Fréttablaðið - 28.01.2021, Side 32

Fréttablaðið - 28.01.2021, Side 32
Að hanna húsgögn var ávallt í okkar plönum. Heimili þeirra er fágað og hlýlegt þar sem þessir fagur-kerar hafa vandað vel til verka í björtu fallegu húsi hönn- uðu af Sigvalda Thordarsyni. Nú eruð þið bæði arkitektar sem er mjög heillandi, hvernig kom það til og hvar lærðuð þið? Bæði áttum við okkur þann draum að verða arkitektar þegar við vorum yngri, vorum bæði með fyrirmyndir sem kynntu fagið fyrir okkur. Fórum síðan saman í nám í arkitektúr til Bandaríkjanna í listaháskóla sem heitir Savannah College of Art and Design (SCAD) og lukum mastersnáminu árið 2012. Hvernig mynduð þið lýsa heimilinu ykkar? Mikill hraði er á öllu í nútíma- samfélagi, við leitumst eftir því að heimilið búi yfir vissri ró ásamt því að vera persónulegt. Við náum því fram með náttúrulegu efnis- vali og að ofhlaða ekki hlutum inn á heimilið, hver hlutur hefur sína sögu og fær að njóta sín. Eigið þið uppáhalds hlut eða húsgagn á heimilinu? Listaverk eftir vini okkar, keramik eftir fjölskyldumeðlimi og hlutir sem við höfum safnað okkur á ferðalögum koma fyrst upp í hugann. Nú stofnuðuð þið hönnunarfyr- irtækið Former, hafði það blundað lengi í ykkur ? Að hanna húsgögn var ávallt í okkar plönum. Að stofna fyrirtæki í kringum það var rökrétt skref eftir að við höfðum verið að hanna vörulínuna og vera í vöruþróun í dágóðan tíma. Allt ferlið í kringum Former hefur því verið frekar lífrænt í okkar huga. Hvar er hægt að nálgast vörur frá Former? Vörurnar fást hjá Epal, Nomad og í netverslun okkar, former.is. Hver er eftirlætis arkitektinn ykkar og af hverju heillar hann ykkur? Högna Sigurðardóttir, Tadao Ando, Peter Zumthor og Norm arkitektar eru þeir sem koma upp í hugann í f ljótu bragði. Þessir arkitektar eiga það sameiginlegt að vinna skemmtilega með nátt- úrulega lýsingu og efni í verkum sínum. Einnig eru oft á tíðum ekki dregin nein mörk á milli inni- og útirýma, heldur fá þau oft að fljóta saman. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . JA N ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R Hver hlutur hefur sína sögu Rebekka og Ellert eiga fallegt heimili í Kópavogi. Þau eru með master í arkitektúr og starfa hvort á sinni stofunni. Þau stofnuðu hönnunarfyritækið Former sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vera, hillan sem þau hjónin hanna og selja í þekktum hönn- unarverslunum og á Former.is. Hillan er hluti af innréttingunni og geymir glös. Rebekka og Ellert eru mikið fyrir lif- andi blóm eins og sjá má hjá þeim. Rebekka og Ellert hafa gert heimilið sitt notalegt og hvert smáatriði er vel úthugsað enda starfa þau bæði sem arki- tektar og vilja hafa fallegt í kringum sig. Litirnir á veggjum eru mildir og koma vel út í blómlegu umhverfinu. Kósí horn í stofunni þar sem arininn lýsir upp á köldum kvöldum. Horft er yfir stofuna frá eldhúsinu. Hægt að sitja við gluggann og lesa. Fallegt horn þar sem hægt er að setjast niður með kaffibollann. Rebekka Pétursdóttir og Ellert Hreinsson arkitektar á fallegu heimili sínu í Suðurhlíðum Kópavogs. Þau kjósa ró á heimilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SIR ARNAR GAUTI - LÍFSSTÍLSBLAÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.