Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 4

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 4
Einar Guðmundsson SAMRÆMD PROF OG NÁMSMAT í SKÓLUM Prófa- og matsdeild RUM Þegar meta á námsárangur nemenda eða námsframvindu er hægt að styðjast við fjölbreyttar aðferðir. Það fer hins vegar eftir tilgangi hverju sinni hvaða að- ferð eða tegund námsmats hent- ar best. Fjölbreytni í aðferðum við námsmat er eftirsóknarverð og æskileg en það fer þó eftir samhengi hverju sinni hversu viðeigandi einstakar aðferðir eru. Þannig myndu fæstir álíta réttlætanlegt eða skynsamlegt að láta nemendurna sjálfa meta kunnáttu sína í samræmdum námsgreinum og nota þá niður- stöðu til að ákvarða hverjir héldu áfram í framhaldsskóia. Hins vegar gæti slíkt mat verið áhugavert til viðbótar einkunn á bekkjarprófi sem kennari semur og leggur fyrir. Ólíkt því sem gerist í flestum löndum Evrópu og Norður- Ameríku fer nánast allt námsmat hérlendis fram í skólum þar sem kennarar semja sjálfir próf fyrir nemendur sína og leggja þau fyrir. Undantekningin frá þessari meginreglu eru samræmd próf við lok grunnskólans þar sem heill árgangur tekur sömu próf- in. Eðli málsins samkvæmt hlýt- ur vinna við samningu slíkra prófa að vera svolítið önnur en við gerð prófa sem kennari sem- ur og leggur fyrir sína bekkjar- deild. Hér á eftir verður fjallað lítillega um þau vinnubrögð sem nauðsynlegt er að beita við samningu samræmdra prófa og ástæðurnar fyrir því verða tíundaðar. En fyrst verður bent á nokkur atriði sem skilja á milli námsmats í skólum og sam- ræmdra prófa. Munur á samræmdum próf- um og námsmati í skólum Oft veldur það misskilningi þegar ekki er greint á milli sam- ræmdra prófa annars vegar og námsmats sem fram fer í skólum hins vegar. Af margvíslegum ástæðum er nauðsynlegt að gera þennan greinarmun. I fyrsta lagi er formlegur munur á þessu tvennu og í öðru lagi er munur á þeim leiðum sem eru færar við samningu samræmdra prófa og aðferða við námsmat í skólum. Markmið með fyrirlögn sam- ræmdra prófa eru ákveðin fyrir- fram (Reglugerð um námsmat í grunnskóla nr. 65/1985). Mikil- vægar ákvarðanir í skólakerfinu eru byggðar á niðurstöðum próf- anna sem hafa mikla þýðingu fyrir þá nemendur sem taka þessi próf. Jafnframt er ætlast til þess að prófin veiti almennar upplýsingar um það hver kunn- átta nemenda er í samræmdum námsgreinum í fræðsluumdæm- um landsins við lok grunnskóla. Þess vegna verður að gera nokkuð strangar kröfur til eigin- leika prófanna þannig að hægt sé að treysta niðurstöðunni. Námsmat í einstökum bekkj- ardeildum skóla hefur annan formlegan tilgang en samræmd próf. Niðurstaða námsmatsins hefur sömuleiðis annars konar vægi fyrir nemandann. Slök frammistaða á einu til fjórum bekkjarprófum leiðir til dæmis ekki til þess að nemandi verði að endurtaka bekk. Kæmi sú staða upp er eins víst að aðrar upplýsingar um nemandann myndu vega þungt í slíkri ákvarðanatöku. Algengast er að slök útkoma á bekkjarprófum eða úr annars konar námsmati í skólum sé notuð til þess að vera leiðbeinandi um úrræði sem grípa þarf til eða til að hnitmiða kennslu í ljósi útkomunnar (sjá nánari umfjöllun um þetta í Einar Guðmundsson og Guð- mundur B. Arnkelsson, 1992). Einkunn á samræmdu prófi er aðgöngumiði að framhaldsskóla. Þetta þýðir að gera verður strangar kröfur til gæða eða eig- inleika þessara prófa þannig að þau séu sanngjarn eða réttlátur mælikvarði á kunnáttu nemenda í samræmdum námsgreinum. Einnig verður að stuðla að því að þessi próf meti fyrst og fremst afmarkaða kunnáttuþætti en ekki almennt greindarfar eða almenna hæfileika eins og rann- sóknir hafa sýnt að geti verið raunin (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, 1992). Þó að við vitum auðvitað að námsárangur nemenda fer eftir greindarfari þeirra (og námsástundun) er mikill munur á því að meta beint greind eða þá kunnáttu sem þeir búa yfir. Ég hygg að flestir séu þessu sammála. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggt sé að sam- ræmd próf mæli fyrst og fremst kunnáttu í samræmdum náms- greinum. Gæta verður þess að nemend- um sé ekki mismunað með ein- hverjum hætti við töku sam- ræmdra prófa. Kennari sem legg- ur próf fyrir í sínum bekk þekkir nemendurna sem þar eru. Hann veit líka manna best hvað hann hefur lagt áherslu á og úr hverju er eðlilegt að prófa. Hann þarf litlar áhyggjur að hafa vegna ósamræmis á milli þess sem kennt er og innihalds í prófinu. í samræmdu námsmati er vanda- samt að tryggja þessa samfellu. Samt sem áður er mjög mikil- vægt að það sé gert ef samræmd próf eiga að vera sanngjörn gagnvart öllum nemendum. Það sjá það líklega flestir að frammi- staða nemenda á þessum próf- 4

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.