Málfríður - 15.05.1997, Qupperneq 30
FRÉTTIR - FRÉTTIR - FRÉTTIR
Fréttir af
námskrárvinnu
Eins og tungumálakennurum
er kunnugt hófst vinna við end-
urskoðun aðalnámsskráa grunn-
og framhaldsskóla á síðasta ári.
Síðastliðið haust voru faglegir
umsjónarmenn ráðnir, einn á
hvert námssvið.
Undirrituð var ráðin sem fag-
legur umsjónarmaður á sviði
erlendra tungumála. Fagleg um-
sjón felur í sér ábyrgð á fram-
vindu vinnu við endurskoðun á
hverju sviði.
Sérstök stefnumótunarnefnd,
skipuð fulltrúum frá stjórnmála-
flokkunum, vinnur að stefnu-
mótun á grundvelli nýrra laga
um grunn- og framhaldsskóla.
Stefnumótunarnefnd hefur ekki
lokið störfum þannig að ekki er
ennþá ljóst hvernig stefnumiðin
verða. Sum hafa þó séð dagsins
ljós og verður samkvæmt þeim
lögð áhersla á vísindalæsi, tækni-
menntun, fjarkennslu, símennt-
un og endurskoðun kennslu-
hátta svo eitthvað sé nefnt.
Nefndin hefur ekki enn þá gert
opinbera stefnu sína varðandi
tungumálakennslu sérstaklega
en spennandi verður að sjá
hvernig hún kemur til með að
líta út. í stefnumiðunum skila
sér áherslur sem verið hafa í
deiglunni undanfarin ár og
margt er væntanlega kunnuglegt
þeim sem hafa velt fyrir sér
skólamálum og kennslu.
Sérstök verkefnisstjórn, sem
er skipuð ráðuneytismönnunum
Herði Lárussyni, Hrólfi Kjartans-
syni og Stefáni Baldurssyni, ber
ábyrgð á verkefninu.
Forvinnuhópar eru að komast
á laggirnar. Þegar þetta er skrif-
að, um miðjan mars, hefur ný-
lega verið myndaður forvinnu-
hópur fyrir erlendu tungumálin
og hefur hann þegar haldið sína
fyrstu fundi með faglegum um-
sjónarmanni.
í þeim hópi eru:
Auður Hauksdóttir, tilnefnd
af ráðherra, formaður.
Erna Jessen, fulltrúi Félags
dönskukennara.
Guðrún Matthíasdóttir, full-
trúi Félags þýskukennara
Halla Thorlacius, fulltrúi Fé-
lags enskukennara.
Oddný Sverrisdóttir, tilnefnd
af ráðherra.
Petrína Rós Karlsdóttir, full-
trúi Félags frönskukennara.
Hlutverk þessa hóps er að
setja fram stefnu á sviði tungu-
málakennslu í grunn- og fram-
haldsskóla.
Þegar forvinnuhópur hefur
lokið sínu starfi taka vinnuhópar
til við að móta námsskrá fyrir
hvert og eitt tungumál. Er gert
ráð fyrir einum hóp fyrir grunn-
skólastig og öðrum fyrir fram-
haldsskólastig. Kennarafélögin
gera ráð fyrir að bakhópar styðji
við þá vinnu þegar hún fer af
stað og hafa beðið fagfélögin að
mynda slíka hópa. Varla er raun-
hæft að vinnan við að móta
námsskrár fyrir hverja grein
hefjist fyrr en í haust í fyrsta
lagi.
Ef kennarar vilja koma á fram-
færi athugasemdum og ábend-
ingum, þá er það vel þegið. Vilji
fólk skrifa mér, þá er þetta utan-
áskriftin:
Endurskoðun aðalnámsskráa
grunn- og framhaldsskóla, fagleg-
ur umsjónarmaður á sviði er-
lendra tungumála
Hallveigarstöðum v/Túngötu,
101 Reykjavík
Eða senda mér tölvupóst.
Netfangið mitt er:
gerdur@ismennt. is
Vonandi er að þetta verk
vinnist vei og skili góðum ár-
angri. Því hefur verið lýst yfir að
ferlið eigi að vera opið og að
allir, sem þess óski geti fylgst
með vinnunni. í þeim tilgangi er
verið að setja upp heimasíður.
Slóðin er:
http://www. ismennt. is/vefir/nam
skra/
Gerður Guðmundsdóttir
Frá félagi
dönskukennara
Aðalfundur var haldin í febrú-
ar sl., núverandi stjórn skipa:
Kirsten Friðriksdóttir, formað-
ur.
Hafdís Bára Kristmundsdóttir,
varaformaður.
Þórhildur Oddsdóttir, gjald-
keri.
Kristín Jóhannesdóttir, ritari.
Þyrí Árnadóttir, meðstjórn-
andi.
Jette Dige Pedersen, með-
stjórnandi.
Ása Kristín Jóhannsdóttir,
meðstjórnandi.
30