Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 31
FRETTIR - FRETTIR - FRETTIR Nýr formaður STÍL Á síðasta aðalfundi STÍL var kjör- inn nýr formaður, Ósa Knútsdóttir. Við í ritnefnd Málfríðar viljum bjóða nýjan formann velkominn og segja jafnframt lesendum okkar aðeins frá hinum nýja formanni. Ósa Knútsdóttir er fædd 24. febr- úar 1953 á Höfn í Hornafirði, stúdent frá MH 1973, lýkur síðan BA í ís- lensku og dönsku frá HÍ 1979 og stundaði síðan framhaldsnám í dönsku við Kaupmannahafnarhá- skóla 1981-1984. Ósa var stundakennari í Stýri- mannaskólanum á meðan á há- skólanámi stóð. Kenndi í Mennta- skólanum á Egilsstöðum 1979-1980, MS 1980-1981, kenndi í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja 1984-1989 (deildar- stjóri þar 1985-1988). Kennari í MS frá 1990 og deildarstjóri frá 1992. Ósa var formaður í Félagi dönskukennara 1988-1990 og sat í stjórn STÍL á sama tíma. Hefur tekið þátt í námskeiðahaldi hérlendis og erlendis fyrir FDK, STIL og NORD- SPRÁK. Tók þátt í gerð myndbands- námsefnis fyrir framhaldsskóla. Frá félagi dönskukennara í ágúst stóð félagið fyrir nám- skeiði fyrir dönskukennara. Þar var fjallað um ritun og málfræðikennslu. Fengnir voru tveir danskir fyrir- lesarar þær Birgit Henriksen og Birthe Tandrup. Mikil ánægja var með þetta námskeið. I byrjun nóv- ember var haldið námskeið í Lille- hammer í Noregi fyrir dönsku- og móðurmálskennara í grunnskólum. Námskeiðið var samnorrænt. Tekin var fyrir kennsla nýbúa. 11 íslenskir kennarar voru á þessu námskeiði sem var mjög áhugavert. Hið hefðbundna námskeið sem FDK stendur fyrir annað hvert ár fyrir dönskukennara á Schæffer- gárden er nú í undirbúningi og verð- ur kynnt félagsmönnum síðar. Félagið átti frumkvæði af útgáfu á hlustunarefni fyrir 7.-9. (10.) bekk grunnskóla. Efnið er samið af 6 reyndum kennurum. Verkið hefur unnist vel og áætlað er að það verði gefið út hjá Námsgagnastofnun í vor. Auður Hauksdóttir fékk í vor styrk frá Norrænu ráðherranefnd- inni til rannsóknar á dönskukennslu á Islandi og er Auður nú að vinna við þessa rannsókn. Spurningarlisti var sendur öllum dönskukennurum sem kenna 10. bekk og svöruðu nær allir kennarar spurningunum. Stjórn FDK fagnar þessum góðu undirtekt- um kennara og er þess fullviss að rannsókn þessi eigi eftir að efla dön- skukennslu og verða greininni til stuðnings. Að lokum má geta þess að Félag dönskukennara átti 25 ára afmæli 13. nóvember og var haldið upp á það á viðeigandi hátt. Ema Jessen. Frá félagi enskukennara Þrír félagsfundir hafa verið haldnir í vetur. Sá fyrsti var um Nathaniel Hawthorne, annar um talæfingar og munnleg próf og nú 4. des. sagði Erla Aradóttir kennari frá Masters námi í Bretlandi í hagnýtum málvísindum og ELT. Hún kynnti námsefni í fagensku sem hún tók saman. Þrír fundir eru áætlaðir eftir jól. Sl. sumar var haldið vikunám- skeið í Cambridge og hafinn er undirbúningur næsta sumarnám- skeiðs, hérlendis, væntanlega um munnleg próf á grunn- og fram- haldsskólastigi. Þórey Einarsdóttir og Eva Hallvarðsdóttir tóku sæti í stjórn félagsins. Auk þeirra eru i stjórn Halla Thorlacius formaður og Helga Jensdóttir. Alþjóðasamtök enskukennara halda ráðstefnu í apríl '94 í Brighton. Formaður fé- lagsins veitir nánari upplýsingar. Frá félagi frönskukennara Haldið var námskeið fyrir frönskukennara 15.-19. júní sl. um franskt ritmál í tengslum við há- skólasamstarfið í Montpellier, 20 manns sóttu námskeiðið sem þótti takast ágætlega og undirbúnings- viðræður um næsta námskeið voru hafnar. Á meðan á námskeiðinu stóð bauð franski sendiherrann Franfois Rey-Coquais frönskukennurum til móttöku í sendiherrabústaðnum. I byrjun október s.l. kom Marie-Alice Séferian frönskukennari við Dan- marks Lærehöjskole í Kaupmanna- höfn hingað til lands í boði STÍL til að halda námskeið um notkun myndlistar í tungumálakennslu og var hún með eins dags dagskrá um ljóðanotkun Préverts í frönsku- kennslu. Félaginu barst boð á nor- rænan frönskukennarafund í Hels- inki 13. nóvember s.l. sem undir- rituð sótti. Þar var m.a. rætt um stöðu frönskukennslu á Norðurlönd- unum, kennsluaðferðir og kennslu- bækur. Einnig var rætt um munnleg próf en nánar verður sagt frá því síðar hér í blaðinu. Fyrirhugað er að halda deildarstjórafund í lok janúar þar sem kennsluaðferðir og náms- mat verður nánar rætt. Frönsku- kennarar eru minntir á að núna er rétta augnablikið til að hefja undir- búning (a.m.k. að kynna hana) að hinni árlegu evrópsku ritgerðarsam- keppni Alliance Franqaise, sem fram fer í lok apríl, í fyrstu verðlaun er vikudvöl fyrir einn framhaldsskóla- nema í París og bókaverðlaun. Petrína Rós Karlsdóttir. Frá félagi þýskukennara Á aðalfundi félagsins í maí s.l. var kosin ný stjórn. í henni eru Elísabet Magnúsdóttir formaður, Sigríður Ragnarsdóttir gjaldkeri, Unnur Figved ritari og meðstjórnendur eru nú Eva Jónasson og Matthías Frí- mannsson. Oddný Sverrisdóttir frá- farandi formaður vinnur áfram að ýmsum málum varðandi erlend samskipti. Á vegum félagsins starfa nefndir að undirbúningi „Þýsku- þrautar“ og námskrár. Einnig eru nokkrir þýskukennarar sem vinna að námsefni í þýsku fyrir tölvur. Styrkir til kennara fyrir árið 1994 verða eins og undanfarin ár, tveir frá Goethe-stofnun og þrír frá Deutsche Auslandsgeschellschaft. Námskeið það sem haldið var í Austurríki í sumar var mjög gagn- legt. Elísabet Magnúsdóttir. 31

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.