Lögmannablaðið - 2018, Side 11

Lögmannablaðið - 2018, Side 11
hjá körlum en 43% hjá konum. Þegar skoðuð er sambærileg skipting milli þeirra sem eru 50 ára og eldri kemur í ljós að munurinn á milli kynja er almennt minni. Þannig er hlutfall sjálfstætt starfandi lögmanna í þessum aldurhópi 60% hjá körlum en 55% hjá konum. Hlutfall þeirra sem starfa sem fulltrúar lögmanna í þessum aldurshópi er jafnt hjá bæði kynjum eða 5%. Hins vegar er töluverður munur á hlutfalli kynjanna þegar kemur að innanhússlögmönnum í þessum aldurshópi, en 19% karlkyns lögmanna starfa sem slíkir á móti 37% kvenna. Loks er hlutfall karla sem hættir eru störfum sökum aldurs eða veikinda 16% á meðan hlutfall kvenna er aðeins 3%. Hlutfallslega flestir lögmenn á Íslandi Eins og að líkum lætur er fjöldi lögmanna á Norður- löndunum afar mismunandi eftir ríkjum enda töluverður munur á íbúafjölda þeirra. Flestir eru lögmenn í Noregi eða 8.981 talsins, en lögmenn í Danmörku koma þar á eftir, en fjöldi þeirra er 6.309. Svíþjóð fylgir skammt á eftir, með 5.918 lögmenn og í Finnlandi eru þeir 2.124 talsins. Ísland rekur svo lestina með 1.072 lögmenn. Séu tölur um fjölda lögmanna á Norðuröndunum hins vegar skoðaðar út frá fjölda íbúa, þá er hlutfallið hæst hér á landi þar sem einn lögmaður er á hverja 314 íbúa. Í Noregi er hlutfallið einn fyrir hverja 594 íbúa, í Danmörku einn á hverja 911, í Svíþjóð er hlutfallið einn á móti hverjum 1.683 og í Finnlandi er einn lögmaður á hverja 2.606 íbúa. Eins og glöggt má sjá af þessu tölum þá eru ríflega áttfalt fleiri lögmenn hér á landi miðað við Finnland, sé miðað við íbúafjölda. Árgjald lægst á Íslandi Töluvert bil er á milli fjárhæða hæsta og lægsta árgjalds til lögmannafélaganna á Norðurlöndunum. Lægst gjald greiða félagsmenn í Lögmannafélagi Íslands eða kr. 60.000,- en til samanburðar greiða sænskir lögmenn rúmlega kr. 66.000,- norskir kr. 73.000,- finnskir kr. 130.000,- en danskir lögmenn greiða hæst árgjald eða tæpar kr. 140.000,-. Ingimar Ingason www.hi.is LAGADEILD LAGADEILD Metnaðarfullt nám í hæsta gæðaflokki www.lagadeild.hi.is Umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní Næsta A-próf verður haldið 8. júní Nánar á www.hi.is/a_prof

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.