Fréttablaðið - 28.01.2021, Page 4

Fréttablaðið - 28.01.2021, Page 4
DÓMSMÁL Fyrrverandi íbúar á Bræðraborgarstíg 1 og aðstand- endur þeirra sem létust í brun- anum mikla í sumar, fara fram á að ákvörðun sýslumanns um að hafna kyrrsetningarkröfu gegn HD verki verði snúið við. Var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Fyrir hönd umbjóðenda minna hef ég lagt fram kröfu til héraðs- dóms Reykjavíkur um að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumanns þar sem kyrrsetningu á eignum var synjað,“ segir Guðbrandur Jóhann- esson lögmaður fólksins, sem eru 17 manneskjur talsins. HD verk seldi nýlega Bræðra- borgarstíg 1 og 3 til vistfélagsins Þorpsins sem hyggst rífa rústirnar og reisa smáíbúðir í staðinn. Þar sem ekki er hægt að kyrrsetja húsin sem seld eru, er spjótunum beint að öðrum eignum HD verks sem eru þó skuldsett. „Umbjóðend- ur mínir vilja með þessari aðgerð tryggja að eignir séu tiltækar, er endanlegur dómur í skaðabótamáli þeirra liggur fyrir,“ segir hann. Málið er komið í f lýtimeðferð og vonast Guðbrandur til að niður- staða fáist á næstu sex vikum. – khg UMHVERFISMÁL Ábúandi á Laxa- mýri í Norðurþingi óttast riðu smit og ágang fugla vegna dreifingar gors úr sláturhúsi í Ærvíkurhöfða. Skipulags- og framkvæmdaráð mælist til þess að dreifingunni, sem hófst í fyrra, verði haldið áfram í ár og smithætta eigi ekki að geta verið til staðar, sé hún rétt framkvæmd. „Við hörmum þetta og gerum ráð fyrir að bærinn taki þá á sig áhættuna og hugsanlegar skaða- bætur verði af þessu tjón,“ segir Jón Helgi Björnsson, bóndi á Laxamýri og forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Í ágúst heimilaði sveitarstjórn kjötvinnslunni Norðlenska að dreifa gori úr sláturtíðinni á Ærvík- urhöfða í landi Saltvíkur sunnan við Húsavík til uppgræðslu. Þar hyggst Kolviður, verkefni Skógrækt- arinnar og Landverndar, planta 270 þúsund trjám á fimm árum. Jón Helgi sendi kvörtun til sveitar- stjórnar vegna dreifingarinnar. Hún færi fram í mikilli nálægð við túnin á Laxamýri þar sem er mikið af fé og er heyjað fyrir gripi. „Það er helst riðan sem við erum hrædd við, en líka aðra sjúkdóma,“ segir Jón Helgi. Þá telur Jón Helgi að ásókn fugla, bæði máva og hrafna, sé óheppileg þar sem dreifingin fari fram nálægt ósum Laxár í Aðaldal. „Þessi staðsetning verður að telj- ast furðuleg í ljósi þess hversu mikið land sveitarfélagið á skammt frá sem er ekki nálægt neinum búskap,“ segir Jón Helgi. „Landið sem verið er að dreifa á núna er ekki mjög stórt og getur ekki enst í mörg ár.“ Heimild Norðurþings til dreif- ingarinnar var háð því að aðeins gori yrði dreift en ekki blóði, byggt á umsögn Matvælastofnunar frá því í júlí. Gorinn sem slíkur er f lokk- aður eins og annar úrgangur úr sauðfé og ekki hætta á smiti eins og með blóði. Silja Jóhannesdóttir, for- maður skipulags- og framkvæmda- ráðs Norðurþings, segir bæinn hafa fengið ábendingu um að blóð hafi sést á svæðinu og það hafi verið kannað. „Það væri alvarlegt ef ekki væri verið að fara eftir því sem lagt var upp með, en við höfum enga staðfestingu á því í myndaformi eða slíku. Okkar starfsmaður gekk um svæðið og sá ekkert blóð. Við næstu dreifingu verður fylgst vel með þessu,“ segir Silja. Til sé heimild til að stöðva verkefnið ef upp kemur að blóði sé dreift. Náttúrustofa Norðausturlands hefur fylgst með dreifingunni og tekið eftir ásókn fugla, aðallega máva. En hún sé þó tímabundin og telur ráðið ásóknina ekki ástæðu til að hætta við verkefnið. Fuglar sæki nú þegar í Laxársvæðið. „Þegar var búið að veita Kolviði leyfi til skógræktar á Ærvíkurhöfða. Við sáum samlegð í því að nota gor- inn frá Norðlenska í því verkefni í samstarfi við Kolvið,“ segir Silja, aðspurð um hvers vegna afskekkt- ari lönd sveitarfélagsins hafi ekki verið valin. kristinnhaukur@frettabladid.is Óttast riðu frá sláturhúsagori Sveitarstjórn Norðurþings hefur heimilað að gori úr sláturhúsi Norðlenska verði dreift í Ærvíkurhöfða til uppgræðslu. Bóndinn á Laxamýri lýsir sveitarfélagið ábyrgt, sýkist fé hans af riðu úr úrganginum. Gori úr sláturtíðinni var dreift yfir Ærvíkurhöfða í haust í því skyni að græða upp skóg á svæðinu. MYND/KK Það er helst riðan sem við erum hrædd við, en líka aðra sjúkdóma. Jón Helgi Björns- son, bóndi á Laxa- mýri STJÓRNMÁL Líklegt er að stillt verði upp á lista Viðreisnar í öllum kjör- dæmum. Í Suðvesturkjördæmi verður for- maðurinn, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, án efa áfram í forystu. Fyrsti formaður f lokksins, Bene- dikt Jóhannesson, hefur sagst vilja vera í forystu á suðvesturhorninu. Viðreisn hefur bætt töluvert við sig fylgi í könnunum og gæti því fjölgað þingmönnum. Allir fjórir þingmennirnir eru af höfuðborgar- svæðinu; tveir í Kraganum og einn í hvoru Reykjavíkurkjördæminu, þær Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Varaformaðurinn Daði Már Kristófersson sækist ef laust eftir forystusæti í Reykjavík og því gæti uppstillinganefnd látið aðra hvora þingkonuna víkja fyrir honum. Þess má geta að Þorbjörg var í öðru sæti á eftir Þorsteini Víg- lundssyni fyrir síðustu kosningar. Regla um fléttulista er við upp- stillingu hjá Viðreisn. Einnig er litið til þess að hafa jafnvægi milli kynja meðal oddvita í kjördæmunum sex. Í Reykjavík eru María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarkona for- mannsins, Dóra Sif Tynes og Diljá Ámundadóttir orðaðar við fram- boð. Nokkrir bæjarfulltrúar eru líklegir til að vera á listum á höfuð- borgarsvæðinu, þeirra á meðal Karl Pétur Jónsson, Sara Dögg Svanhild- ardóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir og Einar Þorvarðarson. Viðreisn náði aðeins tveggja til þriggja prósenta fylgi á lands- byggðinni í síðustu kosningum. Fáir hafa verið nefndir til framboðs þar en Guðmundur Gunnarsson, fyrr- verandi bæjarstjóri á Ísafirði, hefur lýst áhuga í Norðvesturkjördæmi. Talið er að Viðreisn leiti á Suður- nesin eftir forystu í Suðurkjör- dæmi. Þar eru nefndir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, og Arnar Páll Guð- mundsson formaður kjördæmis- félags flokksins. – aá Þingkona gæti þurft að víkja fyrir nýjum varaformanni Viðreisnar Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og varaformaður Viðreisnar. Við viljum tryggja það eigið fé sem eftir er í félaginu fyrir skaðabótamál sem á eftir að höfða. Guðbrandur Jóhannesson lögmaður Reynt á höfnun kyrrsetningar Þrír létust í eldsvoðanum mikla á Bræðraborgarstíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP ® CHEROKEE Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury: • 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting • Jeep Active Drive I Select Terrain með 4 drifstillingum, • Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera • Leðurinnrétting • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð • Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með bassaboxi • Apple & Android Car Play • Bluetooth til að streyma tónlist og síma ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF FRÁBÆRT VERÐ: 7.990.000 KR. ÖFLUG DÍSELVÉL - 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING SPARNEYTINN - HLAÐINN LÚXUSBÚNAÐI 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.