Fréttablaðið - 28.01.2021, Side 18

Fréttablaðið - 28.01.2021, Side 18
Síðastliðinn áratug hafa Íslands-banki og Landsbankinn greitt eiganda sínum (íslenska rík- inu) háar fjárhæðir í arð. Hvers vegna ætti að selja minnihluta í Íslandsbanka og gera bankann að almenningshlutafélagi, eins og til stendur að gera, þegar ríkissjóður getur haldið hlutnum og fengið þessar arðgreiðslur áfram? Fjári góð spurning, sem kemur beint að kjarna málsins í verðmati hluta- bréfa. Ef þið hafið verið að velta þessu fyrir ykkur, velkomin á hluta- bréfamarkaðinn. Hlutabréf geta verið verðmæt vegna þess að þeim fylgir mögu- leiki á arðgreiðslum í framtíðinni, ef vel gengur í rekstrinum. Ef illa gengur geta þau aftur á móti orðið verðlaus. Hluthafar reyna að geta sér til um hverjar arðgreiðslurnar gætu orðið og selja ekki hlut sinn nema fyrir greiðslu sem þeir telja jafngilda þessum vænta arði. Mögu- legir kaupendur framkvæma sams konar mat. Í þessari leikfimi þarf einnig að huga að því að króna í dag er ekki það sama og króna á morgun. Þegar við berum saman þessar tvær leiðir, það er að eiga hlutinn áfram og eiga möguleika á arðgreiðslum í fram- tíðinni við þann kost að fá fasta greiðslu í dag, þurfum við því að taka tillit til þessa. Aðlaga fjár- hæðirnar sem við gætum fengið í framtíðinni að einhverju sem okkur þætti jafngilt að fá í dag. Þetta heitir að núvirða. Þeim mun lengra þar til við fáum greiðsluna þeim mun lægri er jafngild fjár- hæð í dag. Hversu miklu munar fer einnig eftir því hvað við gætum gert annað við þetta fjármagn í dag, sem endurspeglast gjarnan í vaxtastig- inu. Þeim mun hærri vextir, þeim mun meira þarf til að bæta okkur upp biðina eftir mögulegum arð- greiðslum. Til að f lækja málin enn frekar þá er þetta einnig spurning um að fá fasta fjárhæð fyrir allan hlutinn í dag eða fá óvissar arðgreiðslur í framtíðinni. Mögulega hærri arð- greiðslur, mögulega lægri og mögu- lega engar. Seljendur fá að jafnaði minna fyrir sinn snúð ef óvissan er mikil, í skiptum fyrir örugga fjár- hæð í dag. Hálfgerða tryggingu, í formi afsláttar. Þegar kemur að því að meta hversu háar arðgreiðslur eigendur fyrirtækis gætu átt von á í framtíð- inni er varasamt að byggja einungis á fortíðinni. Í tilfelli bankanna hefur verið bent á að arðgreiðslur síðastliðinn áratug hafi að ein- hverju leyti litast af uppgjöri vegna hrunsins og endurspegli því ekki endilega getu þeirra til að greiða arð síðar meir. Enginn veit þó fyrir víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Loks gætu einhverjir haft væntingar um að nýjum eigendahópi fylgdi þekk- ing og aðhald, sem myndi jafnvel skila sér í bættum rekstri og hærri arðgreiðslum í framtíðinni. Tveir íslenskir bankar eru nú þegar skráðir á hlutabréfamarkað, það eru Arion banki og Kvika banki. Eigendur þeirra, fjárfestar, greining- araðilar og aðrir sem eru áhugasamir um hlutabréfaviðskipti eru því stöð- ugt að framkvæma mat í samræmi við ofangreint, mat sem breytist einnig í takti við nýjar upplýsingar og aðstæður. Úr verður lifandi sam- spil framboðs og eftirspurnar, sem myndar svokallað markaðsverð. Það verð gefur ákveðnar vísbendingar um hvaða væntingar fjárfestar gera til mögulegra arðgreiðslna íslenskra banka í framtíðinni. Að selja minnihluta í Íslands- banka með almennu útboði