Fréttablaðið - 28.01.2021, Page 12

Fréttablaðið - 28.01.2021, Page 12
Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Stafafellsfjöll kallast fjallgarðar og dalir upp af Lóni við austanverðan Vatna­jökul, á svæði sem á síðari árum er oftast kallað Lónsöræfi. Þetta er eitt stærsta friðland á Íslandi, alls 320 km² að flatar­máli, og ótvírætt náttúruperla á heims­ mælikvarða. Stafafellsfjöll eru nefnd eftir jörðinni Stafafelli, sem er frá fornu fari sú stærsta í Lóni með fjölda hjáleiga og kirkju. Heiti þessara litríku fjalla minnir á orðtakið „að falla í stafi“, því að allir sem koma í Stafafellsfjöll hrífast af fegurð­ inni. Litadýrð Stafafellsfjalla tengist líparíti, súru gosbergi, sem einnig hefur verið kallað ljósgrýti og er að finna í miklum mæli í fjöllum á Víkna­ slóðum og Torfajökulssvæðinu. Auk þess skarta Stafafellsfjöll holufyllingum eins og kvarsi og geislasteinum, sem auka á mikilfengleika þeirra. Hreindýrum bregður fyrir en oftar sauðfé, sem kann vel við sig í birkiskógi sem víða teygir sig inn í gil og grasbala eins og við Smiðjunes. Þar er snoturt og vel falið tjaldstæði, en einnig má gista á Stafafelli. Frá Smiðjunesi býðst fjöldi skemmtilegra gönguleiða, til dæmis að Austurskógi. Þaðan má halda áfram göngunni að Illakambi og Múla­ skála sem liggur í hjarta Lónsöræfa. Styttri ganga liggur inn í Hvannagil sem er eitt litríkasta gil á Íslandi. Gengið er frá Smiðjunesi að mynni gilsins við Hvannagilshnútu, en einnig má aka þangað. Síðan tekur við þægileg ganga inn gilið sem smám saman þrengist. Á leiðinni blasa við litríkar berg­ myndanir en stiklað er á steinum yfir á sem liggur eftir gilsbotninum. Loks virðist sem Hvannagil taki skyndilega enda, en þá birtist á vinstri hönd eins konar afdalur undir hlíðum sérlega litríks Melrakkafells. Til að ná sem bestu útsýni er haldið upp brekkur hægra megin árinnar og sést þá í tröllvaxinn bergstand innar í afdalnum. Um er að ræða leifar berggangs, en þeir liggja þarna víða þvert á árfarvegi og torvelda göngu eftir þeim. Þarna eru tilkomumikil gljúfur en með því að ganga upp með ánni má komast yfir hana. Síðan má ganga með fram ánni hinum megin aftur niður í Hvannagil. Þessi krókur er erfiðisins virði því þarna birtist fjöldi fossa sem ann­ ars eru í feluleik og minnir litadýrðin á björtum degi helst á olíumálverk. Þarna geta skriður verið lausar undir fæti og því sjálfsagt að notast við göngustafi svo ekki verði slys þegar fallið er í stafi. Fallið í stafi í litagili Horft inn litríkt Hvannagil sem einnig skartar birki og tærri bergvatnsá. MYND/ÓMB Melrakkafell í Hvannagili minnir einna helst á olíumálverk. MYND/ÓMB Innst í Hvannagili er fallegur svartur bergstandur umkringdur litríkum líparítskriðum. MYND/TG 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.