Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 16
Það tók mig nokkra daga að átta mig á hinni spurningunni: „Geturðu þá látið þau lesa heima?“ Það kom í ljós að í flest- um tilfellum voru ekki til bækur handa öllum heldur bekkjarsett sem geymd voru í skólunum, og þá skildi ég enn síður þann ár- angur sem náðst hefur. Þessir tveir daga í Riga voru ekki síður áhugaverðir fyrir okkur gestina en lettnesku kenn- arana. Þegar við komum í Norræna menntaskólann þar sem námsstefnan var haldin töl- uðum við Norðurlandabúarnir um hvað það væri mikil synd að ekki væru til peningar til að halda skólanum við, en hann hlyti að vera 30-40 ára gamall. Það kom síðar í ljós að hann var tekinn í notkun 1991 og var hreint með ólíkindum hve niðurníddur hann var. Kennslugögn önnur en taflan og krít (ekki of mikið af henni) voru varla til en þó hafði tekist að safna saman myndvörpum og öðru sem við gestirnir þóttumst ekki geta verið án. Það af borginni sem við sáum mest var gamli bærinn, þar sem er mikið af fallegum húsum í Jugend-stíl og sem nú er farið að mála og gera upp að öðru leyti. Vonandi kemur síðan að skóla- húsnæðinu, en mér skildist að þessi nýi skóli þætti mjög glæsi- legur. Einn dagur fór svo í heim- sóknir í menntamálaráðuneytið og skólaskrifstofu Rigaborgar. Við hittum fyrir bæði stjórnmála- menn og embættismenn og það var augljóst að allir höfðu mikinn áhuga á að bæta menntunina heima fyrir og ná sem mestum tenqslum við Norðurlönd. I Liepaja endurtökum við það sama og í Riga, nema hvað ég og finnskukennarinn þurftum að finna nýtt efni, þar sem ekki var um nemendur í dönsku og finnsku að ræða í Liepaja, svo við fengum okkar nemendur með frá Riga. Ég er mjög þakklát fyrir þessa daga í Lettlandi og að hafa fengið tækifæri til þess að kynn- ast þeim nemendum og kenn- urum sem ég hitti. Mér fannst þeir Lettar sem ég kynntist vera ákveðnir, bjartsýnir og stoltir og séu þeir dæmigerðir fyrir þjóð- ina held ég að hún þurfi engu að kvíða í framtíðinni. Kirsten Friðriksdóttir Verslunarskóli íslands SAMTÖK MÓÐURMÁLSKENNARA OG FÉLAG DÖNSKUKENNARA Norrænt vetrarnámskeið fyrir framhaldsskólakennara í Danmörku 17.-20. mars 1994 Efni námskeiðsins er nútíma leiklist og leikræn tjáning (Moderne drama og teater). Fyrirlesarar koma frá öllum Norðurlöndum. Námskeiðið verður haldið á Schæffergárden en gist verður á Gentofte Hotel. hátttökugjald er 750 Dkr. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Þátttaka tilkynnist til Magnúsar Magnússonar, h.s. 677441, v.s. 36410. Væntanlegir þátttakendur eru minntir á STRÍB-styrkinn og Vísindasjóð HÍK eða samsvarandi styrki hjá KÍ. DÖNSKUKENNARAR! - DÖNSKUKENNARAR! Fjórða bókin í bókaröðinni VIDEO I SKOLEN er komin út: SKYGGEN AF EMMA í bókinni eru: • verkefni (með Ijósritunarrétti) sem tengjast samnefndri kvikmynd eftir Soren Kragh Jacobsen • glærur með lausnum á þeim verkefnum sem hafa eina rétta lausn • ábendingar til kennara um notkun myndarinnar • fróöleikur um gerð myndarinnar í bókarööinni VIDEO I SKOLEN eru áður komnar út 3 bækur: Otto er et næsehorn • Vil du se min smukke navle • Isfugle NAMSGAGNASTOFNUN Laugavegi 166 • 105 Reykjavík • Sími 91-2 80 88 16

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.