Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Síða 28

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2012, Síða 28
MANNRÉTTINDI OG HIV LAGALEG MANNRÉTTINDI: réttindi fólks skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi eiga að vernda fólk frá hvort sem er lagalegu, pólitísku eða siðferðislegu ofbeldi. Stundum er á hreinu hvað telst til mannréttinda (það er skilgreint í lögum) og stundum eru mannréttindi á gráu svæði (ef eitthvað telst til réttinda fólks en er þó ekki skilgreint í lögum) – þess vegna getur verið flókið í sumum tilfellum að leggja dóm á hvað teljist til mannréttinda. Sumir hópar innan samfélagsins eru í meiri hættu en aðrir á því að mannréttindi þeirra séu brotin og þeir sem mæta fordómum eru í meiri áhættu en aðrir hvað það varðar. Nærtækt dæmi um áhrif fordóma á mannréttindi er að samkynhneigðir mega ekki giftast í mörgum löndum. Í sumum löndum telst það til mannréttinda, til dæmis á Íslandi, en á mörgum stöðum í heiminum er það ekki svo. Það er góð tilfinning að vita til þess að íslensk yfirvöld eru framarlega varðandi mannréttindi. Mannréttindi hiv-jákvæðra eru mismundandi eftir löndum Þegar hiv-jákvæður einstaklingur smitar aðra manneskju af hiv- veirunni er misjafnt eftir löndum hvort um lögbrot telst vera að ræða. Í sumum löndum eiga hiv-jákvæðir á hættu að sæta refsingu fyrir það eitt að eiga kynmök við ósmitaða manneskju, jafnvel þótt smit hafi ekki átt sér stað. Í nokkrum löndum er auk þess hægt að dæma hiv-jákvæða manneskju til fangelsisvisar fyrir að leyna smitinu fyrir rekkjunaut sínum, jafnvel þótt um örugg kynmök (kynmök þar sem smokkur er notaður) hafi verið að ræða. Samkvæmt svissneskri rannsókn sem birt var árið 2008, eru hiv- jákvæðir ekki smitberar, svo lengi sem þeir taka lyfin sín á ábyrgan hátt og eru ekki með aðra kynsjúkdóma. Ein af ástæðum þess að sérfræðingarnir í Sviss birtu þessar niðurstöður var að verja lagaleg mannréttindi hiv-jákvæðra. Til dæmis var hiv- jákvæður maður sem átti að dæma til fangelsisvistar í Sviss sýknaður eftir að einn af höfundum svissnesku skýrslunnar, Bernard Hirschel, bar vitni í réttarsal. Það, að einstaklingur sé á hiv-lyfjum og sé með ógreinanlegt veirumagn í blóði ætti því að hafa áhrif á hvernig tekið er á málum sem þessum innan réttarkerfa. Hegningarlög og hiv Í dag er hegningarlögum beitt á fólk með hiv-veiruna sem smitar aðra, eða stofnar öðrum í smithættu. Það hefur þó ekki enn verið sannað hvort það leiði til refsiréttarlegs réttlætis eða komi í veg fyrir frekari smit. Margir sérfræðingar óttast að á meðan hiv-smitun er talin refsiverð, muni það grafa undan lýðheilsu og að þá fari færri í hiv- próf, sem getur síðan torveldað forvarnarstarf, meðferð og umönnun. Öfgakenndar fréttir um hiv-jákvæða sem eru dæmdir fyrir að smita aðra einstaklinga af hiv- veirunni getur aukið á útskúfun, misrétti og sett forvarnaraðgerðir í hættu. Einnig er talað um að refsimál geti stofnað í hættu borgaralegum réttindum, t.d. friðhelgi einkalífsins. Hegningarlög á Íslandi? Hegningarlögin eru nokkuð mismunandi eftir löndum. Á Íslandi eru ekki til nein ákvæði í lögum sem fjalla sérstaklega um hiv. Hingað til hefur ekki reynt á hvort refsilögjöf myndi verða notuð ef hiv-jákvæður einstaklingur smitaði aðra manneskju, né heldur ef hiv- jákvæður hefði stofnað annarri manneskju í hættu á að smitast af hiv-veirunni. Hegningarlög og hiv á Norðurlöndunum Í Danmörku ná hegningarlögin til þeirra sem setja aðra í hættu á hiv-smiti án tillits til þess hvort að smit hafi átt sér stað. Þessi lög eru til verndar einstaklingnum en ekki samfélaginu í heild. Lagagreinin nær bara yfir hiv en ekki aðra smitsjúkdóma, svo sem lifrarbólgu. Þetta þykir vera nokkuð ósanngjarnt gagnvart hiv- jákvæðum. Í Finnlandi er það einnig svo að hegningarlögin ná til hiv-jákvæðra sem setja aðra manneskju í þær aðstæður að geta smitast af veirunni, jafnvel þótt smit hafi ekki átt sér stað. Þessi lög eru því líka sett til verndar einstaklingnum en ekki samfélaginu í heild. En þótt að finnsku lögin kveði á um að tilraun til að smita annann af smitsjúkdómi sé refsiverð, eru engin ákvæði sem kveða sérstaklega á um hiv-veiruna. PÓLITÍSK MANNRÉTTINDI: réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki, hvort sem þau eru samþykkt í alþjóðasamþykktum eður ei. SIÐFERÐISLEG MANNRÉTTINDI: réttindi sem allir menn hafa óháð staðbundnum kringumstæðum, til dæmis óháð samfélagsgerð eða efnahag. Það eru til þrennskonar tegundir af mannréttindum:

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.