Málfríður - 15.05.1988, Síða 8

Málfríður - 15.05.1988, Síða 8
Samrœmdu prófin sem skrifa nokkuð rétt gera villur þegar kemur að formlegu málfræði- atriðunum. Til hvers er maður þá að prófa formlega málfræðikunnáttu ef nemendur geta skrifað rétt án þess? Er það ekki nóg á þessu námsstigi - eða vill maður gera námið fræði- legra? Þú vilt bara prófa í almennri máln- otkun? Já, en ég er alltaf í vafa hvort ég á að kenna málfræði eða ekki. Þetta er rannsókn sem mig langar til að gera. Hvaða áhrif hefur kennsla í form- legri málfræði á kunnáttu nemenda? Ég vil ekki hafa þetta í prófinu því að mér finnst óréttlátt að prófa í form- legri málfræði vegna þess að margir gera vitleysur í til dæmis sagnbeyg- ingum, en nota sagnir rétt í rituðu máli. Heldur þú að þessi námsstýring þín í gegnum samræmdu prófin nái niður í yngri bekkina? Ég vona ekki niður í 6. bekk - ég vona að þau séu ekki bara að lesa - ég vona að þau læri að tala - jú ég býst við því að það hafi einhver áhrif í yngri bekkjunum, en það væri gam- an að búa til próf fyrir 6. bekk. Það væri gaman að hafa samræmt próf í 6. bekk þar sem kennarar tækju upp á band og sendu inn til að sjá hvernig krakkar tala - það er hægt að gera það. Hver heldurðu að sé framtíð þessa samræmda prófs? Verður það svona í náinni framtíð? Það fer eftir ákvörðun ráðherra. Hafið þið engin áhrif á það - er þetta alltaf pólitísk ákvörðun hverju sinni? Síðastliðið vor átti að vera í síð- asta skiptið. Núna vitum við ekki hvert framhaldið verður. Það er nefnd starfandi og hún er á móti þessum samræmdu prófum, hún vill bara hafa próf í tveim greinum ís- lensku og stærðfræði - en maður veit ekki hvað menntamálaráðherra seg- ir - vill hann fá fleiri próf? - vill hann gamla Landsprófið aftur? - Þeir geta gert það sem þeim sýnist. Hvað finnst þér? Ég vildi hafa fleiri samræmd próf, í fleiri greinum en ekki bara í 9. bekk. Ég tel það gott fyrir kennara að fá svona aðsend próf, en það eiga að vera fleiri og styttri próf - kannski bara að prófa hlustun, lestur eða eitthvað svoleiðis og fá góða úr- vinnslu og upplýsingar sem skólarnir geta nýtt. Kennarar úti á landi eru svo einangraðir og það er ekki auð- velt að vera alltaf í vafa hvort maður er að gera rétt - hvernig standa mín börn o.s.frv. Mér finnst della að hafa bara þessi fjögur próf í 9. bekk - og bara í þessum fjórum greinum. Þetta var miklu betra þegar menn völdu einhverjar aðrar greinar stundum. Ég er samt hrædd við að sleppa þessu prófi vegna þess að mér finnst það vera aðhald fyrir kennara, en þau eiga að vera í fleiri greinum. Lokaorð? Ég veit að próf er stýringartæki, en ég held að það geti verið jákvæð stýring og það þarf ekki að vera öll þessi taugaveiklun í kringum prófin. Kennarar æsa nemendur upp og eru kannski alltaf að gera sama hlutinn sem kemur á prófi. Heldurðu að árangurinn yrði lak- ari ef samræmdu prófin yrðu felld niður? Ég veit það ekki. Krakkarnir vilja þetta aðhald sem prófin gefa þeim en hins vegar er spurningin hvort þau megi ekki koma fyrr og vera þá kannski frekar hvatning og að þeir geti jafnvel átt von á því að þótt þeir fái próf í 7. bekk að þá séu þeir ekki stikk-frí í 8. og 9. bekk. Mér þykir nefnilega verst að krökkum í 7. og 8. bekk er alveg sama um allt. Prófin skipta ekki máli fyrr en þessi rosa- próf koma í 9. bekk, allt í einu skipt- ir máli hvernig þeir standa sig og þegar þeir eru komnir í framhalds- skóla þá eru síendurtekin próf og þá þola þeir ekki álagið. Ég held að alvöru próf sem er aðsent fyrr, t.d. í 7. eða 8. bekk, gæfi krökkunum svolítið högg og væri af hinu góða. Próf eru ekki að öllu leyti af hinu illa - þau geta verið hvatning líka og einnig aðhald fyrir kennara í þeirri grein sem prófað er í. Fengju 6. bekkjar kennarar að- sent próf - munnlegt - sem þeir verða að enda til baka á bandi, þá yrði stýringin sú að meira yrði lagt upp úr talmálskennslu í 6. bekk í stað þess að vera að lesa þessar einföldu setn- ingar sem í bókinni eru. Canon Rétti tíminn til reiknivélakaupa. IVIikiö úrval. Lækkað verð. Suðurlandsbraut 12. S: 685277 - 685275 8

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.