Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 15

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 15
NAMSSTEFNA NORÐUR- LANDARÁÐS í LETTLANDI Dagana 4.-8. október sl. var haldin námsstefna á vegum Norðurlandaráðs í Lettlandi. Til námsstefnu þessarar var boðið 10 kennurum frá Norðurlönd- unum fimm til þess að sýna kennsluaðferðir sem notaðar væru hjá þeim. Frá Islandi fóru Kirsten Frið- riksdóttir frá VI sem kenndi dönsku og Guðjón Ó. Magnús- son frá FB sem kenndi landa- fræði. Danmörk bauð upp á kennslu í kynferðisfræðslu og líf- fræði, Noregur sögu og texta- greiningu, Svíþjóð samfélags- fræði og trúarbragðafræði og Finnland í finnsku og ensku. Mikill áhugi var hjá Lettum á námsstefnu þessari og 700 kenn- arar sóttu um þátttöku, en færri komust að en vildu, eða 350 manns. Námsstefnunni var skipt í tvennt og var hún annars vegar haldin í höfuðborginni Riga og hins vegar í borg á stærð við Reykjavík sem heitir Liepaja og er við ströndina. Fyrir brottförina vissum við í raun varla hvers var vænst af okkur, vissum bara að við fengj- um einhvern hóp nemenda sem við ættum að kenna - mér hafði líka verið sagt að mínir nemend- ur væru góðir í dönsku! (miðað við hvað?). Þegar til kastanna kom reyndist lýsingin „góður“ eiga við, en í missterkri beyg- ingu. Ég hafði furðað mig á því heima að Lettar vildu fá sýni- kennslu í dönsku og hvort þeir hefðu yfirleitt nemendur til þess. Þegar út var komið kom í ljós að í Riga er „norrænn menntaskóli“ þar sem mikil áhersla er lögð á kennslu norð- urlandamála (nema íslensku). Þeir höfðu sett saman hóp sex ungmenna sem ég átti að kenna. Þau höfðu mjög mismunandi bakgrunn, allt frá því að hafa dvalist í eitt ár í Danmörku (og eitt í Svíþjóð) sem skiptinemar og lært dönsku í eitt ár í skól- anum, verið 3 mánuði á lýðhá- skóla í Danmörku og 3 mánuði í skóla og lært dönsku í eitt ár í skólanum og farið í 14 daga skólaheimsókn til Danmerkur. Og jrau voru öll ótrúlega góð. Ég læt til gamans fylgja hér með bréf sem einn nemendanna (sú sem hafði lært dönsku í tvisvar sinnum þrjá mánuði) skrifaði eftir að hafa lesið blaða- grein um sama efni og svo annað bréf, skrifað af nemanda á fyrsta ári í framhaldsskóla (5-6 ára nám að baki) eftir að hafa lesið hraðlestrarbók (og tekið af handahófi úr bunka bekkjarins). Goddag! Jed hedder Iveta Salapina og jeg er 19 ár gammel. Uddannelse: 12. kl. pá Gymna- siet. Jeg taler lettisk, russisk, tysk, dansk, lidt engelsk og fransk. Jeg har arbejdet et ár pá Skandinavisk gymnasiet i Frem- medsprogsbiblioteket. Pá gymn- asiet har jeg lært maskinskrivn- ing og EDBE-programmering. Mine positive karakteregen- skaber er: Jeg er venlig, imode- kommende, rolig. Mine negative karakteregen- skaber: Jeg er ikke altid præcis, sommetider er jeg genert og har ikke altid godt humor. Jeg vil gerne arbejder som ekspedient pá Deres tpjforretn- ing, fordi jeg kan lide at sælge og lekert toj. Med venlige hilsener. I. Salapina. Kære Mutte Det er godt at bue her i denne apartment. Jeg har fáet arbejdet i Burger Bar, men du vidste det. Anders er meget god ved mig og hans mor sender mad til mig med Anders. Anders hjulpe mig at mále apartmenten og Stine var ogsá med us, hun málede regnbuge i luftet sá jeg har nogle at horve pá men jeg er i sengen. Stine har en ni kæreste som heder Gregers. Han er en kunst- máler og har en stor sort hat pá, lang sort kappe og guldring i pret. Han er gammel og jeg sinest han ikke spænnende. Jeg háber at far er ikke meget bang men jeg ville ikke leve han at ráde over mig. Kisse alla hjeme fpr mig og jeg haber at du har det godt. Farvell. Din dattre Louise. Að loknum lestri þessara bréfa hugsaði ég með mér að e.t.v. hefði ég ekki átt að fara til Lettlands til þess að sýna neitt, ég hefði kannski átt að fara þangað til að fá að læra eitthvað. En hvað um það. Til Lettlands var ég komin og kenndi mínum hópi og það kom í ljós í spurn- ingatíma kennaranna á eftir að margir þeirra notuðu sömu kennsluaðferðir og ég og þekktu þær vel, en það var tvennt sem þeim lá á hjarta: Samband nemenda og kennara og það að ég talaði um heimanám. Það virðist sem kennslan í Lettlandi fari að mestu þannig fram að kennari miðli og nem- endur taki við. Þeim fannst því áhugavert að sjá samvinnu nem- enda og kennara eins og tíðkast á Norðurlöndum og töldu að þeir gætu best bætt skólakerfi sitt með því að taka upp sams konar samvinnu. Þó heyrðust raddir kennara sem sögðu að við færum allt of hægt yfir og létum nemendurna fá að velta sér um of upp úr námsefninu. Þeir nemendur sem tóku til máls í hringborðsumræðum og ann- ars staðar kusu þó allir heldur okkar norrænu aðferðir og sögð- ust læra meira á því að vinna sjálf með efnið en að taka ein- göngu á móti upplýsingum. 15

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.