Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 5
um gæti farið eftir því hversu góða vitneskju kennari þeirra hefði um áherslur og vægi ein- stakra efnisþátta í samræmdum prófum. Slík vitneskja hefði væntanlega áhrif á hvernig við- komandi kennari myndi undir- búa nemendur sína fyrir prófin. Besta leiðin til að tryggja sam- fellu á milli áherslna í samræmd- um prófum og kennslu í skólum landsins væri nákvæm Aðalnám- skrá. Núgildandi Aðalnámskrá grunnskóla er of almenn í sam- ræmdum námsgreinum til að gagnast í þessu tilliti. Þess vegna þarf að veita nákvæmar upplýs- ingar um áherslur í samræmdum prófum eftir öðrum leiðum. Bekkjarkennari hefur þann möguleika að meta hversu rétta mynd niðurstaða prófs gefur af hverjum nemenda í bekkjardeild sinni. Þeir sem meta úrlausnir nemenda á samræmdum prófum eru ekki í þessari aðstöðu og verða því að styðjast við eins hlutlægar matsreglur og hægt er. Sé það ekki gert getur einkunn á samræmdu prófi annaðhvort orðið óviðunandi ónákvæm eða ósanngjörn í þeim skilningi að ekki sé verið að meta með skýr- um hætti það sem nemendur voru undirbúnir fyrir. Með samræmdum prófum er reynt að meta hversu vel grunn- skólinn skilar nemendum að loknu námi í grunnskóla í sam- ræmdum námsgreinum. Prófin þurfa að vera sett saman úr mörgum námsþáttum og vera breið mæling á kunnáttu í sam- ræmdri námsgrein. Af þessu leiðir að samræmd próf verða að vera mun umfangsmeiri en bekkjarpróf þurfa að vera. í stuttu máli getum við sagt að vegna mismunandi formlegs tilgangs samræmdra prófa og námsmats í skólum er okkur sniðinn mun þrengri stakkur við samningu samræmdra prófa en við námsmat í einni eða fleiri bekkjardeildum innan sama skóla. Mikill munur er á þeim sveigj- anleika sem er til staðar við samningu samræmdra prófa og aðferða við námsmat í einstökum skólum. Til að samræmd próf þjóni tilgangi sínum er í raun hægt að velja á milli þriggja gerða af prófum: (a) staðalbund- inna prófa, (b) markbundinna prófa og svo ef til vill (c) hæfi- leikaprófa sem ekki eru bundin einni tiltekinni námsgrein. Við námsmat í skólum er svigrúmið miklu meira. Hægt er að nota allar ofangreindar tegundir prófa inni í bekkjardeildum en auk þess margvíslegar aðrar aðferðir við námsmat, allt frá hefðbundnum bekkjarprófum við lok skólaárs til gagnvirks námsmats sem get- ur verið órjúfanlegur hluti kennslu út kennslutímabilið. Talsverður munur er á þeim kröfum sem gera þarf til þeirra aðferða sem eru notaðar við námsmat í skólum og sam- ræmdra prófa. Það stafar fyrst og fremst af því að forsendur og af- leiðingar námsmatsins eru aðrar. Sumt af því sem gengur ágætlega í bekkjardeild þar sem kennari þekkir nemendur sína, áherslur sínar í kennslu og ýmsar tak- markanir á þeim aðferðum sem hann beitir við námsmat, gengur ekki í samræmdu námsmati. Hægt væri að tilgreina mörg dæmi um þetta en látið nægja að fjalla lítillega um þrálátan mis- skilning sem sennilega stafar af því að ekki er gerður greinar- munur á eðli samræmdra prófa og námsmats sem fram fer í ein- stökum bekkjardeildum. Hér er átt við þá skoðun að mat á sam- ræmdum prófum eigi að vera huglægt fremur en hlutlægt. Huglægni og hlutlægni Samkvæmt íslenskri Orðabók Menningarsjóðs (Árni Böðvars- son, 1963) merkir huglægur það sem miðast við huga eða hugsun en hlutlægur það sem er ótruflað af tilfinningum eða persónuleg- um löngunum. Tæknileg merking þessara hugtaka fer nokkuð nærri þessu (sjá umfjöllun um þetta í Sigurður J. Grétarsson, 1992). Huglægt mat felur í sér að tveir eða fleiri prófdómarar geta lagt ólík viðmið til grundvallar mati sínu á úrlausnum á prófi. Af þessu leiðir að matið verður óná- kvæmt og óvíst hversu mikið er á því að byggja. í hlutlægu mati er hins vegar gengið út frá sameig- inlegum viðmiðum og reynt að sneiða hjá tilfinningum eða per- sónulegum löngunum prófdóm- ara. Það sjá það líklega flestir að ekki er hægt að gera kröfu um að úrlausnir á samræmdu prófi séu metnar huglægt eða að stefna skuli að huglægu mati á sam- ræmdum prófum. Ástæðan er augljós. Um leið og matið er gert huglægt verður það ósamræmt og óáreiðanlegt. Krafa um hug- lægt mat á samræmdum prófum jafngildir því í raun kröfu um að afnema samræmd próf. Það getur verið réttlætanlegt út frá ýmsum sjónarmiðum. En á meðan sam- ræmd próf eru haldin er óverj- andi, bæði faglega og út frá rétt- lætissjónarmiðum, að mat á úr- lausnum nemenda verði huglægt. Huglægt mat felur í sér að úr- lausnir eru metnar eftir áherslum og áhugasviðum þess sem metur. Um leið verður erfitt og stundum ómögulegt að vita hvað stjórnar mati prófdómara um hvað sé við- unandi úrlausn á samræmdu prófi hjá nemanda og hvað ekki. Þess vegna stenst krafa um hug- lægt mat á samræmdum prófum tæplega faglega. Þvert á móti á að stefna að sem mestri hlutlægni við mat úrlausna á samræmdum prófum. Best er að athuga beint hversu mikið samræmi er á milli mats prófdómara út frá sameigin- legum viðmiðum. Það veitir upp- lýsingar um nákvæmni matsins og um leið notagildi niðurstöð- unnar. Þetta er tiltölulega einfalt í framkvæmd. Vegna mikilvægis einkunnar úr samræmdum próf- um fyrir nemendur er óverjandi að huglægt mat prófdómara stjórni því hver örlög nemenda verða. Þó svo að óhjákvæmilegt sé að fylgja hlutlægum fyrirgjafar- reglum við mat úrlausna á sam- ræmdum prófum gildir ekki nauðsynlega það sama um allt námsmat í skólum. Huglægt mat getur veitt kennara, sem þekkir sína nemendur vel, ákveðinn sveigjanleika í námsmati sem réttlætir notkun þess. Niður- stöðu matsins er hægt að ígrunda með öðrum upplýsing- um um nemandann og þekkingu kennarans á högum hans. Þessu er hins vegar ekki til að dreifa í samræmdum prófum. 5

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.