Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT Bls. Samrœmd próf og námsmat í skólum Einar Guðmundsson.......... 4 Language policy and language testing Ingrid Wijgh.............. 11 Námsstefna Noröurlandaráðs í Lettlandi Kirsten Friðriksdóttir.... 15 „La pédagogie de I'écrit“ Ingunn Garðarsdóttir...... 17 Enskukennaranámskeið í Cambridge Valborg Sveinsdóttir...... 18 Kursus om skriveprocessen og indlœring av ordforrád Ása Kristín Jóhannsdóttir. 19 Námskeið um myndlist María V. Kristjánsdóttir... 20 „Jacques Prévert“ Jóhanna Hálfdánardóttir... 21 Er staða kynjanna jöfn í spœnsku kennslubókinni „Espanol 2000“ Hólmfríður Gísladóttir og Anna Katrín Árnadóttir.... 22 Afstaða nemenda til frönsku og ástœður fyrir vali Grétar Skúlason og ingibjörg H. Hjartardóttir. 25 Hugmyndabankinn.............. 29 Um Amnesty International Jóhanna K. Eyjólfsdóttir.. 30 Fréttir frá fagfélögunum..... 31 Málfríður Tímarit samtaka tungumála- kennara 2. tbl. 1993 Útgefandi: Samtök tungumála- kennara á Islandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir. Ritnefnd: Ása Kr. Jóhannsdóttir Ásmundur Guðmundsson Ingunn Garðarsdóttir Jónína Ólafsdóttir María Vigdís Kristjánsdóttir. Setning, prentun og bókband: Steindórsprent-Gutenberg hf. Heimilisfang Málfríðar: Pósthólf 8247 128 Reykjavík Forsíðumyndin er eftir Högna Haraldsson, 9 ára. Ritstiórnarrabb Samkvæmt venju kennir ýmissa grasa eðal efnis Mál- fríðar að þessu sinni. Tungumálakennarar eru ávallt iðnir við að stunda námskeið og afla sér aukinnar þekkingar. Við fáum að njóta afrakstursins hér á þessum síðum, en hér er um að ræða það nýjasta á sviði kennslufræði og faglegrar þekkingar almennt svo og óhefðbundnar aðferðir eins og notkun myndlistar við tungumálakennslu. I sumar var haldið námskeið fyrir tungumálakennara í samvinnu við kennara móðurmáls og stærðfræði „um námsmat“. Við birtum hér í blaðinu grein eftir Ingrid Wijgh, sem var fyrirlesari á námskeiðinu en erindi þetta fjallar um prófagerð í Hollandi. A síðasta vetri myndaðist mikil umræða hjá kennurum og fagfólki um gerð samræmdra prófa. I síðasta blaði Mál- fríðar var einnig grein um það hvernig Hollendingar standa að gerð samræmdra prófa. Við ætlum að halda áfram umræðunni og að þessu sinni skrifar Einar Guðmundsson, sálfræðingur hjá Rannsóknar og uppeldisstofnun mennta- mála grein um samræmd próf. Þá er fjallað um stöðu kynjanna í kennslubók í spænsku „Espanol 2000“ og er það Hólmfríður Garðarsdóttir og Anna Katrín Árnadóttir sem fjalla um það efni. Einnig er fjallað um aðra könnun en hún er um „afstöðu nemenda til frönsku og ástæður fyrir vali þeirra.“ Höfundur er Ingi- björg H. Hjartardóttir og Grétar Skúlason. Meðal efnis er grein frá framkvæmdastjóra Amnesty International, Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur. Bendir hún á hvernig hægt er að nota bréfaskriftir í tungumálakennslu í þágu samtakanna og býður jafnvel upp á kennsluefni þar að lútandi. Nú svo eru ýmsar fréttir frá fagfélögunum og ekki má gleyma hugmyndabankanum, þar er meðal annars fjallað um bókmenntakennslu. Að lokum má geta þess að við kynnum nýjan formann STÍL, Ósu Knútsdóttur, sem eflaust er mörgum kunn. Við í ritnefndinni bjóðum Ósu Knútsdóttur velkomna til starfa fyrir hönd tungumálakennara og væntum góðs af samvinnu við hana. Síðast en ekki síst minnum við félagsmenn á þennan vettvang til að fjalla um og koma ýmsu á framfæri sem stuðlar að aukinni þekkingu og víðsýni félagsmanna. Nú í haust urðu þær breytingar á ritnefnd Málfríðar að Þórey Einarsdóttir lét af störfum og í stað hennar kemur Jónína Ólafsdóttir. Við þökkum Þórey Einarsdóttur fyrir vel unnin störf og bjóðum Jónínu velkomna til starfa. 3

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.