Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 26

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 26
5. Höföu kennarar og/eða námsráögjafar áhrif á að þú valdir frönsku frekar en þýsku? Áfangaskólinn: Bekkjaskólinn: stelpur strákar stelpur strákar engin: 14 (87%) 13 (93%) 38 (89%) 16 (100%) lítil: 0 0 4 (9%) 0 nokkur: 2 (13%) 1 (7%) 1 (2%) 0 mikil: 0 0 0 0 Hér er afstaðan nokkuð skýr. Hvort sem um er að ræða stelp- ur eða stráka þá virðast flestir nemenda álíta að þeir hafi sjálfir tekið ákvörðun um að fara í frönsku frekar en þýsku. Það sem má kannski helst lesa út úr þessu varðandi kynjamun er að stelpur í bekkjaskólanum virðast frekar en strákar hafa orðið fyrir áhrifum frá foreldrum, kenn- urum og námsráðgjöfum, þó reyndar sé um lítið hlutfall af stelpnahópnum að ræða. Hvað varðar áhrif frá félögunum þá virðist ekki um marktækan mun að ræða á milli kynja. Sjötta spurning og niður- stöður úr henni voru svohljóð- andi (merkja mátti við fleiri en einn möguleika): 6. „Ég valdi frönsku, frekar en þýsku, af því að ég áleit að hún væri... Áfangaskólinn: Bekkjaskólinn: stelpur strákar stelpur strákar með léttari málfræði en þýska: 8 (44%) 4 (29%) 7 (16%) 6 (43%) rómantískari en þýska: 2 (13%) 6 (43%) 13 (30%) 4 (29%) skemmtilegri en þýska: 9 (56%) 10 (71%) 28 (65%) 13 (93%) gagnlegri en þýska: 1 (6%) 2 (14%) 6 (14%) 4 (29%) fallegra mál en þýska: 12 (75%) 10 (71%) 31 (72%) 8 (57%) annað: 2 (13%) 3 (21%) 11 (26%) 2 (14%) Tveir strákar í bekkjaskólanum svöruðu ekki spurningum 6 til 11 og hlutfallið sem er gefið upp er af þeim sem svöruðu (sem teljast þá vera 14 talsins). Hjá báðum kynjum og í báð- um skólum var það meiri hlutinn sem sagðist hafa valið frönsku vegna þess að hún væri skemmtilegri og fallegri en þýska. Lítill munur er milli skól- anna og kynjanna hvað þessa þætti varðar. Þó er vert að taka fram að 13 strákar af 14 í bekkja- skólanum segjast hafa valið frönsku af því að þeir álitu hana skemmtilegri en þýsku, en þetta er töluvert hærra hlutfall en hjá stelpunum í bekkjaskólanum og hjá báðum kynjum í áfanga- skólanum. Það er greinilegt af tölum úr báðum skólum að nemendur völdu ekki frönsku vegna gagn- semi hennar. Dálítill munur kem- ur fram á milli skóla, en niður- stöður benda í sömu átt. I báð- um skólum völdu stelpurnar enn síður en strákarnir frönsku vegna gagnsemi hennar. Stundum heyrist sagt að frönsk málfræði sé léttari en sú þýska. Hvort sem það er nú rétt eða ekki þá virðist minnihluti nemenda hafa valið frönsku af þeirri ástæðu. Hins vegar kemur fram mikill munur í svörunum bæði á milli skóla og milli kynja. í áfangaskólanum virðast fleiri stelpur hafa valið frönsku vegna málfræðinnar en strákar, en í bekkjaskólanum er þessu öfugt farið og þar er áberandi hvað strákarnir virðast frekar hafa fallið fyrir þessum þætti en stelpurnar. Því hefur verið haldið fram að stelpur séu rómantískari en strákar, en samkvæmt þessari könnun virðist þessu einmitt vera öfugt farið í áfangaskól- anum. Þar er hlutfall stráka sem völdu frönsku vegna þess hve rómantísk hún væri mun hærra en hjá stelpum og strákum í bekkjaskólanum og miklu hærri en hjá stelpum í áfangaskól- anum. I bekkjaskólanum kemur aftur á móti lítill sem enginn kynjamunur fram hvað varðar þetta atriði. Þarna er því, má segja, fyrst og fremst um mun á milli skólanna að ræða. Að lokum má benda á að stelpurnar í bekkjaskólanum nefndu frekar til sögunnar ein- hverja aðra þætti en strákarnir, en í áfangaskólanum voru það frekar strákarnir sem nefndu aðra þætti. Af þeim sem merktu við „annað“ sögðu margir að 26

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.