Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 21
í hópa eftir tungumálum. Virtust menn almennt kunna vel að meta námskeiðið og að máta aðferðirnar á sjálfum sér áður en lengra verður haldið. Bækur sem M.A.S. mælti með eru: 1. Benton, Michael & Peter: Double vision. Reading paintings... reading poems... reading paintings. Hodder & Stoughton, London 1990. 2. Charpentier, Marc et al.: Bild als Sprechanlass. (4. hefti: Kunstbild, Sprechende Fotos, Werbeanzeigen, Karikaturen). Projekt Didaktik und Metodik fiir den Unterricht Deutsch als Fremdsprache in Frankreich. Goethe-Institut 1988. (Fæst hjá Goethe-Instituttet, Nörre Voldgade 1006, 1358 Köbenhavn K. sími 33133454). 3. Maley, Alan, A. Duff & F. Grellet: The Mind's Eye. Using pictures cre- atively in language learning. (+ Teacher's Book) Cambridge Uni- versity Press 1980.) María V. Kristjánsdóttir Starfsþjálfun fatlaðra „JACQUES PRÉVERT“ NÁMSKEIÐ FYRIR FRÖNSKUKENNARA Marie-Alice Séférian, prófessor í frönsku við Danmarks Lærer- hpjskole, hélt tvö stutt námskeið hér á landi dagana 2.-3. október s.l. Fyrra námskeiðið bar yfir- skriftina „Myndlist í tungu- málakennslu" og var ætlað tungu- málakennurum í grunn- og fram- haldsskólum. Frá því er greint annars staðar í blaðinu, en ég ætla að segja stuttlega frá seinna námskeiðinu, sem eingöngu var ætlað frönskukennurum. A því námskeiði var fjallað um franska ljóðskáldið Jacques Prévert og notkun á verkum hans í frönskukennslu. Eftir að hafa rakið æviferil skáldsins í meginatriðum skýrði frú Séférian hvernig flokka mætti verk hans eftir tegundum (la chanson, le conte, le dia- logue, le poéme narratif et la fable, le poéme/texte en prose, poémes blasphémes, poémes recettes et autres). Að því loknu gaf hún dæmi um ýmiss konar verkefni tengd innihaldi, orðaforða og mál- fræði, sem hægt væri að vinna við „Les feuilles mortes“, „Rappelle-toi Barbara" og „l'Autruche“. Benti hún á, að með því að lesa ljóð væri mögu- legt að fjalla um víðtækt efni s.s. jörð/himin/líf/dauða/ást/stríð. Jafnframt lagði hún áherslu á að ekkert væri því til fyrirstöðu að lesa ljóð hans með byrjendum og benti á nokkur sem væru kjörin fyrir þá, t.d. „Alicante", „Premier jour“, „Paris at Night", „Déjeuner du matin“, „Pour toi mon amour“ o.fl. Að síðustu sýndi hún lit- skyggnur af „Collages“-myndum eftir Prévert og tók dæmi um hvernig nota mætti þær í kennslu, t.d. með því að fá fram tillögur frá nemendum um heiti myndanna. Að lokum má geta þess að hún hefur gefið út kennslubók með verkum eftir Jacques Prévert í samvinnu við Jprgen Lykke Petersen. Bókin heitir „Le Monde de Jacques Prévert" og henni fylgja hljóðsnælda og kennaraleiðbeiningar. Námskeiðið var að mínu mati vel undirbúið og framsetning á efninu miðaðist við bein not á því í kennslu. Jóhanna Hálfdánsdóttir Fjölbrautaskóla Vesturlands NORRÆNA HUSIÐ menningarmiðstöð við Sæmundargötu í bókasafninu eru lánaðar út bækur, tímarit, plötur, myndbönd og grafíkmyndir frá öllum Norðurlöndunum. Lestraraðstaða. Opið mánudaga-laugardaga kl. 13,19, sunnudaga kl. 14-17. I kaffistofunni er heitt á könnunni allan daginn. Heimabakaðar kökur, heitir og kaldir réttir. Opið virka daga kl. 9-17, laugardaga kl. 9-19, sunnudaga kl. 12-19. I anddyri og sýningarsölum eru sýningar á norrænni list og listiðnaði m.a. Sýningarsalur opinn alla daga kl. 14-19. Við tökum á móti hópum sem vilja kynnast starfsemi hússins og norrænni samvinnu. Norrænn skólaráðgjafi sér um tengsl við skóla innanlands og annars staðar á Norðurlöndum. Verið velkomin í NORRÆNA HÚSIÐ k m bi n ■ ■ ___________Miiiteiiiii' 21

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.