Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 29
í hugmyndabankann að þessu sinni höfum við safnað saman ýmsum góðum hugmyndum að verkefnum til notkunar við bókmenntakennslu. Hugmyndirnar eru fengnar úr ýmsum áttum og koma ef til vill einhverjum kunnuglega fyrir sjónir. Flest eru þau fremur einföld í framkvæmd og taka ekki langan tíma. 1. Nemendur búa til spurningar Þetta verkefni krefst lítillar heimavinnu og er því tilvalið til dæmis þegar undirbúningstími kennara er af skornum skammti. Það felst í því að nemendur búa sjálfir til spurningar úr sögunni, kaflanum eða bókarhlutanum sem er til umfjöllunar. Þetta getur verið ýmist einstaklings- verkefni eða hópvinna. Nemend- ur eru hvattir til að búa til góð- ar, opnar spurningar sem snerta mikilvæga þætti í sögunni. Spurningagerðin ein og sér er gagnleg og góð æfing sem fær nemendur til að velta sögunni fyrir sér. Nemendur geta einnig skipst á spurningum og svarað þeim, eða kennarinn getur safn- að spurningunum saman, valið nokkrar úr, ljósritað þær og dreift til bekkjarins. Fjöldi spurninga sem nemendur semja fer eftir atvikum, en 4-10 getur talist hæfilegt. 2. Nemendur semja útdrátt Þetta verkefni krefst sömu- leiðis lítils undirbúnings af hálfu kennara. Nemendur semja út- drátt úr sögunni eða kaflanum sem þeir áttu að lesa heima t.d. 80-90 orð, einir sér eða í hópum og lesa að því búnu upp fyrir bekkinn. Einnig er hægt að halda verkinu áfram með því að af- henda útdráttinn næsta manni eða hóp sem á að stytta hann enn frekar, niður í 40-50 orð. Ef til vill getur kennarinn sagt nemen- dum að hugsa sér að sagan sem þeir séu að fjalla um hafi verið kvikmynduð og þeir eigi að semja stutta kynningu (samantekt) fyrir sjónvarpsdagskrána. Verkefnið er hið sama, en kann að virðast meira spennandi. 3. Útdráttur með villum eða eyðum Kennari semur stuttan útdrátt með nokkrum röngum atriðum (helst einhverjum skemmtilega fáránlegum og öðrum líklegum) og nemendur leiðrétta. Nem- endum finnst þetta yfirleitt hið skemmtilegasta verkefni. Önnur æfing í svipuðum dúr er útdrátt- ur með eyðum sem nemendur eiga síðan að fylla í. 4. Minningargrein Nemendur semja minningar- greinar um persónur í sögunni, eða setja sig í spor einhverrar persónu og skrifa grein um aðra persónu í nafni hennar. Greinin getur gefið jákvæða eða neikvæða mynd af persónunni, verið alvar- leg eða spaugileg eftir atvikum. 5. Persónulýsingar Kennari setur saman lista yfir lýsingarorð eða orðasambönd sem lýsa persónum. Best er að hafa listann sem fjölbreytilegast- an með jákvæðum og neikvæð- um orðum. Nemendur velja síð- an þau orð sem eiga við sögu- persónurnar og nota til að búa til stuttar persónulýsingar. 6. Stjörnuspá sögupersóna Annað skemmtilegt verkefni í svipuðum dúr er stjörnuspá sögupersóna. Kennari finnur stjörnuspá eða stjörnumerkja- lýsingar sem oft eru í erlendum tímaritum eða jafnvel í kennslu- bókum (eða semur slíka spá sjálfur). Nemendur eiga síðan, út frá hugmyndum sínum um líf og skapgerð persónanna að ákvarða í hvaða stjörnumerki viðkomandi gæti verið. Út frá daga-, viku- eða mánaðarspám má einnig velta fyrir sér hvað komið gæti fyrir persónurnar, eða ákvarða út frá því sem hent hefur í sögunni í hvaða merki þær gætu verið. 7. Viötöl við sögupersónur Nemendur taka viðtöl við sögupersónur fyrir tímarit eða dagblað (skriflegt verkefni) eða útvarp (skriflegt og munnlegt) eða jafnvel sjónvarp. Nemendur búa til spurningar sem þeir hyggjast leggja fyrir sögupersón- una og svara sjálfir eða skiptast á spurningum (skriflegt verk- efni), eða leika viðtalið saman (munnlegt) í pörum eða fyrir framan bekkinn. Kennarinn undirbýr verkefnið með því að ræða við bekkinn um einkenni slíkra viðtala og uppbyggingu þeirra. 8. Myndskreyting Ljósmyndir, ljósmyndir af málverkum, póstkort o.fl. geta oft tengst efni skáldverka. Ef kennari kemur sér upp mynda- safni með því að klippa skemmtilegar myndir og auglýs- ingar úr blöðum má síðan nota slíkar myndir til að „mynd- skreyta" skáldverk, t.d. velja myndir af persónum, stöðum, tímabili o.s.frv. Einnig geta ljós- myndir og listaverk tjáð eða tengst hugblæ og anda skáld- verka. 9. Ef aðeins... Oft getur verið gaman að velta fyrir sér hvernig saga gæti breyst ef þetta eða hitt hefði eða hefði ekki verið svona eða hin- segin. Þetta getur verið ágætis málfræðiæfing auk þess að beina athyglinni að orsakasamhengi sögunnar. 29

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.