og skráningu á skipulegan verðbréfa- markað, með tilheyrandi kröfum um gagnsæi, felur í sér að ríkis- sjóður fær fyrir sinn snúð fjárhæð sem fjárfestar telja jafngilda þeim mögulegu arðgreiðslum sem hann gefur eftir með sölunni. Ef ríkið er ósammála því mati og hefur vænt- ingar um að fullnægjandi verð fáist ekki fyrir hlutinn fellur málið vænt- anlega um sjálft sig, eins og gerðist í reynd í mars á síðasta ári þegar Bankasýsla ríkisins afturkallaði tillögu um að hefja söluferli á hlut í Íslandsbanka. Verð og verðmæti er vissulega bara einn hluti jöfnunnar í ákvörð- un um sölu á hlut ríkisins í Íslands- banka. En hlutabréfamarkaðurinn skiptir okkur öll mun meira máli en f lesta grunar og ég hvet því alla til að kynna sér þessi mál vel og vand- lega. Þeir sem vilja læra meira geta til dæmis sótt gagnvirka fræðslu- fundinn „Hvað fleira viltu vita um fjárfestingar?“, sem við hjá Nasdaq stöndum fyrir með Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann, þann 9. febrúar næstkomandi. Vonandi sjáum við sem flest ykkar þar og fáum áfram að heyra fjölbreyttar og vel ígrund- aðar skoðanir á þessum málefnum. Velkomin á hlutabréfamarkaðinn Baldur Thorlacius framkvæmda- stjóri sölu og viðskipta- tengsla hjá Nasdaq Iceland Líf: frelsi: við flýum í útlagans sporá fjöll undan kröfum og dómum hefðar og anna, höldum við nálgumst þar himin þess draums sem við geymum ... Snorri Hjartarson: Í Eyvindarkofaveri. Frumvarp umhverfis- og auðlinda- ráðherra um þjóðgarð á miðhálendi Íslands hefur verið tekið til þing- legrar umfjöllunar. Frumvarpið er lagt fram í samræmi við sáttmála rík- isstjórnarinnar en þar segir orðrétt: „Stofnaður verður þjóðgarður á mið- hálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Um stjórn þjóðgarðsins Í frumvarpinu er lagt til að Hálendis- þjóðgarður nái yfir um 30% af flatar- máli Íslands, helmingur þess er nú þegar verndaður eða friðaður, til dæmis Vatnajökulsþjóðgarður, Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Hveravell- ir og Landmannalaugar. En nú eru uppi hugmyndir um að stíga miklu stærra skref, ofangreind landsvæði og f leiri verða gerð að þjóðgarði sem nær yfir stóran hluta miðhá- lendisins. Samkvæmt frumvarpinu munu ellefu fulltrúar sitja í stjórn væntanlegs þjóðgarðs, þar af verða sex fulltrúar sveitarfélaga, einn frá sérhverju rekstrarsvæði hans. Að auki verða í stjórninni fulltrúar frá útivistarsamtökum, umhverfis- verndarfélögum, samtökum bænda og ferðaþjónustunnar. Sterk skilaboð Hefðbundin landnýting innan þjóð- garðsins verður rétthöfum heimil, líkt og verið hefur, til dæmis búfjár- beit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum. En í grunninn snýst frumvarpið um náttúruvernd og skynsamlega nýtingu á þeim gæðum og auðlindum sem hálendið miðlar sérhverjum gesti sínum. Í 17. grein frumvarpsins segir: „Óheimilt er að valda spjöllum eða raski á líf- ríki, jarðmyndunum, landslagi og menningarminjum innan Hálendis- þjóðgarðs.