Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.11.1993, Blaðsíða 22
ER STflÐfl KYNJANNA JÖFN í SPÆNSKU KENNSLUBÓKINNI „ESPANOL 2000“? I skýrslu starfshóps mennta- málaráðuneytisins frá 1990, „Jöfn staða kynja í skólum“, eru sett fram markmið sem eiga að stuðla að jafnrétti kynjanna í skólum. „Meginmarkmið. I skólastarfi skal leitast við að efla sjálfstæði og sjálfsvirð- ingu bæði stúlkna og drengja og búa þau jafnt undir virka þátttöku í fjölskyldulífi, at- vinnulífi og mótun samfélags- ins alls. Undirmarkmið. Þess vegna verður að leggja jöfnum höndum áherslu á eftirfarandi þrjú markmið: 1. Að allir einstaklingar, óháð kyni, njóti alhliða menntunar og fái hvatningu til náms í samræmi við áhuga þeirra og þroska. 2. Að tekið verði mið af kynjamun og ólfkri stöðu kynja í öllu skólastarfi. 3. Að konur, reynsla þeirra og kvennamenning verði gerð sýnilegri en áður.“ Þegar „Námsskrá handa fram- haldsskólum", frá 1990, er skoð- uð kemur í ljós að hvergi er minnst á jafnréttismál í skóla- starfi og áðurnefnd markmið hvergi útfærð. Allt frá 1976 hefur verið bann- að með lögum að hanna og nota kennsluefni sem mismunar kynj- unum á einhvern hátt. Höfundum þessarar greinar lék því forvitni á að vita hvernig þessum málum væri háttað í spænskukennslu og við réðumst í greiningu á nám- sefni í spænsku sem við höfðum báðar reynslu af í kennslu. Greining kennsluefnis í spænsku var unnin á s.l. ári og höfðum við að leiðarljósi að greina hvernig kynin - konur og karlar - væru kynnt. Verkið var unnið undir leiðsögn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur, dósents við Háskóla íslands, sem hluti af námskeiðinu „Þroski og menntun unglinga" í uppeldis- og kennslu- fræðinámi við Háskóla Islands. Við ákváðum að greina spænsku kennslubókina- „ESPANOL 2000“ með tilliti til kynjaslagsíðu. Þessi kennslubók hefur verið notuð hér á landi við spænskukennslu um nokkurra ára skeið og sama má segja um mörg nágrannalönd okkar. Til leiðsagnar og leiðbein- ingar við greiningu kennsluefnis- ins studdumst við við greining- arflokkun þeirra Schuster og Van Dyne, spurningardæmi sett fram af Betty Schmitz, ásamt yfirlitsgreinum Guðnýjar Guð- björnsdóttur um sama efni og ís- lenskaðan greiningarlykil hennar fyrir kennsluefni í félagsgreinum. Með þessi hjálpartæki lögðum við upp í athyglisverða rann- sóknarferð um námsefni sem við báðar þekktum úr kennslu, en höfðum aldrei horft á með þess- um nýju gleraugum. Við greindum námsefni sem notað hefur verið til kennslu í fyrstu þremur áföngum í spænsku í framhaldsskólum og tókum aðeins kynningarmyndir með lesköflum fyrstu tveggja áfanganna, en allt myndefni síð- asta áfangans. Úr miklu efni var að moða því kennslubókin er ríkulega skreytt myndefni, en les- textar að sama skapi rýrir. Til að athuga áhrif þessara myndbirtin- ga á nemendur og viðhorf þeirra, völdum við að leggja stutta könn- un fyrir nemendur, sem greint verður frá í lok greinarinnar. Við ræddum einnig við kennara nám- sefnisins til að athuga hvernig þeir vinna með þetta efni. Kynin í spænskuáfanga 103 Lesefni 103 áfangans eru fyrstu 7 kaflar bókarinnar. Hér eru nem- endur að hefja nám í spænsku og má því segja að verið sé að opna dyrnar bæði að málinu og men- ningunni, sem því tengist. I þessum sjö fyrstu köflum eru átta kynningarmyndir. Á þeim er að finna 10 karla og 6 konur. Rétt er að taka fram að við aðgreindum ekki kynin eftir aldri, í stúlkur/konur og drengi/ karla, þar sem allar teikning- arnar eru af fólki á svipuðum aldri, 18 til 30-35 ára. Þegar störf og stéttir þessa fólks eru skoðuð, kemur í ljós að flestir eru námsmenn eða at- vinna er ekki skilgreind. Stéttar- staða er á sama máta óljós, en þó er látið bera á velsæld, með klæðaburði, einkaskólum, eigin húsnæði, bifreiðaeign o.fl. Það er hins vegar mjög áber- andi munur milli kynja á því hver er virkur, gerandinn (ac- tive) og óvirkur (passive) (Schmitz, 1984). Allar myndirnar nema ein sýna virka karla og óvirkar konur. Kynin í spænskuáfanga 203 Þegar skoðað er námsefni áfangans 203, sem eru kaflar 8- 17 í kennslubókinni „Espanol 2000“, kemur eftirfarandi í ljós. Alls eru í þessu námsefni 14 myndir sem gefa til kynna um- fjöllunarefni kaflanna og á þeim er að finna 27 karla og 13 konur. Konurnar eru því ekki hálfdrætt- ingar á við karlana. En tölur segja ekki allt. Ef gerður er listi 22

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.