Lögmannablaðið - 2018, Side 26

Lögmannablaðið - 2018, Side 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 RÉTTLÁT MÁLS MEÐFERÐ VIÐ MÁLSKOT TIL ÆÐRI DÓMS SAMKVÆMT 6. GR. MSE Málskotsstig og skilyrði fyrir málskoti Róbert hóf erindi sitt á því að fara yfir kröfur 6. gr. MSE til málskots, bæði í einkamálum og sakamálum, og fór einnig stuttlega yfir tengsl 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar við ákvæðið. Kom m.a. fram að gildissvið stjórnarskrárinnar væri nokkuð rýmra en 6. gr. MSE og að túlka yrði ákvæði stjórnarskrárinnar með hliðsjón af því. Réttarfarsreglum á sviði einkamála og sakamála yrði ekki beitt í tilteknu máli án þess að túlkun og beiting þeirra fullnægði bæði grundvallarreglu stjórnarskrárinnar og MSE um réttláta málsmeðferð. Að íslenskum lögum dugi þannig stundum ekki að horfa einangrað á ákvæði réttarfarslaga og leggja eingöngu dóm á mál á þeim grundvelli. Hvað varðar réttinn til aðgangs að málskotsstigi þá fór Róbert yfir að 6. gr. MSE fæli ekki í sér sjálfstæðan rétt til málskots. Ef málskotskerfi væri til staðar hjá aðildarríkjum þá yrði það hins vegar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í ákvæðinu. Hér skipti eðli málskotsstigsins ekki máli en kveðið væri á um sjálfstæðan rétt til málskots í sakamálum í 2. gr. 7. viðauka við MSE, sem Ísland hefði ekki gert fyrirvara við. Þó væri samspil 2. mgr. 7. viðauka við 6. gr. MSE ekki alveg ljóst. Endurskoðun MDE fæli í sér afstæðan mælikvarða og dómstóllinn skoðaði áhrif beitingu réttarfarsreglu á stöðu kæranda. Dómstóllinn leyfði mikið svigrúm til mats varðandi skilyrði fyrir málskoti, s.s. með tímafrestum, form- og efniskröfum um inntak yfirlýsinga, skilyrði um aðstoð lögmanns og gjöld ýmiss konar eða tryggingu fyrir fjárgreiðslu. Áréttaði Róbert að um takmarkanir á aðgangi að málskotsstigi giltu sömu sjónarmið og um takmarkanir á aðgangi að dómstólum Fyrsti hádegisverðarfundur ársins 2018 var haldinn þann 12. janúar sl. í samstarfi við hina nýju dómstólasýslu sem tók til starfa um áramótin. Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, fór yfir helstu atriði sem huga þarf að við að tryggja réttláta málsmeðferð við málskot til æðri dóms samkvæmt 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópuog fór yfir lykildóma Mannréttindadómstóls Evrópu. HÁDEGISVERÐARFUNDUR

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.