Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 10
prófið eða einhverjir hlutar þess væri nægjanlega breið mæling á enskukunnáttu. Þetta sama fólk gæti rökstutt mál sitt þannig að enskupróf ætti að vera á ensku en ekki íslensku. Kæmu fram slíkar athugasemdir við ensku- próf þyrfti að athuga þær vel. I stuttu máli, sé sýndarréttmæti ekki til staðar er hætt við því að einhverjir verði óánægðir með einkunn sína ef prófið sem einkunnin byggir á virðist ekki mæla færni í greininni. Sömu- leiðis er hætt við því að nemen- dur verði áhugalausir og leggi sig ekki alla fram við töku prófsins ef það virðist ekki meta þá færni sem því er ætlað að mæla. Önnur mikilvæg tegund rétt- mætis kunnáttuprófs er svokallað innihaldsréttmœti. Það vísar til þess hversu vel prófspurningar eða verkefni á prófi mæla þá námsþætti sem þeim er ætlað að mæla. Þessi tegund réttmætis vísar einnig til þess að innihald prófsins meti tiltekin kennslu- markmið eða áherslur í kennslu í þeim skólum þar sem prófið er lagt fyrir. Með öðrum orðum, innihaldsréttmæti vísar meðal annars til samfellu á milli inni- halds prófs og áherslna í kennslu. Innihaldsréttmæti samræmds prófs í íslensku þar sem helming- ur verkefna væri mat á kunnáttu í setningafræði væri dregið í efa af flestum sem til þekkja. Ein Ieið til að afla vitneskju um innihaldsréttmæti kunnáttuprófs er að fá reynda kennara (aðra en þá sem semja prófið) í tiltekinni námsgrein til að meta hvort ein- stakar prófspurningar meti ein- hver kunnáttuatriði. Samkvæmni í mati þeirra væri vísbending um innihaldsrétmæti prófsins. Þriðja tegund réttmætis er svokallað viðmiðunarréttmœti. Það felst í því að athuga tengsl á milli tveggja mælitækja sem ætlað er að meta sömu þætti. A samræmdu prófi í íslensku vorið 1993 var prófað í lesskilningi. Upplýsinga um viðmiðunarrétt- mæti þessa prófþáttar var aflað með því að leggja hann fyrir nemendahóp ásamt öðru prófi sem þróað hefur verið hérlendis til að meta lesskilning. Síðara prófið var því notað sem eins konar mælikvarði á það hvernig hafði tekist til við samningu lesskilningshluta prófsins í ís- lensku og hvaða breytingar væri skynsamlegt að gera á þessum hluta prófsins. Fjórða tegund réttmætis er svokallað hugtaksréttmæti. Það vísar til þess hvort próf mælir tiltekið hugtak, þátt, hæfileika, eða færni sem því er ætlað að mæla. Hugtaksréttmæti er því augljóslega mjög mikilvæg teg- und réttmætis. Prófi sem ætlað er að mæla færni í stærðfræði ætti að hafa tiltölulega háa fylgni við skólapróf í reikningi en lága fylgni við próf sem mælir alls óskylda þætti til dæmis per- sónuleikaþætti. Það ætti að hafa hóflega fylgni við próf í öðrum námsgreinum eða próf sem eiga að meta til dæmis almennt greindarfar. Það myndi rýra hug- taksréttmæti stærðfræðiprófs ef það hefði lægri fylgni við önnur próf í stærðfræði en það hefði til dæmis við greindarpróf. Sú aðferð sem notuð er meðal annars til að athuga hugtaks- réttmæti byggir á því að greina fylgni á milli prófspurninga inn- an prófs, þátta innan prófs eða þá fylgni á milli nokkurra prófa sem eiga að mæla ólíka kunn- áttuþætti. Þessi aðferð er nefnd þáttagreining. I stuttu máli getum við sagt að án upplýsinga um réttmæti prófs vitum við ekki nákvæm- lega hvað það mælir. Yfirlýs- ingar þess eða þeirra sem semja próf er aldrei nægjanleg vitn- eskja til að hægt sé að treysta því að próf mæli það sem því var ætlað að mæla. Án upplýs- inga um réttmæti prófs verður túlkun niðurstaðna úr því vafa- söm og ályktanir sem dregnar eru af niðurstöðu prófsins gætu verið villandi. Án upplýsinga um réttmæti prófs sem aflað er eftir viðurkenndum leiðum er óhætt að vara við bókstaflegri túlkun á niðurstöðu þess. Niðurlag Hér að framan hafa verið rakin nokkur atriði sem skipta máli við samningu samræmdra prófa. Jafnframt hefur verið bent á mun sem er á samræmdum prófum og aðferðum við náms- mat í einni bekkjardeild. Til að tryggt sé að einkunnir nemenda séu sanngjarn, nákvæmur og réttmætur mælikvarði á kunn- áttu þeirra þarf að hyggja að mörgum atriðum við samningu samræmdra prófa. Um bekkj- arpróf eða annars konar náms- mat þurfa ekki nauðsynlega sömu viðmið að gilda. Þetta staf- ar fyrst og fremst af því að kenn- ari sem metur námsárangur nemenda sinna í einni bekkjar- deild hefur allt aðrar forsendur við matið en þegar sama prófið er lagt fyrir nemendur í heilum árgangi. Afleiðingar matsins fyrir nemendur eru einnig mismunan- di á samræmdum prófum og bekkjarprófum. Bekkjarkennari hefur möguleika á því að bæta upp ýmsa vankanta sem gætu verið á aðferð hans við náms- matið. Þetta er hins vegar ekki hægt við mat úrlausna á sam- ræmdum prófum. Að lokum er rétt að minnast þess að samræmd próf eru endapunktur á skólagöngu nem- enda í grunnskóla. Þau eru jafn- framt ávísun á frekari skóla- göngu þeirra. Þess vegna verða samræmd próf að vera það vel gerð að þau beri uppi þær ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli þeirra. Heimildir Aðalnámskrá grunnskóla (1989). Reykjavík: Menntamálaráðuneyti. Arni Böðvarsson (ritstjóri) (1963). íslensk Orðabók. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Einar Guðmundsson (1991). Áreið- anleiki og túlkun niðurstaðna á sálfræði- legum prófum. Sálfrœðiritið - Tímarit Sálfrœðingafélags íslands, 2, 113-114. Einar Guðmundsson (1992). Sam- ræmt námsmat. Ný Menntamál, 11 (1), 30-35. Einar Guðmundsson og Guðmundur B. Arnkelsson (1992). Kunnáttupróf í stærðfræði. Ný Menntamál, 10(4), 11-16. Gerður Oskarsdóttir (1992). Hvað mæla grunnskólaprófin? Sálfræðiritið - Tímarit Sálfrœðingafélags íslands, 3, 9-14. Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir (1992). Námsferill í framhaldsskóla. Reykjavík: Félagsvís- indastofnun. Reglugerð um námsmat í grunnskóla nr. 65/1985. Sigurður J. Grétarsson (1992). Að vita vissu sína: Kennarastarfið og hlut- lægt mat. Uppeldi og Menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands, 1 (1), 274-283. 10

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.