Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 19
KURSUS OM SKRIVEPROCESSEN OG INDLÆRING AF ORDFORRÁD I síðustu viku ágústmánaðar var haldið námskeið fyrir dönskukennara. Námskeið þetta var haldið í samvinnu milli „End- urmenntun fyrir háskólamenn" og FDK. Fræðarar á þessu námskeiði voru Birthe Tandrup, sem nefndi sinn hluta námskeiðsins „skriveprocesser“. Birthe hefur nýlega lokið licentiatprófi frá Kaupmannahafnarháskóla (Eng. institut). Hún hefur sérhæft sig í „ritunarferlinu" ef við getum þýtt það svo en hún kennir ensku við menntaskóla í Dan- mörku. Hinn hluta námskeiðsins kenndi Birgit Henriksen og nefndist það „Indlæring af ord- forrád.“ eða „að auka orðaforð- ann“. Birgit var mörgum á nám- skeiðinu að góðu kunn frá fyrri námskeiðum. Við dönskukennarar áttum þarna góða þrjá daga með þess- um skemmtilegu konum og lent- um við í því að þurfa að reyna á eigin skrokki ýmislegt sem þær höfðu upp á að bjóða. Birthe uppfræddi okkur um ritunarferlið og er þá verið að tala um að vinna með málfræði og þjálfa málnotkun út frá eigin texta nemanda. Er verið að tala um að snúa pýramídanum við, þ.e. ekki láta nemandann hafa í hendur málfræði með alls konar erfiðum reglum heldur semja sinn texta og skoða hann síðan og skilgreina þar út frá. Hún benti á ýmsar aðferðir t.d. að vera ekki að leiðrétta allt í hverj- um texta, heldur einblína til dæmis bara á sagnir í þetta skiptið, síðan smáorðin eða mál- tök o.s.frv. Hægt er að láta nemendur semja hvers konar efni, teikni- myndaseríur, útdrátt frjálsa rit- un, um bók, um mynd, póstkort, bréf, umsóknir o.fl. Meginrök Birthe eru þau að alveg eins og maður finnur best á sínu eigin skinni, hlýtur manns eigin texti að höfða mest til manns og vera minnistæðast að Ieiðrétta og laga til. Orðtakið sem hún hefur að leiðarljósi er „creative writ- ing“ eða „skapandi ritun“ og ren- nir þetta stoðum undir rökin fyrir þessari kennsluaðferð. Birthe lagði áherslu á að ástæða væri til að láta nemendur skrifa mikið meira heldur en kennari færi yfir. Mikilvægt væri að nem- andi fengi ákveðin fyrirmæli, hvaða verkefnum á að skila, hvernig þau eru yfirfarin (hvaða atriði leiðrétt) o.s.frv. Málið snýst líka um það að kennari skoði síðan ákveðin verkefni og bendi á villur og nemandi leið- rétti og hreinriti og kennari gefi síðan einkunn fyrir. I stuttu máli sagt að unnið sé með nem- andanum meira og minna í gegn- um allt ritunarferlið frá upphafi til enda. Birthe benti á að notkun hvers konar gátlista og leiðrétt- ingalykla, flýtir fyrir yfirferð verkefna enda er fyrirfram ákveðið hvað skuli leiðrétt í hverjum texta. Einnig talaði hún um að vinna oftar en einu sinni með hvern texta bæti ritunina, t.d. hreinskrifa verkefni og jafn- vel láta vinna með orðaforðann aftur á annan hátt. Birgit Henriksen sá um seinni hluta námskeiðsins. Hún fjallaði um hvernig við eigum að auka orðaforða og festa hann hjá nemendum okkar. Okkur var bent á ýmis verkefni eins og t.d. krossgátur, nota myndir, hafa hugstormun t.d. um ákveðna orðflokka o.þ.h. Nota ákveðin efni sem höfða til fólks eins og stjörnuspána, rithandargrein- ingu og fleira, sem okkur nem- unum þótti mjög skemmtilegt. Birgit var ótrúlegur gnægtar- brunnur verkefna og kom síðan í ljós að konan var að viða í bók. Hún sagði okkur frá því að oftar en einu sinni hefði hún lent í því að vera með efni í bók og síðan hefði einhver óprúttinn nemandi farið með efnið til útgefanda og fengið það birt. Við lofuðum Birgit hátíðlega að fjalla ekki um verkefnin hennar opinberlega heldur bíða þolinmóðar eftir bókinni. Þessi fyrirlestur Birgit var sá fyrsti sem fjallaði um þetta efni eingöngu og er óhætt að segja að honum hafi verið vel tekið. Við sem kennarar þekkj- um auðvitað ferli þetta en það felst í að vinna með sama orða- forðann á mismunandi hátt á meðan verið er að festa hann. Ljóst er að áherslur eru tölu- vert að breytast í málakennslu al- mennt og er þar móðurmálið ekki undanskilið. Það fer um venju- legan tungumálakennara hvort heldur er í grunnskólanum eða framhaldsskólanum að heyra að áherslur á beina málfræði eigi að minnka í öfugu hlutfalli við ritun- ina í svo miklu mæli sem þessir nýju straumar leggja til svo að við tölum ekki um aukið vinnu- álag. En málfræðin verður auð- vitað til staðar áfram bara unnið með hana á annan hátt. Birgit Henriksen og Birthe Tandrup sem kenndu á þessu námskeiði voru eins og hress- andi andvari og er mjög gott fyrir kennara að komast á svona námskeið að hausti og hafa síð- an veturinn til að moða úr af- rakstrinum. Ása Kristín Jóhannsdóttir Bókalisti: Birthe Ttindrup: Skriv kreativt; Birthe Tandrup. Anne Katrine Lund, Gor tanke til tekst; Grafisk forlag, Kobenhavn. Birgit Henriksen: Carter, R. & M. McCarthy (red.) (1988): Vocabulary and Language Teaching. London: Longman. Morgan, J. & M. Rinvolucri (1986); Vocabulary. Oxford: Oxford University Press. 19

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.