Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Síða 11

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Síða 11
11 Toni Ros dreymir um að verða barþjónn, taka bílpróf og að fá að sitja málsverð við Nóbelsverðlaunaafhendingu. Hún hefur nú þegar lokið námskeiði í köfun. Hún lýsir sér sem opinni, heiðarlegri og skapandi manneskju – manneskju með hiv. „Stundum hef ég kannski bölvað þessum sjúkdómi. En ég neita að líta á mig sem fórnarlamb og láta vorkenna mér. Ég hef valið að tala opinskátt um það að ég sé með hiv, þetta er bara sjúkdómur rétt eins og sykursýki eða liðagigt.“ Toni er 22 ára og býr í Stokkhólmi. Mamma hennar flutti frá Filippseyjum á níunda áratugnum en hún var hiv-jákvæð án þess að vita af því. Nokkrum árum seinna fæddist Toni og hún smitaðist af veirunni við fæðingu. Eldri systir hennar, sem fæddist á Filippseyjum, var ósmituð. „Í þá daga var lyfjameðferðin við hiv- veirunni frekar léleg og henni fylgdu miklar aukaverkanir. Mamma varð sífellt veikari og þegar ég var sjö ára dó hún úr alnæmi, einmitt þegar ég var að byrja í fyrsta bekk. Þá sagði pabbi mér að hún væri með hiv og að ég væri líka smituð.“ Toni fór á leikskóla sem var eingöngu fyrir hiv-jákvæð börn sem Rauði krossinn rak. Starfsfólkið var sérmenntað og hafði góða þekkingu á sjúkdómnum. „Fyrir okkur var það eðlilegt að fara oft til læknis og að taka lyf á hverjum degi. Þegar ég byrjaði svo í skóla breyttist mikið. Bekkjarfélagar mínir gátu varla kyngt einni magnyltöflu og voru skíthræddir að fara til læknis. Fyrstu fimm árin í grunnskóla var það aðeins skólahjúkrunarfræðingurinn sem vissi að ég væri með hiv. Seinna sagði pabbi einum kennara frá því. Það er óþarfi að vorkenna mér Toni Ros hefur verið hiv-jákvæð frá fæðingu. Hún hefur valið að vera opin með sjúkdóminn til að auka þekkingu fólks á hiv. Ég átti nokkra vini sem ég gisti hjá og foreldrar þeirra vissu að ég væri með hiv. Þau tóku því bara með stökustu ró en ég veit að það voru foreldrar í skólanum sem kröfðust þess að ég myndi hætta í skólanum og þau bönnuðu börnunum sínum að leika við mig.“ Tíu ára gömul fór Toni í skólabúðir fyrir hiv-jákvæð börn. Þetta voru búðir sem Christina Ralsgård, ráðgjafi á Karólínska háskólasjúkrahúsinu, setti á laggirnar. Í fyrsta skipti síðan í leikskóla hitti hún önnur börn sem deildu sömu reynslu og hún. Hún fékk líka meiri upplýsingar um sjúkdóminn. „Líf mitt er bara eins og hjá öðrum jafnöldrum mínum. Það sést ekki utan á mér að ég sé hiv-jákvæð og það er ekkert hættulegt að koma í heimsókn til mín eða umgangast mig. Það eina sem er hættulegt eru röng viðhorf gagnvart okkur sem erum með hiv. Toni tekur lyf tvisvar á dag. Það gengur bara vel, segir hún. Lyfin sem hún fékk áður höfðu aukaverkanir og rugluðu fitudreyfingu á líkamanum. Þetta hafði áhrif á líkamslögun hennar. Toni hefur t.d. þurft að láta fjarlægja fitu sem safnaðist á bak. Hún missti fitu úr andlitinu og þurfti að láta setja fyllingu í kinnarnar. Kærasti Toni vissi að hún var með hiv þegar þau byrjuðu saman. Þau nota smokk þegar þau stunda kynlíf. Toni dreymir um að verða mamma einhvern tímann í framtíðinni, en það eru hlutir sem mega bíða. „Í dag er orðið algengt að hiv-jákvæðar konur eignist börn og svo lengi sem þær eru á góðri lyfjameðferð eru hverfandi líkur á að barnið smitist í fæðingunni.