Lögmannablaðið - 2018, Side 8

Lögmannablaðið - 2018, Side 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 FÉLAGSMÖNNUM LMFÍ FÆKKAR Konur ráða sig frekar sem innanhússlögmenn en karlar, félagsmönnum fækkar annað árið í röð og vísbendingar eru um að konum í lögmannastétt fjölgi hlutfallslega á næstu árum. Þetta kemur í ljós þegar tölfræðiupplýsingar um félagsmenn Lögmannafélags Íslands eru skoðaðar. Þá má geta þess að það eru hlutfallslega flestir lögmenn á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin og félagsmenn Lögmannafélags Íslands greiða lægst árgjöld. Myndin sýnir fjölda lögmanna og fjölgun/fækkun þeirra á árabilinu 2008 – 2018. Í lok febrúar 2018 voru félagsmenn í Lögmannafélagi Íslands 1072 talsins og hefur þeim fækkað um 8 frá sama tíma árið 2017 eða sem svarar 0,7%. Eru lögmenn með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum nú 760 talsins, lögmenn sem auk þess hafa réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti eru 2 og lögmenn með réttindi til málflutnings fyrir öllum dómstigum eru 310. Auk þess starfar einn félagsmaður sem solicitor á grundvelli staðfestutilskipunar Evrópusambandsins. FJÖLDI OG SAMSETNING FÉLAGSMANNA LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.