“ Með stofnun þjóðgarðsins mynd- ast skipulag og farvegur til að fylgja eftir þessum reglum og mörgum f leirum. Styrkari stoðum verður skotið undir ferðaþjónustu á hálend- inu, ósnortin og ómetanleg víðerni munu njóta tilhlýðilegrar verndar og virðingar, umferð um hálendið verð- ur stýrt með skipulögðum hætti, aðgengi verður bætt og fræðsla og rannsóknir um það efld. Frumvarpið er stórt í sniðum, hvort sem talið er í blaðsíðum eða ferkílómetrum, en það er líka stórt í hugsun. Hér er horft til langrar fram- tíðar og með stofnun hálendisþjóð- garðs stígur Ísland risaskref í nátt- úruvernd og sendir sterk skilaboð til umheimsins og framtíðarinnar. Blómailmsteik í aðalrétt Þær raddir hafa heyrst að með frumvarpinu verði ferðafrelsi skert, frjáls för um hálendið verði heft og alsjáandi ríkisauga fylgi gestum við hvert fótmál. Ekki fæ ég séð að þetta styðjist við staðreyndir. Öllum verður að sjálfsögðu heimil för um þjóðgarðinn og það er segin saga að friðlýsingar stuðla almennt að aukinni umferð, bættu aðgengi, upp- lýsingastreymi og meira ferðafrelsi, þótt vissulega gildi þar ákveðnar umgengnisreglur, líkt og alls staðar þar sem leið okkar liggur. Í þjóðgarðinum verður öllum leyfilegt að njóta landgæða mið- hálendisins um ókomna tíð, saman í hóp eða hvert í sínu lagi. Okkur verður boðið að veisluborði garðs- ins, þar sitja heimamenn og hefðar- fólk, landeigendur og leiguliðar, útlagar og innipúkar. Matseðillinn er einfaldur en nærandi og fullur af fjörefnum: Blómailmsteik með tæru fjallalofti í aðalrétt og óþrjótandi lindarvatn í eftirrétt. Spor útlagans Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjar- stjórnar Mos- fellsbæjar Álag og streita er ástand sem getur leitt til erfiðleika í félagslegum samskiptum, vanlíðunar á sál og álags á líkama. Flestir finna einhvern tíma fyrir streitu. Þegar um er að ræða félags- leg, geðræn eða líkamleg vanda- mál, getum við átt í erfiðleikum með daglegt líf. Slíku fylgir oft ein- angrun og álag á fjölskyldu. Fram hefur komið að á skorti heildarsýn í samvinnu við einstaklinga sem þurfa á þjónustu að halda og upp- lýsingaf læði og samráð sé ekki nægt. Lítil samskipti milli faghópa og stofnana draga úr aðgengi ein- staklinga og bið eftir þjónustu getur haft áhrif á batahorfur og lífsgæði. Mikilvægt er að bregðast skjótt við aðsteðjandi vanda fólks hvort sem hann er félagslegur, geðrænn eða líkamlegur. Skjót og fagleg íhlutun Ein leið að faglegri íhlutun er að hlusta vandlega á það sem fólk hefur um sín mál að segja. Þá eru sjónar- mið ólíkra faghópa mikilvæg. Ann- ars er ekki víst að bestu lausnir komi til skoðunar. Umræður um vandann geta greitt fyrir lausn. Samræður eru leið til þess að láta reyna á hug- myndir og rök, þar sem aðstæður eru ígrundaðar. Þessi aðferðafræði ríkir meðal annars hjá Heilsuvernd og Streituskólanum. Vel getur reynst að kalla saman fjölfagleg teymi. Hvað er best að gera? Einstaklingar stríða oft við félags- leg vandamál sem geta leitt til enn frekari vanda. Félagssaga og greining sálrænna og líkamlegra einkenna eru notuð til þess að kanna og meta aðstæður. Við greiningu á vanda fólks þarf að hafa opinn huga. Hvað veldur tilteknum einkennum? Hvað um félagslegar aðstæður á tímum COVID? Er það eitthvað sem þarf að huga að? Hvert er álit einstaklingsins og aðstandenda? Nauðsynlegt er að tala saman. Lausnir / íhlutun Snemmtæk íhlutun krefst skipu- lagningar, útsjónarsemi og tíma. Þá er reynt að koma til móts við réttindi einstaklinga. Fagfólk í heilbrigðis- þjónustu á að veita bestu mögulegu þjónustu til þess að bæta líðan þeirra sem leita aðstoðar. Einstaklingar eiga rétt á