“ Toni segir að jafnaldrar hennar viti af því að hiv sé til en þeir virðist halda að fólk geti bara smitast í Afríku. „Þekkingin um hiv er almennt mjög léleg hjá Svíum. Með því að vera opin í sambandi við þessi mál vonast ég til þess að geta aukið skilning fólks á hiv og hvernig það er að vera smitaður. Ef fólk er hrætt við mig eða bregst við á neikvæðan hátt er það þeirra vandamál. Ég stend með sjálfri mér og mínum sjúkdómi. Eini möguleikinn til að losa okkur við ótta og fordóma er að tala opinskátt um hiv.“ Í dag vinnur Toni á öldrunarheimili í Stokkhólmi. Hún hefur ekki ákveðið framhaldið en hana langar í hjúkrunarnám eða þá eitthvað nám þar sem hún getur fengið útrás fyrir sköpunargleðina. „Ég þagði í mörg ár um að vera hiv-jákvæð og ég þekki þá tilfinningu að vita ekki hvort eða hvernig ég ætti að segja frá. Að geta talað opið um þessa hluti veitir mér öryggi og það er mikill léttir. Sumum finnst ég vera hugrökk en þetta er ekki spurning um hugrekki eða styrk heldur um að vera heiðarleg og sýna fólki hver ég er.“ Þýtt og endursagt. LI Hjartamagnýl – Dýrmæt forvörn 75 mg sýruþolnar töur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A ct av is 2 18 09 2 Fyrir þig, hjartað mitt Notkun: Hjartamagnýl sýruþolnar töur innihalda 75 mg af asetýlsalicýlsýru. Hjartamagnýl er tekið til að minnka hættuna á að blóðtappar myndist og fyrirbyggja þannig frekari: Hjartaáföll, heilablóðföll, vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng, sem er í jafnvægi eða óstöðug. Hjartamagnýl er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða til að víkka eða opna æðar. Ekki er mælt með notkun lyfsins við bráðaaðstæður. Það er eingöngu hægt að nota sem fyrirbyggjandi meðferð. Skammtar og lyagjöf: Almennt er ráðlagður skammtur 75 160 mg einu sinni á dag. Töunum skal kyngja heilum með nægilegu magni af vökva. Vegna sýruþolnu húðarinnar skal ekki mylja, brjóta eða tyggja töurnar. Börnum og unglingum yngri en 16 ára skal ekki gefa asetýlsalicýlsýru, nema samkvæmt læknisráði þegar ávinningur vegur þyngra en áhættan. Varúðarreglur: Láttu lækninn vita áður en þú tekur Hjartamagnýl ef þú ert með nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál, ert með eða hefur einhvern tíma verið með vandamál í maga eða smáþörmum, ert með háan blóðþrýsting, ert með astma, frjókornaofnæmi, sepa í ne eða aðra langvinna sjúkdóma í öndunarfærum; asetýlsalicýlsýra getur framkallað astmakast, hefur verið með þvagsýrugigt, færð miklar tíðablæðingar. Þú verður að leita strax til læknis ef einkenni þín versna eða ef þú nnur fyrir alvarlegum eða óvæntum einkennum. Láttu lækninn vita ef þú ætlar að fara í aðgerð þar sem asetýlsalicýlsýra þynnir blóðið. Asetýlsalicýlsýra getur valdið Reye's heilkenni þegar hún er gen börnum. Reye's heilkenni er sjúkdómur sem kemur örsjaldan fyrir og getur verið lífshættulegur. Af þessari ástæðu skal ekki gefa börnum yngri en 16 ára Hjartamagnýl, nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Þú skalt gæta þess að ofþorna ekki þar sem notkun asetýlsalicýlsýru við slíkar aðstæður getur valdið skerðingu á nýrnastarfsemi. Þetta lyf hentar ekki til notkunar sem verkjalyf eða hitalækkandi lyf. Meðganga og brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni eða lyafræðingi áður en lyf eru notuð. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti skulu ekki taka asetýlsalicýlsýru nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Ágúst 2012

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.