Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 8
UTANRÍKISMÁL Íslendingar taka
þátt í sameiginlegum þvingunum
Evrópusambandsins gegn stjórn-
völdum í Hvíta-Rússlandi. Í því felst
meðal annars að forseti landsins
Alexander Lúkasjenkó megi ekki
stíga fæti á íslenska grundu.
„Forseti Hvíta-Rússlands er einn
þeirra sem landgöngubann nær til
og því skal Ísland koma í veg fyrir
að hann komi inn í landið eða hafi
hér viðkomu,“ segir í svari utan-
ríkisráðuneytisins við fyrirspurn
Fréttablaðsins.
Önnur ríki sem taka þátt í þving-
unaraðgerðunum eru EES-ríkin
Noregur og Liechtenstein sem og
þrjú umsóknarríki, Norður Make-
dónía, Svartfjallaland og Albanía.
Samkvæmt utanríkisráðuneytinu
felast aðgerðirnar í landgöngubanni
tiltekinna einstaklinga, frystingu
fjármuna, banni við vissum þjón-
ustuviðskiptum, vopnasölubanni
og sölubanni á búnaði til bælingar
innanlands.
Evrópusambandið setti þvingan-
irnar á í þremur þrepum fyrir jól og
ná þær nú til alls 84 háttsettra ein-
staklinga í hvít-rússneska kerfinu.
Meðal annars ráðherra, háttsettra
löggæslumanna, herforingja, erind-
reka, hæstaréttardómara og hátt
settra yfirmanna stofnana á borð
við ríkissjónvarpið.
Evrópusambandið hefur þegar
lýst því yfir að Lúkasjenkó sé ekki
réttkjörinn forseti Hvíta-Rúss-
lands, en hann á að hafa sigrað með
rúmlega 80 prósentum atkvæða í
ágúst síðastliðnum. Framkvæmd
kosninganna hefur verið harðlega
gagnrýnd víða um heim og mikil
mótmæli brutust út í kjölfar þeirra.
Flúði mótframbjóðandinn Svetl-
ana Tsíkhanóskaja til Litháens en
Lúkasjenkó var svarinn í embætti í
kyrrþey. Hafa meira að segja Rússar,
nánustu bandamenn Lúkasjenkós,
viðurkennt að framkvæmd kosn-
inganna hafi ekki verið eins og best
verður á kosið.
„Rétt eins og mörg önnur lýð-
ræðisríki bera íslensk stjórnvöld
brigður á framkvæmd forsetakosn-
inganna sem fram fóru í Hvíta-Rúss-
landi í ágúst síðastliðnum og telja
þær hvorki hafa farið fram í sam-
ræmi við alþjóðlegar skuldbind-
ingar Hvíta-Rússlands né standast
viðmið um lýðræði og réttarríki,“
segir í svari utanríkisráðuneytisins.
Einnig var vísað í sameiginlega
y f irlýsing u utanr ík isráðher ra
Norðurlandanna og Eystrasalts-
ríkjanna frá því í ágúst um að fram-
ganga stjórnvalda í Minsk yrði ekki
látin óátalin. Sagði Guðlaugur Þór
Þórðarson ráðherra að kúgunin og
valdníðslan væru með ólíkindum.
Hundruð mótmælenda voru
handtekin og látin dúsa þröngt.
Lýstu margir þeirra pyndingum og
ómannúðlegri meðferð af hálfu lög-
reglunnar og nokkrir létust. Meðal
þeirra sem handteknir hafa verið
eru um 50 blaðamenn sem voru
ekki að taka þátt í mótmælunum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Forseti Hvíta-Rúss-
lands er einn þeirra
sem landgöngubann nær til
og því skal Ísland koma í veg
fyrir að hann komi inn í
landið eða hafi hér við-
komu.
Svar utanríkisráðuneytisins
Lúkasjenkó fær ekki að stíga
fæti sínum á íslenska grundu
Alexander Lúkasjenkó og 83 aðrir háttsettir Hvít-Rússar mega ekki stíga fæti á íslenska grundu. EES
ríkin og þrjú umsóknarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að taka þátt í þvingunaraðgerðum sam-
bandsins gegn Hvíta-Rússlandi eftir vafasamar kosningar og ofbeldi stjórnvalda gegn mótmælendum.
Lúkasjenkó svarinn í embætti í kyrrþey eftir mótmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
JAPAN Japanski bílaframleiðandinn
Nissan stefnir á að allir bílar hans
verði rafvæddir snemma á næsta
áratug.
Nissan segist munu beita sér
fyrir nýjungum í rafvæðingu til að
ná kolefnishlutleysi fyrirtækisins
fyrir árið 2050.
Þá kveðst Toyota stefna á að selja
að minnsta kosti 5,5 milljónir raf-
magnsbíla, eða um helming af sölu
sinni á heimsvísu, árlega eftir 2025.
Honda hyggst rafvæða tvo þriðju
bíla sinna árið 2030. – atv
Framleiða sífellt
fleiri rafbíla
Rafbíllinn Nissan Ariya.
BANDARÍKIN Bandaríkin hafa heit-
ið að endurvekja aðstoð við Palest-
ínu sem var lögð niður á valdatíma
Donalds Trump.
Richard Mills, sendiherra Banda-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum, sagði fyrir Öryggisráðinu að
Joe Biden Bandaríkjaforseti styddi
tveggja ríkja lausn Ísraels og Palest-
ínu. Mills tók fram að Bandaríkin
myndu einnig halda áframhaldandi
stuðningi sínum við Ísrael.
Palestínumenn slitu samskiptum
við stjórn Trumps árið 2017. – atv
Aðstoð send til
Palestínu á ný
LAND ROVER Discovery 5 SE
Nýskr. 5/2019, ekinn 32 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 10.890.000 kr.
Rnr. 420562.
RANGE ROVER VOGUE TDV6
Nýskr. 7/2015, ekinn 58 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 12.890.000 kr.
Rnr. 420564.
JAGUAR F-PACE 180D
Nýskr. 9/2018, ekinn 21 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 8.190.000 kr.
Rnr. 420565.
JAGUAR - LAND ROVER
Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík
525 6500 / jaguarlandrover.is
Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum
gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla.
Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag.
NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR
LAND ROVER Discovery Sport HSE R-dynamic
Nýskr. 11/2019, ekinn 15 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 9.990.000 kr.
Rnr. 147678.
JAGUAR I-PACE S EV400
Nýskr. 1/2020, ekinn 11 þús. km,
rafmagn, sjálfskiptur.
Verð 9.690.000 kr.
Rnr. 147748.
JAGUAR E-PACE SE 150D
Nýskr. 11/2019, ekinn 11 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð 7.890.000 kr.
Rnr. 147607.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
0
4
1
9
1
J
a
g
u
a
r
n
o
ta
ð
ir
6
b
íl
a
r
5
x
2
0
2
8
ja
n
SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6
2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð