Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 38

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 38
38 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 VINNUHÓPUR UM ÁKVÖRÐUN ÞÓKNUNAR Í VERJENDA- OG RÉTTARGÆSLUMÁLUM Stjórn Lögmannafélagsins setti í upphafi starfsársins á laggirnar vinnuhóp um endurskoðun reglna og verklags við ákvörðun þóknunar fyrir verjenda og réttar gæslustörf lögmanna, en félagið hefur ítrekað og um langt árabil komið á framfæri kröfum um úrbætur gagnvart viðeigandi ákvörðunaraðilum. Þrátt fyrir að ýmislegt jákvætt hafi áunnist í þeirri baráttu hefur því miður reynst erfitt að knýja fram breytingar á mörgum veigamiklum þáttum. Hlutverk vinnuhópsins er m.a. að greina núverandi regluverk og framkvæmd og móta heildstæðar tillögur að endurskoðun reglna og verklags við ákvörðun þóknunar. Vinnuhópinn skipa lögmennirnir Arnar Kormákur Friðriksson, Björgvin Jónsson, Inga Lillý Brynjólfsdóttir, Oddgeir Einarsson og Þuríður Sigurjónsdóttir. Kynntu þér spennandi nám við Lagadeild Háskóla Íslands Lagadeild Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 1911. Í Lagadeild er spennandi og skemmtilegt umhverfi fyrir nemendur og kennara. Kennslan er fjölbreytt og nútímaleg og tekur mið af því besta sem gerist. Nánari upplýsingar á www.hi.is/lagadeild UMSÓKNARFRESTUR UM GRUNNNÁM ER TIL 5. JÚNÍ VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS LAGADEILD

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.