Lögmannablaðið - 2018, Page 7

Lögmannablaðið - 2018, Page 7
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 7 verðskuldaðrar skoðunar og bregðast við til frambúðar. Við þurfum einnig að vera reiðubúin að skýra okkar afstöðu með skömmum fyrirvara þegar tækifæri gefast. Þar skiptir ekki síst máli að vera reiðbúin að skýra þá afstöðu okkar að við tökum hlutverk okkar alvarlega og höfum metnað til að gera betur. Að vísu er það sjálfstætt vandamál að lögbundnar kröfur til lögmanna mættu vera ríkari. Hér þarf lagasetning að koma til og þar strandar ekki á lögmönnum. Dómsmálaráðuneytið hefur hins vegar ekki talið tækifæri til að ráðast í veigamiklar breytingar á lögum um lögmenn. Þess í stað snúa verkefni ráðuneytisins á þessu sviði nú um stundir einkum að því að setja ákvæði um áskilin heilindi lögmanna vegna brottfalls skilgreiningar um uppreist æru úr lögum. Það er vissulega mikilvægt mál en fleira þarf að gera. Af þeim sökum er félagið reiðubúið með drög að tillögum um auknar kröfur sem gera ætti til lögmanna, m.a. um undanfarandi starfsreynslu og skyldubundna endurmenntun. Vonandi er þess ekki langt að bíða að tækifæri skapist til að taka þau mál á dagskrá. Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Bjarni Gunnarsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Jóhann Guðnason, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Daniel D. Teague, skjalaþýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10). Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.