Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.01.2021, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það boðar ekki gott að leggja í baráttu fyrir betri heimi með refsi- gleðina að sínu aðal- vopni. Er hægt að setja sömu kröfur um hagkvæmni og arð á starfsemi sem er hluti af lausninni gegn lofts- lagsvand- anum? Einhverjir þingmenn, aðallega á vinstri vængnum, lifa í þeim misskilningi að það sé hlutverk þeirra að ala þjóðina upp og beita hana hörku hagi hún sér ekki sómasamlega. Ein birtingarmynd þessa er frumvarp sem Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, áður Vinstri græn en nú Samfylkingarkona, hefur lagt fram ásamt fleiri þingmönnum, en þar á að gera það refsivert að afneita Helförinni. Tveggja ára fangelsi gæti beðið þess sem það gerir. Nú er það svo að fólk hefur alls konar skoðanir, sumar eru súrrandi vitlausar og misbjóða skyn- semi annarra. Sá sem heldur því fram að Helförin sé tilbúningur lifir ekki í raunveruleikanum og er að afneita einni blóðugustu staðreynd mannkyns- sögunnar. En á sú skoðun sjálfkrafa að kalla yfir hann refsingu? Það er erfitt að kinka kröftuglega kolli við því. Áðurnefnt frumvarp ber vott um ákaft daður við refsigleði, en þingmennirnir sem styðja það telja sig örugglega vera í leiðangri sem byggist á því að gera heiminn betri. Til að svo geti orðið telja þeir að gera þurfi f leira en gott þykir. Það þarf að hafa uppi á þeim sem eru illa þenkjandi eða fáfróðir og refsa þeim í þeirri von að þeir sjái að sér. Refsingunni er ætlað að bæta þá. Þetta minnir nokkuð á söguna þekktu um föðurinn sem hýddi son sinn rækilega og sagði við hann: „Ég finn miklu meira til en þú.“ Í þessum efnum er fræðsla mun skynsamlegri og mannúðlegri leið en hörð refsing sem oft gerir lítið annað en að herða þann sem fyrir henni verður. Ef við byrjum á annað borð að refsa þeim sem afneita Hel- förinni þurfum við þá ekki að horfa víðar? Hvað með þá sem segja brandara um minnihlutahópa, á ekki að hafa uppi á þeim og refsa þeim fyrir ósmekklega kímnigáfu? Hvað með netsóðana sem ganga lausir og hatast við allt og alla, eiga þeir virkilega að sleppa og fá óáreittir að hella ömurlegum skoðunum sínum yfir landslýð? Og hvað með Útvarp Sögu, sem er í gangi allan sólarhringinn, verður ekki að loka henni? Verður ekki að fara að ganga hraustlega til verks og útrýma ósómanum hvar sem hann fyrirfinnst? Við erum komin á hættulegan stað þegar við erum farin að spyrja hvaða skoðun hverju sinni sé svo vitlaus eða hættuleg að hún kalli á refsingu. Miklu brýnni spurning er hvort það sé yfirleitt réttlætan- legt að refsa fólki fyrir skoðanir sínar og hóta því frelsissviptingu og fangelsi. Stundum hefur verið ástæða til að andvarpa yfir Pírötum, en svo koma þær stundir, eins og núna, að ástæða er til að klappa þá upp. Helgi Hrafn Gunn- arsson, þingmaður Pírata, hefur talað rösklega gegn frumvarpinu um að refsivert verði að afneita Helförinni og segir mistök að berjast gegn nýfasisma með þessum hætti og telur það engu skila. Félagar hans í Pírötum hljóta að vera sama sinnis, eins og vonandi þingmenn fleiri f lokka. Það boðar ekki gott að leggja í baráttu fyrir betri heimi með refsigleðina að sínu aðalvopni. Því miður virðist góða fólkinu í Samfylkingunni fyrirmunað að skilja það. Afneitunin Kapítalisminn kom okkur á þann stað að framtíð okkar er óviss. Með sífellt meiri framleiðslu og neyslu, með það að markmiði að vaxa í sífellu með sem lægstum tilkostnaði, höfum við búið til vanda sem ógnar sjálfri tilvist okkar. Við þurfum að berjast gegn loftslagsvánni með öllum tiltækum ráðum. Getur kapítalisminn orðið hluti af þeirri lausn? Við vanda af þessari stærðargráðu þarf lausnir sem eru þvert á þau kerfi sem komu okkur hingað. Í stað markaðarins þurfum við kannski samhæft skipulag sem aðeins stjórnvöld eru hæf um, eða grasrót ein- staklinga óháð markaði. En þó við sláum baráttunni við kapítalismann ekki á frest eigum við að nýta hann til að berjast gegn loftslagsvánni. Ef ekki má hefjast handa fyrr en kapítalisminn hefur verið lagður að velli, er ég hræddur um að það verði of seint. Kapítal- isminn mun selja okkur reipið í gálgann sinn, sagði Lenín jú. Við þurfum á öllu að halda í baráttunni. Á að meta lánsumsókn fyrirtækis sem framleiðir vörur sem nýtast í baráttunni gegn loftslagsvánni á sama hátt og frá fyrirtæki sem framleiðir vörur sem vinna gegn loftslagsmarkmiðum? Á framleiðsla sem eykur við loftslagsvána yfir höfuð að fá lána- fyrirgreiðslu? Er hægt að setja sömu kröfur um hag- kvæmni og arð á starfsemi sem er hluti af lausninni gegn loftslagsvandanum? Má slík starfsemi skila tapi eftir hefðbundnum skilgreiningum hagfræðinnar, því samfélagslegur ávinningur er svo mikill? Þessum spurningum og fleiri þarf að svara. Hvernig nýtist fjármálakerfið í baráttunni við loftslagsvána? Getur fjármálakerfið verið grænt? Fjármálafyrir- tæki og lífeyrissjóðir hafa þurft að setjast yfir það hvaða áhrif loftslagsváin hefur á útlánastarfsemi sem og hvaða áhrif lánastofnanirnar geta haft á lofts- lagsvána. Í dag, klukkan 12.15, verður fundi um málið streymt á Facebook-síðu minni. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, og Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, ræða við mig. Þar munu þessar spurningar og fleiri koma upp. Ég hvet öll til að mæta. Við þurfum á öllu að halda Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna Marshall-aðstoðin Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkis- stjórnarinnar og fyrrverandi alþingismaður, væri að íhuga að gefa kost á sér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir næstu þingkosningar. Alveg óvitlaust í ljósi þess að kannanir benda til þess að VG veiti ekkert af allri þeirri hjálp sem í boði er. Lönd í Evrópu gerðu sér að góðu aðstoð frá Bandaríkjunum, kennda við utanríkisráðherrann George Marshall, til þess að reisa sig úr rústum seinni heimsstyrjaldar- innar og vel má vera að með aðstoð Róberts Marshall geti vinstri hreyfingin græna hrist af sér lamandi krumlur heims- faraldursins og samstarfsins við Sjálfstæðisf lokkinn. Málsvörn á heimavelli Umtöluð og umdeild Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kemur út í dag og Jón Ásgeir mun ætla að fagna bæði útgáfunni og afmæli sínu á 101 hótel í dag en þótt þjóðskrá skrái Jón til afmælis í gær þá er réttur fæðingardagur hans 28. janúar. Fjöldamörk sóttvarna verða vitaskuld virt en örfáir vel valdir gestir munu hafa fengið boð í hófið sem er haldið á heimavelli þar sem Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, hannaði hótelið sem hún á. toti@frettabladid.is Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.