Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 28
Athygli vekur að afgerandi meiri hluti strákanna telur frönskuna svipaða og þeir bjugg- ust við. Aftur á móti er útkoman allt önnur hjá stelpunum, þar er dreifingin miklu meiri. Þarna kemur því fram nokkur kynja- munur, en ekki marktækur mun- ur milli skóla. Þeim sem merktu við liðinn „allt öðruvísi" gafst kostur á að skrifa athugasemdir með svari sínu. Við skulum til gamans líta aðeins á þessar athugasemdir og skoðum hvorn skóla fyrir sig. I áfangaskólanum sögðu tvær stelpur frönskuna vera skemmti- legri en þær hefðu haldið, en önnur þeirra sagði hana einnig vera léttari og hin sagði hana vera þyngri og var gaman að sjá að þessi atriði fara saman. Þrír strákar sögðu að franskan væri skemmtilegri og tveir af þeim töldu hana léttari en þeir hefðu haldið. Einn talaði um erfiðari framburð og öðrum sagðist ganga mun verr en hann bjóst við. Af þessum fáu svörum er ekki hægt að sjá mikinn kynja- mun, þau virðast telja til nei- kvæða og jákvæða punkta óháð kynferði. í bekkjaskólanum nefndu sex stelpur, eða helmingurinn af stelpunum sem merktu við þennan síðasta lið, að franskan væri skemmtilegri en þær hefðu búist við. Þrjár sögðu að hún væri léttari og sjö sögðu að hún væri flóknari eða erfiðari. Eins og sjá má nefndu nokkrar tvö atriði (t.d. „erfiðari og skemmti- legri“ og „auðveldari og skemmtilegri"!). Báðir strákarnir sem merktu við þennan síðasta lið sögðu frönskuna vera erfiðari en þeir hefðu búist við. Þarna má því e.t.v. segja að komi fram einhver kynjamunur. Athuga- semdirnar voru í svipuðum dúr í báðum skólunum, þó kynja- munur kæmi fram í öðrum skól- anum en ekki í hinum. Samkvæmt könnun okkar virðast nemendur ekki telja frön- sku stelpufag þrátt fyrir að þær séu hlutfallslega í nokkrum meiri hluta þeirra sem hafa valið frön- sku frekar en þýsku. Þó ekki sé hægt að taka þessa könnun sem algildan sannleika, þar sem úrta- kið var ekki stórt, gefur hún þó vissulega vísbendingu um hug- myndir nemenda og þann kynja- mun sem til staðar er. Grétar Skúlason og Ingibjörg H. Hjartardóttir Þýska bókasafnið Goethe Institut Tryggvagötu 26 101 Reykjavík Sími 91-16061 Stærsta safn þýskra bóka á íslandi Menningarmiðstöð Sambandslýðveldisins Þýskalands Myndbönd, tónbönd, kennsluefni fyrir þýskukennslu Dagblöð og tímarit Safnið er öllum opið og útlán endurgjaldslaus Opið mánudaga til fimmtudaga frá 14.00-18.00 28

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.