Málfríður - 15.05.1988, Side 27
Auður Hauksdóttir:
Otto Jespersen og tungu-
málakennsla á Islandí vekja
spumingar til umhugsunar
Erindi flutt á málþingi STÍL í október 1987
í erindi þessu ætla ég að gera
nokkra grein fyrir hugmyndum Otto
Jespersens um tungumálakennslu
og tengja þær reynslu minni af
kennslu erlendra mála á íslandi. A
undanförnum árum hef ég kennt
dönsku á framhaldsskólastigi og
mun ég því fyrst og fremst miða um-
fjöllun mína við það skólastig.
Árið 1901 kom út í Kaupmanna-
höfn bókin „Sprogundervisning“
eftir danska málvísindamanninn og
prófessorinn Otto Jespersen. Ohætt
er að fullyrða að þessi bók Jesper-
sens er ein áhrifamesta bók sem rit-
uð hefur verið um kennslufræði er-
lendra tungumála á þessari öld.
í inngangi bókar sinnar segist
Jespersen alltaf hafa verið upptek-
inn af þvf hvernig bæta mætti
kennslu í erlendum tungumálum.
Þær kennsluaðferðir sem notaðar
séu miðist við kennslu klassísku
tungumálanna, sem hann telur ekki
árangursríkar við kennslu nýju mál-
anna. Nýju málin séu lifandi mál og
kalli því á nýjar aðferðir og breytta
kennsluhætti. Hinar einhæfu að-
ferðir sem notaðar voru við latínuk-
ennsluna, þ.e. að þýða af og á móð-
urmálið eigi ekki lengur við. Þar sem
í hlut eigi lifandi mál eigi aðferðirnar
að vera margbreytilegar og kennslu-
hættirnir margbrotnir rétt eins og líf-
ið sjálft. Kennarinn verði alltaf að
hafa í huga hvert sé markmiðið með
tungumálakennslunni, þ.e. til hvers
tungumálið sé notað. Maðurinn noti
málið til að tjá hugsanir sínar og til-
finningar og til að geta meðtekið
skilaboð frá öðrum mönnum. Mikil-
vægt sé því að gera sér ljóst að tungu-
málið er ekki markmið í sjálfu sér,
ekki fremur en járnbrautarteinar
eru til vegna sjálfra sín. Nei, segir
Jespersen, málið er tengiliður milli
persóna, eða m.ö.o. tjáskiptamiðill
(kommunikationsmiddel). Tungu-
málið sé ríkasta og fullkomnasta
tæki sem við höfum til að tjá okkur
og tengi okkur sem manneskjur.
Tungumálið komi í veg fyrir ein-
angrun manna og hindri misskilning
þeirra á milli, auk þess sem það gerir
mönnum kleift að skapa með sér
hugsanatengsl á margbrotinn hátt.
Markmiðið með tungumála-
kennslu sé að kenna nemendum svo
mikið í erlendu máli að þeir geti not-
að það sér til gagns í aðstæðum, þar
sem móðurmál þeirra er ekki gjald-
gengt. Hér þurfi að gera skýran
greinarmun á þeim sem læri tung-
umál til að geta notað sér það til
gagns og þeirra sem læra tungumál
sem fræðigrein. Pað mætti hugsa sér
samanburðarmálfræðing, sem rann-
sakar mál án tillits til þess hvort
hann öðlist með því nýja þekkingu á
heiminum og án tillits til þess hvort
hann komist nokkru sinni í tengsl við
bókmenntir viðkomandi þjóðar eða
það fólk sem talar málið. Rannsókn
fræðimannsins beinist að formgerð-
um málsins, en ekki þeim upplýsing-
um sem málið miðlar. Hér er á ferð-
inni fræðimennska sem mætti líkja
við rannsóknir sem beinast að öðr-
um samgöngutækjum, svo sem járn-
brautarteinum, eimreiðatækni og
svo framvegis.
Við skipulagningu tungumála-
kennslunnar þurfi að tryggja að not-
uð séu skynsamleg vinnubrögð, því
markmiðið með tungumálanáminu
sé ekki einungis að þjálfa vélræna
málnotkun, heldur jafnframt að
þroska hugsun og hugarstarf nem-
enda, og jafnframt þjálfa þá í skipu-
legum vinnubrögðum.
Ef tungumálanámið eigi að skila
tilætluðum árangri þurfi það að vera
skipulagt með þeim hætti að það
veki áhuga nemenda á greininni.
Nemendur þurfi að upplifa þá til-
finningu að tungumálið sé tæki sem
opni nýja möguleika og veiti þeim
innsýn í nýja heima. Það efni sem
notað sé í kennslunni þurfi að glæða
áhuga þeirra og tengjast hugmynda-
heimi þeirra og reynslu. Jafnframt
þurfi það að vekja áhuga á viðkom-
andi Iandi og þjóð.
Sífellt þurfi að hafa í huga að
tungumálanámið eigi að vera undir-
búningur fyrir lífið, en ekki bara
þjálfun í að standast ákveðnar próf-
kröfur. Jespersen brýnir fyrir kenn-
urum að láta prófin aldrei stýra
kennslunni um of, heldur láta sann-
færingu sína og skynsemi ráða ferð-
inni.
Þau markmið sem hér hafa verið
nefnd segir Jespersen að séu öll liður
í eða leið að æðsta takmarki tungu-
málakennslunnar sem sé að öðlast
skilning á hugsunarhætti og stofnun-
um hinnar erlendu þjóðar, bók-
menntum hennar og menningu, eða
í víðasta skilningi þjóðarsálinni.
Ljóst er að þessu markmiði verði
ekki náð í einu stökki. Á leiðinni séu
27