Lögmannablaðið - 2018, Page 31

Lögmannablaðið - 2018, Page 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/18 31 hins ýtrasta. Það gafst þó ekki nægilega vel enda stuttur undirbúningur fyrir mótið. Þruman vann einn leik en aðrir töpuðust með minnsta mun. Hörkubarátta var um gullið. Stóð baráttan milli þeirra Lex manna og KF Ungra og mátti vart á milli sjá hvorir hefðu betur. Það var ekki ljóst fyrr en í síðustu umferðinni að KF Ungir myndu standa uppi sem sigurvegarar. Voru þeir vel að verðlaunum komnir og kampakátir í leikslok. Reyndar hefði verið gaman að sjá silfur- og bronspeningum úthlutað til þeirra, sem lentu í 2. og 3. sæti en úrslitin urðu eftirfarandi: KF Ungir 13 stig Lex 10 stig Land 6 stig, 8 mörk Opus 6 stig, 7 mörk KPMG 4 stig KF Þruman 3 stig. Fyrir þann, sem þetta ritar er knattspyrna afar skemmtileg íþrótt, sem eflir félagsanda og samkennd. Þar geta farið saman fótfimi, þol, áræðni, auga fyrir samspili, harka og fleiri aðrir ótaldir eiginleikar. Í fótbolta má oft greina lyndiseinkunn og skapferli leikmanna. Dagfarsprúðir menn geta breyzt í berserki um leið og þeir stíga yfir línuna. Fótboltinn er einnig góð leið til að losna við streitu, sem fylgir lögmannsstarfinu. Að þessu sinni sýndu allir prúðmannlega framkomu og engin óhöpp urðu nema einn liðsmaður Lands lögmanna sleit hásin. Segja má að framtíð knattspyrnunnar sé björt hjá lögmannastéttinni, þar sem fjöldi eldri lögmanna stundar knattspyrnu að staðaldri og stöðugt bætast yngri menn í hópinn. Lögmannafélagið á þakkir skildar fyrir að standa fyrir þessu móti og vonandi verður svo um ókomin ár. Magnús Björn Brynjólfsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.