki aftur snúið. Ég vann einnig við reglulegu bæjarþingin þar sem kastað var fyrir mig stórum bunka af stefnum til að árita og helst átti að klára það samdægurs. Þá fóru að vakna hjá mér alls konar spurningar: af hverju þetta væri gert svona, að hverju þyrfti að gæta og fleira. Þannig kom ég eiginlega bakdyramegin að réttarfarinu því á þessum tíma hafði ég enn ekki lært það í lagadeildinni. Ég var nánast í fullri vinnu hjá sýslumanninum síðustu þrjú árin í lagadeild og mætti því afskaplega lítið í tímana. Arnljótur Björnsson sagði að ég hefði bara mætt einu sinni í tíma hjá honum í skaðabótarétti en það var að vísu ekki rétt hjá honum. Ég mætti aldrei. „Ég var raunar aldrei ráðinn til framtíðar hjá bæjarfógeta, þetta var alltaf í skömmtum. Ég var beðinn um að vinna einn mánuð og svo bættist við einn mánuður í viðbót og svo annar. Ég hætti kannski í tvær vikur en var svo kallaður inn aftur í mánuð og þannig gekk þetta áfram. Þegar ég hætti í fyrsta skiptið var ég kvaddur með virktum en eftir því sem ég hætti oftar þá varð það sífellt látlausara. Þegar ég hætti svo endanlega var bara vinkað og sagt „bless“ þegar ég gekk út síðasta daginn.“ Markús fann sig strax í störfunum hjá bæjarfógeta og fékk mikinn áhuga fyrir því að leysa úr ágreiningsmálum. „Í þessu festist ég fyrir utan eitt hliðarspor: einhvern tíma þegar ég var í mánaðarhléi frá sýslumanninum fór ég að létta undir hjá Garðari Garðarssyni lögmanni. Hafi ég verið ÞÆGILEGT AÐ KVEÐJA EFTIR 25 ÁR VIÐTAL VIÐ MARKÚS SIGURBJÖRNSSON:

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.