Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 17
“LA PÉDAGOGIE DE L ÉCRIT“ Námskeið um ritunarþáttinn í frönskukennslu Dagana 15. til 19. júní var haldið í Tæknigarði námskeið fyrir frönskukennara. Námskeið- ið var hið fjórða í röð námskeiða sem haldin hafa verið í sam- vinnu við háskólann í Montpelli- er. Leiðbeinendur voru tveir, þeir Pierre Dumont og Michel Verdelhan frá Montpellier. Yfir- skrift námskeiðsins var “La pé- dagogie de l'écrit" og umfjöllun- arefnið ritunarþátturinn í frönskukennslu. Einnig var fjall- að um kennslu þjóðfélags- og menningarsögu, aðallega hvern- ig nota má söngtexta í þeim til- gangi. Það var Pierre Dumont sem sá um þennan hluta nám- skeiðsins. Fengum við að hlusta á nokkur þekkt lög þar á meðal “La vie en rose“ eftir Edith Piaf og “Chanson pour l'Auvergnate“ eftir Brassens, og skýrði Pierre Dumont hvernig fara mætti í textann bæði til þess að útskýra orðaforða og síðan til þess að auka þekkingu nemenda á frönsku þjóðfélagi, siðum og venjum. Eg ætla ekki að lýsa nánar þessum hluta námskeiðs- ins heldur snúa mér- að þeim þætti sem vakti helst athygli mína það er að segja ritunar- þættirium. Michel Verdelhan gaf okkur góða yfirsýn um kennslu- aðferðir á sviði ritunar, bæði hefðbundnar og nútímalegar. En einnig fengum við margar góðar hugmyndir að ýmiss konar rit- unarverkefnum sem hægt er að leggja fyrir nemendur og langar mig að koma með nokkur dæmi úr þessum hugmyndabanka Michel Verdelhans. Upphitunarverkefni 1. Portrait chinois Kennarinn eða nemendur í sameiningu velja einhverja per- sónu til dæmis einhvern úr bekknum síðan eiga nemendur að gera einhvers konar lýsingu á þessari persónu þannig að kenn- arinn byrjar alltaf setninguna á „Ef hann/hún væri...“ og nem- endur ljúka síðan við setninguna þannig „þá væri hann/hún...“ Si c'était un acteur de cinéma ce serait Gérard Depardieu. Si c'était une fleur ce serait... Si c'était... ce serait... 2. Prénom caché Búa til texta þar sem nafn ein- hvers er falið í. Ce bébé boit du jeu d'orange au lit en s 'endormant. = Julien. II était á mi-chemin d'El Kantara et du Rio Verde, Yann. = Michael Verdelhan. Elle a des yeux verts amands. = Vera. 3. Réponses aux questions inconnues Kennarinn eða einhver nem- andi skrifar spurningu á blað, brýtur upp á blaðið þannig að spurningin sést ekki. Síðan réttir hann öðrum nemanda blaðið sem skrifar niður svar við spurn- ingunni án þess að þekkja hana. Sá sem á að svara fær líka gefið upp hvers konar spurning þetta er til dæmis hvaða spurnarfor- nafn er notað. Réécriture Hægt er að leggja fyrir ýmis konar verkefni þar sem nem- endur eiga að endurskrifa texta. 1. Skipta um sjónarhorn Dæmi: Nemendur fá stuttan texta þar sem sagt er frá slysi frá sjónarhorni vitnis. Nemendur segja frá sama slysi frá sjónar- horni þess sem lenti í slysinu. Annaö dæmi: Les vacances du Petit Nicolas. Segja frá komu krakkanna frá sjónarhorni leið- beinandans sem tekur á móti krökkunum í stað Nicolas. 2. Nýr viðtakandi Endurskrifa t.d. bréf þar sem sagt er frá skíðaóhappi. Skrifa bréf til vinar og skrifa sama bréf til dæmis til ömmunnar. 3. Breytt markmið Láta nemendur fá lýsingu á einhverjum. Endurskrifa lýsing- una þannig að hún verði fyndin, kjánaleg, óhugnanleg, o.s.frv. Breyta lýsingu á einhverjum sem er óviðkunnanlegur þannig að hann verði viðkunnanlegri og öfugt. 4. Bæta við eða stytta Bæta einhverju inn í texta þannig að hann verði sorglegur eða fyndinn. 5. Önnur dœmi Breyta rammanum, bakgrunn- inum, t.d. stað og stund. Breyta ljóði í samfelldan texta. Breyta ævintýri í blaðagrein, t.d. segja frá ævintýrinu um Rauðhettu eins og það sé frétt sem birtist í dagblaði. Jeu de röle - Hlutverkaleikir Dœmi: Nemandi A er amman og nemandi B barnabarnið sem skrifar henni bréf til þess að óska henni til hamingju með afmælið. Hún svarar síðan bréf- inu. Annað dæmi: Kennarinn segir frá einhverju atviki, nemendur eru blaðamenn og eiga að skrifa grein um þetta tiltekna atvik. Þetta eru aðeins örfá dæmi til þess að gefa fólki hugmyndir um hvað má gera til þess að þjálfa nemendur í ritun. En Michel Verdelhan lagði áherslu á að undirbúa nemendur vel áður en þeir byrjuðu að fást við rit- unarverkefnið. Það er að segja að nemendur hafi eitthvað til að styðjast við þegar þeir fást við verkefnið, að þeir hafi einhvern stuðningstexta til að ganga út frá og þann orðaforða og reglur sem jjeir þurfa að nota. Ingunn Garðarsdóttir F.Á. 17

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.