Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 23
yfir athafnir og störf, lítur hann svona út: Karlar: þjónn, viðskiptavinur, póstburðarmaður, bréfaskrifari, nemendur í málvísindum og umhverfisfræði, pípari, dansari, læknir, sjúklingur, sölumaður í skóbúð, tollvörður, huggandi vinur. Konur: viðskiptavinur, húsfrú, dansandi kona og kona við skókaup, flugfreyja og ferðamaður. Einungis er um framsetningu á einu kvennastarfi að ræða - flugfreyjustarfinu. Aðrar konur eru í fylgd með karlmönnum, að snæðingi á veitingastöðum, við dans á danshúsum eða hlust- andi með athygli á maka sína eða aðra. I einu tilfelli eru þær tvær saman í algjörum vand- ræðum með farangur sinn og á öðrum stað er gersamlega úr- ræðalaus kona að velja sér skó í skóbúð. A sama tíma eru karl- arnir, 27 að tölu, virkir gerendur og þátttakendur í þjóðfélaginu. Framsetningin er mjög á einn veg. Ef skoðuð er stéttarstaða og efnahagur á það sama við hér og fram kom í kaflanum að framan, auðlegð er óbeint gefin í skyn, verið er að fjalla um miðstéttar- fólk. Af þessu má ráða að hug- myndir um hlutverk kynjanna eru mjög hefðbundnar, karlarnir eru gerendur og gegna stöðum og störfum, á meðan konurnar eru í bakgrunni, þær eru þiggj- endur, starfs- og stöðulausar og miklu færri. Konurnar eru einnig oftast í fylgd karla, en ekki sýndar á eigin forsendum sem einstaklingar eða saman í hóp. Kynin í spænskuáfanga 302 Þegar hér er komið sögu í spænskunámi í framhaldsskóla er enn verið að nota kennsluefnið „Espanol 2000“, kafla 17-23, síðustu kafla bókarinnar. I þess- um hluta námsins er því farið í 7 kafla og með þeim fylgja 9 kynn- ingarmyndir. Kynjaslagsíðan versnar til muna. A þeim 9 mynd- um sem um ræðir er einungis að finna 2 konur á móti 19 körlum. Konurnar eru við það að verða ósýnilegar! í þessum áfanga ákváðum við að taka allt myndefnið en um er að ræða 105 smámyndir sem sýna fólk. Niðurstöðurnar voru alveg á sömu lund og fyrr. Á 105 myndunum voru: 79 myndir af körlum, en 12 myndir af konum. Á 14 myndum voru teikningar af bæði konum og körlum. Karlar voru 50 sinnum virkir (active), en konur þrisvar. Karlar voru 29 sinnum óvirkir (passive), en konur 9 sinnum. Á þeim myndum sem karlar og konur koma bæði fyrir var skiptingin sú að karlarn- ir voru helmingi oftar virkir en konurnar. í öllum tilfellum gegna konur og karlar hefðbundnum kvenna- og karlastörfum. Niðurstöður greiningar Allar myndirnar eru af fólki á svipuðum aldri (18-30/35 ára). Aðeins eitt barn er að finna í bókinni og eini fulltrúi eldri kyn- slóðarinnar er stór og feit frænka. Minnihlutahópar, fólk af ólíkum litarhætti eða fatlaðir, eiga sér enga talsmenn í þessu námsefni. I stuttu máli mætti segja að námsefnið fjalli um karla á svokölluðum „besta aldri“ og fylgikonur þeirra sem haldið er baksviðs. Samkvæmt sex stiga flokk- unarkerfi Schuster og Van Dyne er þessi bók næst því að vera 3. stigs bók. Bók þar sem konur eru sýndar sem lægra settar (Women as subordinate Group). Einnig má sýna fram á að námsefni síðasta áfangans, spænskuáfanga 302, sé nálægt því að vera 1. stigs efni, efni þar sem konur eru ósýnilegar (Invisible Women). Þegar skoðaðar eru greining- araðferðir Betty Schmitz (1984), kemur í ljós að hún skipar náms- efni í sex flokka. Myndir náms- efnisins „Espanol 2000“ má greina samkvæmt þrem þeirra flokka. Hinir flokkarnir vísa til innihalds texta og eiga því ekki við. Fyrst er að nefna „vönt- unarflokkinn11 - omission. Þar er flokkað eftir því hverjir eru út- undan, hverja ekki er fjallað um. En eins og bent hefur verið á hér að framan eru það allir nema ungir karlar sem fylla þann flokk. Næsta flokk skilgreinir hún og nefnir „hefðbundna fram- setningu" - stereotyping. Með þeim flokki er vísað til þess hverjir koma oftar fyrir, hverjir eru gerendur, hverjir eru sýndir sem „sterkari" og „sjálfstæðari“, o.s.frv. Enn eru hér ungu miðstéttarkarlarnir á ferðinni. Myndefnið féll að einum flokki til viðbótar, flokknum „menningarleg ónákvæmni“ - cultural inaccuracy. Með þeim flokki er vísað til þeirrar óná- kvæmni námsefnisins að sýna svo til einungis unga karlmenn, sem fulltrúa mannlífs í spænsku- mælandi löndum. Viðtöl og könnun meðal nemenda Til að skoða hvaða áhrif náms- efni af þeirri tegund sem hér hefur verið rakið, hefur á nem- endur og viðhorf þeirra, lögðum við fyrir könnun þar sem átti að tengja spænsk mannanöfn, karl- og kvenmannsnöfn, við ákveðin starfsheiti. Könnunin var lögð fyrir nemendur í áfanga 302 í framhaldsskóla veturinn 1992, alls 17 stelpur og 9 stráka. Úr- lausnir þeirra voru í takt við þær fyrirmyndir sem kennsluefnið gaf, mjög hefðbundnar. Starfsval kyn- janna var í mjög föstum skorðum. Það var ekkert í úrlausnum nem- enda sem kom verulega á óvart og e.t.v. ekki nema von, ef ekkert hefur verið unnið sérstaklega með kynjaímyndir við yfirferð námsefnisins. Tekin voru viðtöl við 4 nem- endur úr hópnum og lagðar fyrir þá nokkrar almennar spurningar tengdar kennsluefninu, stöðu kynjanna og viðhorfum þeirra. Við spurðum hvort þau teldu bókina gefa rétta mynd af stöðu kynjanna á Spáni. Svör þeirra voru öll á þá lund að út frá kennslunni sem þau hefðu fengið væri ekki hægt að ætla annað en að bókin gæfi rétta mynd af því 23

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.