Lögmannablaðið - 2018, Page 12

Lögmannablaðið - 2018, Page 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 Í desember sl. kom út skýrsla um starfsumhverfi lögmanna og fjölskylduábyrgð. Tildrög skýrslunnar eru þau að stjórn LMFÍ samþykkti á fundi í október 2015 að skipa starfshóp til að reyna að kortleggja hvort og hvernig fjölskylduábyrgð og skipting hennar á heimili hefði áhrif á störf lögmanna og starfshorfur þeirra. Í starfshópnum voru Eva Halldórsdóttir, Grímur Sigurðsson og Marta Margrét Ö. Rúnarsdóttir. Niðurstöður skýrslunnar eru í stuttu máli þær að ýmsar vísbendingar eru um hæfileikaflótta meðal lögmanna með sama hætti og er á Norðurlöndum. Það að 90% fulltrúa finni fyrir streitu og 50% fulltrúa sjái ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni sé vart ásættanlegt. Lögmannablaðið fékk þau Mörtu Margréti Ö. Rúnarsdóttur, einn skýrsluhöfunda , Reimar Pétursson, formann LMFÍ og Kolbrúnu Garðarsdóttur, formann Félags kvenna í lögmennsku til að ræða efni skýrslunnar við Daníel Isebarn Ágústsson lögmann. HRINGBORÐSUMRÆÐUR FJÖLSKYLDU­ ÁBYRGÐIN ÞARF AÐ KOMAST Í UMRÆÐUNA Daníel Isebarn Ágústsson

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.