Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 9
eða í sameiningu átt þátt í því að próf verður óáreiðanlegt: (a) fáar spurningar á prófi, (b) ýms- ir umhverfisþættir eins og há- vaði eða truflun við töku prófs- ins, (c) ágiskanir við úrlausn verkefna, (d) huglægar aðferðir við mat á úrlausnum, (e) ýmsir þættir sem tengjast þeim sem taka prófið eins og t.d. veikindi eða mikill prófkvíði og (f) illa samin verkefni eða prófspurn- ingar þar sem fyrirmæli eru flók- in eða erfitt að skilja þau. Þegar við leggjum samræmt próf fyrir einu sinni fáum við út eina einkunn. Hvernig vitum við að kunnátta nemanda er ná- kvæmlega þessi einkunn en ekki einhver önnur? Svar við þessari spurningu getur haft mikla þýð- ingu fyrir nemanda sem fær til dæmis 4,4 á samræmdu prófi. Ef við myndum leggja fyrir annað kunnáttupróf viku síðar, sem væri að öllu leyti sambærilegt við það fyrra en þó ekki sama prófið, er líklegast að einkunn nemandans yrði önnur en fyrir viku. Með öðrum orðum, mæling á kunnáttu nemenda á prófi eða eftir öðrum leiðum er ekki óskeikul eða hin eina sanna tala yfir kunnáttu hans. Þess vegna er mikilvægt að vita hversu miklu skeikar eða hversu ná- kvæm mælingin er. Hver er áreiðanleiki mælingarinnar? Á grundvelli einkunna á sam- ræmdum prófum eru nemendur flokkaðir eftir kunnáttu og tekin ákvörðun um hvort þeir fá að halda áfram námi í framhalds- skóla eða ekki. Það gefur því auga leið að við viljum geta treyst þessari einkunn. Fái nemandi einkunnina 5 skiptir auðvitað máli að nákvæmnin í mælingunni á kunnáttu nemandans sé á bilinu 4,6 til 5,4 en ekki til dæmis á bil- inu 3,5 til 6,5 sem gæti verið raunin í mjög óáreiðanlegu prófi. Við getum því sagt að forsend- an fyrir því að hægt sé að flokka nemendur eftir kunnáttu þeirra á grundvelli einkunna á samræm- du prófi er að einkunnirnar séu nákvæmar eða áreiðanlegar. Séu þær ekki nákvæmar þýðir það einfaldlega að röðun nemenda gæti orðið allt önnur ef annað en að öllu leyti sambærilegt sam- ræmt próf væri lagt fyrir einni eða tveimur vikum síðar. Og af þessu leiðir að sumir þeirra nemenda sem féllu í fyrra skiptið myndu ná í því síðara og öfugt. Á nákvæmu eða áreiðanlegu prófi yrði raunin hins vegar ekki þessi. Það gæfi svipaða niðurstöðu í bæði skiptin. Af þessari ástæðu er nauðsynlegt að miða samn- ingu samræmdra prófa við það að áreiðanleiki einkunna verði sem mestur. Eftir þessa stuttu umfjöllun gætum við spurt: Hvers vegna skiptir vitneskja máli um ná- kvæmni eða áreiðanleika eink- unna á samræmdum prófum? í stuttu máli, til þess að prófin geti þjónað tilgangi sínum, sem minnst hefur verið á hér að framan, þurfa þessar upplýsing- ar að liggja fyrir. Út frá sann- girnissjónarmiðum gagnvart nemendum er sömuleiðis mikil- vægt að hægt sé að treysta eink- unn á samræmdum prófum. Komi til dæmis í ljós að heild- areinkunnir séu mjög ónákvæm- ar er lítið á þeim að byggja. Það myndi væntanlega þýða að taka þyrfti afstöðu til þess hvort rétt- lætanlegt væri að byggja ákvörð- un um framhaldsnám nemenda á svo ótraustum grunni. Ef þetta ætti til dæmis við um einkunnir úr einu prófi af fjórum kæmi til álita að fella út eina einkunn en láta þrjár gilda við ákvörðun um inntöku í framhaldsskóla. Sömu- leiðis kæmi til álita að notfæra sér áreiðanleika einkunna til að ákveða hverjir falla á prófi og hverjir ekki í stað þess að miða við að hækka nemanda með 4,5 upp í 5,0 en lækka nemanda niður í 4,0 með einkunnina 4,4. Af þessu ætti því að vera ljóst að upplýsingar um áreiðanleika geta verið afar mikilvægar og haft hagnýtt gildi þegar fjallað er um einkunnir úr samræmdum prófum. Jafnframt er nákvæmni einkunna forsenda fyrir því að við getum verið viss um að prófið mæli það sem því er ætlað að mæla. Samræmt próf sem er óáreiðanlegt er því gagnslítið til þeirra verka sem við ætlum að nota það til. Víkjum næst að spurningunni um það hvers vegna það skiptir máli að það liggi fyrir upplýsing- ar um hvað samræmd próf mæla eða meta. Hvers vegna skiptir vitneskja máli um réttmæti kunnáttuprófs? Réttmæti Með réttmæti kunnáttuprófs er átt við að prófið mæli það sem því er ætlað að mæla eða að prófið sé réttur mælikvarði fyrir þá námsþætti sem því er ætlað að mæla. Réttmæti prófs er sá grunnur sem við stöndum á þegar kemur að því að túlka nið- urstöðu prófsins. Réttmæti prófs vísar því til notagildis þess við að álykta um þá þætti sem það á að mæla. Það sem við getum ályktað eða sagt út frá niðurstöðu prófsins er því alveg undir réttmæti þess komið. I alvarlegri prófagerð er í engu tilviki nægjanlegt að sá eða þeir sem semja próf séu einir sam- mála um að próf mæli það sem þeir ætla því að mæla. Upplýs- ingar um þetta verða að koma annars staðar frá. Hins vegar er ein af forsendunum fyrir því að próf geti verið réttmætt auð- vitað sú að þeir sem semja próf hafi skýra hugmynd um það sem þeir ætla að mæla með prófinu. Vitneskja um að próf mæli það sem því er ætlað að mæla getur komið úr ýmsum áttum og mismunandi leiðir farnar til að afla slíkrar vitneskju. Ein tegund réttmætis er svokallað sýndar- réttmœti. Með því er átt við að þeir sem þekkja til innihalds prófsins og þeir sem þreyta það finnist að prófið mæli tiltekna námsþætti. Væru til dæmis nem- endur og kennarar spurðir hvað þeim finnist einstakir prófhlutar í ensku eða dönsku mæli væru svör þeirra hluti af því sem væri nefnt sýndarréttmæti - það sem prófið virðist mæla í hugum þeirra sem þekkja til eða þreyta prófið. Próf í stærðfræði þarf að líta út eins og stærðfræðipróf en ekki eins og til dæmis lestrar- próf. Sama á við um próf í dönsku eða ensku. Segjum að flestar prófspurningar í ensku- prófi væru á íslensku og nemend- ur svöruðu líka á íslensku. í slíku prófi gætu einhverjir orðið óánægðir og dregið í efa að 9

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.