samfelldri þjónustu sem byggir á samstarfi milli heilbrigðis- starfsfólks og stofnana sem hana veita, lögum samkvæmt. Bið eftir aðstoð og úrræðum ætti að heyra sögunni til. Slík bið getur haft ó- afturkallanlegar afleiðingar. Mikilvægt er að hafa í huga að félagslegar aðstæður geta haft mikil áhrif á heilsu og í lögum um heilbrigðisþjónustu er félagsleg heilsa skilgreind sem heilbrigðis- mál. Samræður faghópa og þeirra sem leita þjónustu er mikilvæg. Það skapar traust sem hefur veru- lega mikið að segja varðandi líðan og bata. Ef þessir þættir eru ekki til staðar getur það leitt til tortryggni og vanlíðunar sem getur dregið úr batahorfum og lífsgæðum. Samnýta þarf aðferðir og nýta betur saman- lagða þekkingu. Ríkt samráð ber að hafa við einstaklingana sjálfa og hlusta vandlega á raddir þeirra um þær þarfir, óskir og væntingar sem þeir hafa. Endurhæfing Við sálfélagslega endurhæfingu er hugað að umhverfis- og félags- legum þáttum til þess að athuga hvort vandann megi að einhverju leyti rekja til aðstæðna. Huga þarf að heildarumhverfi þar sem til- gangurinn er að kynnast persónu- leika, félagslegum tengslum og fjölskylduaðstæðum viðkomandi. Áhersla er lögð á að auka ábyrgð og þátttöku einstaklinga í eigin með- ferð og um leið á eigin bata og val- deflingu, meðal annars með því að draga fram það sem viðkomandi er fær um að gera. Samvinna milli þeirra sem vinna að meðferð og þeirra sem vinna að endurhæfingu og við einstaklinginn sjálfan er nauðsyn. Á grundvelli samstarfs tvinnast þættir saman, einstakl- ingum til ávinnings. Lokaorð Þekkt er orðatiltækið „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Að viðhalda virðingu í samskiptum kallar á skilning á daglegu lífi einstaklinga, þörfum, óskum og vilja. Nauðsyn- legt er að styrkja samskipti við fjölskyldu og samstarfsfólk og við- halda tengslaneti sínu. Mikilvægt er að þróa með sér jákvætt hugarfar, vanda samskipti, hreyfa sig reglu- lega og hvíla. Vinna þarf að for- vörnum gegn álagi og streitu áður en í óefni er komið og finna jafn- vægi á milli atvinnu og fjölskyldu- lífs. Það er mikilvægt að nýta þann kraft til sjálfsbjargar sem samgró- inn er hverjum einstaklingi og skjót aðstoð getur haft mikil áhrif. Mikilvægt er að hafa góða yfir- sýn og vinna samhliða og heild- stætt með einstakling og aðra sem tengjast, þekkja félagslegt umhverfi þeirra og vinna f ljótt að úrlausn vandamála með fagfólki. Forvarnir skipta máli, meðal annars að benda á hvernig hægt er að aðstoða við að átta sig á stöðunni og skilja mikil- vægi þess að vinna úr eigin tilfinn- ingum, kunna að setja mörk og forðast streitu. Huga verður að orð- ræðu, umhverfi og andrúmslofti, viðhorfum og viðmóti, sem stuðlar að líðan fólks og virðingu. Reynslan sýnir að viðmót og vinnubrögð sem virða persónu fólks f lýta fyrir bata. Að vera hluti af samfélaginu er mjög mikilvægt fyrir alla. Við erum öll mannleg, reynum að hlúa að því sem mestu skiptir, heill, vellíðan og hamingju. Að ná tökum á tilverunni Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir Sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði hjá Heilsuvernd og Streituskól- anum Þeim mun lengra þar til við fáum greiðsluna þeim mun lægri er jafngild fjárhæð í dag. MYND/AÐSEND 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.