Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 24
hvernig málum væri háttað. Þó kom fram að þeir nemendur sem komið höfðu til Spánar álitu að bókin gæfi alls ekki rétta mynd, konur á Spáni ættu meira sam- eiginlegt með kynsystrum sínum á Islandi en konunum í bókinni. Við lögðum líka fyrir þau spurninguna um hvað þeim fynndist einkenna karla og konur í bókinni. Þar voru svör stelpnanna öll á einn veg: „Kon- urnar eru bældar, karlar ráða öllu“. „Karlarnir gera allt“. „Kon- ur vinna hefðbundin kvenna- störf, eru alltaf fínar og kaupa kvenlegar vörur“. Strákurinn í hópnum sagðist ekki hafa tekið eftir neinu sérstöku í sambandi við karla og konur í bókinni. Þegar honum voru sýnd dæmi úr henni voru viðbrögð hans þau að þetta væri ekkert til að gera veður út af, þetta væri bara svona alls staðar í þjóðfélaginu. Viðtöl við kennara Til að reka smiðshöggið á verkið tókum við viðtöl við tvo spænskukennara - karl og konu. Við lögðum fyrir þau spurningar um kynjaslagsíðu námsefnisins „Espanol 2000“, hvort þau ynnu sérstaklega með kynímyndir, og hvort þau álitu að bókin gæfi rétta mynd af spænsku samfé- lagi. íljós kom að þau virtust mjög meðvituð um kynjaslagsíðu í námsefninu. Konan taldi bókina jafnvel ókennsluhæfa vegna þessa og taldi sig leggja mikið að mörkum til að vinna upp á móti henni með verkefnum. Karlkennarinn taldi hins veg- ar að það væri alls ekki í hans verkahring að leiðrétta slagsíðu af þessu tagi. Kennslubók væri til að kenna tungumál en ekki fé- lagsfræði. Kennararnir töldu bókina tæplega gefa rétta mynd af spænsku samfélagi. Niðurlagsorð Eins og sjá má í greiningu okkar er þessi bók alls ekki í sam- ræmi við gildandi lög um jafnrét- ti kynjanna. Konur bera mjög skertan hlut frá borði, karlar eru gerendur á meðan konurnar eru sýndar algerlega óvirkar. Þær fáu konur sem myndefni er af gegna hefðbundnum kvennastörfum eða eru í fylgd karlmanna, þær eru alls ekki sýndar á eigin for- sendum. Þetta kennsluefni er ekki lengur notað í spænskukennslu í framhaldsskólum hér á landi. Ástæðan fyrir því að hætt var að nota það var þó ekki sú að það samræmdist ekki kröfum í jafn- réttismálum, heldur sú að það var talið ófullnægjandi á öðrum sviðum. Eins og fram kom hér að fram- an eru í gildi lög frá árinu 1976 sem banna að hannað sé eða notað kennsluefni sem á ein- hvern hátt mismunar kynjunum. Eftirlit með því hvort þetta laga- ákvæði er virt eða ekki virðist lítið sem ekkert. Það er því ástæða til þess að hvetja kennara til þess að hafa augun opin og huga að sínu námsefni með þetta í huga. Heimildir: Betty Schmitz, (1984). Guidelines for Reviewing Foreign Language Text- books for Sex bias. Women's Studies Quarterly, XII:3. Guðný Guðbjörnsdóttir, (1991). Women's studies and curriculum trans- formation. Nordisk Pedagogik, 4. Guðný Guðbjörnsdóttir, (1993). Menntun og kynferði í kvennafræðilegu ljósi: markmið námsskrár og greining námsefnis. Uppeldi og menntun 1(1):97- 116. Schuster, M.R. og Van Dyne, S.R., (1988). Women's Place in the Academy. Transforming the Liberal Arts Curricul- um. Rowman & Allanheld Ed. Námsskrá handa framhaldsskólum - Menntamálaráðuneytið 1990. Jöfn staöa kynja í skólum - Mennta- málaráðuneytið 1990. Upp úr hjólförunum - Menntamála- ráðuneytið 1989. Hólmfríður Garðarsdóttir og Anna Katrin Árnadóttir Með þökk fyrir viðskiptin Landsbankinn Suðurlandsbraut 1 8 24

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.