Fréttablaðið - 28.01.2021, Qupperneq 52
Leikurinn Cyber punk 2077 frá framleiðand-anum CD Projekt RED kom út fyrir PlaySta-tion, Xbox og PC-tölvur þann 10. desember síð-
astliðinn. Margir höfðu beðið eftir
honum með mikilli eftirvæntingu,
en útgáfan fór illa. Leikurinn reynd-
ist mjög gallaður og virkaði svo illa
á venjulegum PlayStation 4 vélum
að hann var tekinn úr sölu í staf-
rænni verslun PlayStation. Enn er
samt von á uppfærslum fyrir leikinn
sem gætu bætt virkni hans og breytt
þessu og í síðustu viku kom viðgerð
sem bætti margt, þó að hún hafi líka
skapað ný vandamál.
Ég spilaði leikinn á PlayStation
4 Pro, sem er öf lugri en venjuleg
PlayStation 4 vél, þannig að hann
virkaði betur hjá mér en á venju-
legri PlayStation 4, en verr en á
Play Station 5. Hann virkar svo mun
betur á PC-tölvum, enda var hann
upphaflega hannaður fyrir þær.
Óheiðarleg viðskipti
Eftir um 60 tíma spilun er ég búinn
að klára leikinn og meirihlutann
af stóru aukaverkefnunum, ásamt
miklum fjölda af litlum verkefnum.
Leikurinn er vissulega meingallað-
ur, en mín reynsla var að næstum
allir gallarnir séu útlitsgallar og
smáatriði sem skemma ekki fyrir
framvindu leiksins. Leikurinn hefur
samt átt það til að drepa á sér, sem
er leiðinlegt, en hann vistar mjög oft
og er f ljótur aftur í gang.
Það er ekki óalgengt að stórir
leikir feli í sér alls kyns galla, en
framleiðendur Cyberpunk leyfðu
gagnrýnendum bara að spila hann
á PC-vélum og enginn mátti sýna
hvernig hann virkaði fyrir útgáfu.
Það ber vott um óheiðarleika í við-
skiptum sem hefur stuðað margra.
Vonandi tekst CD Projekt RED að
fínpússa leikinn svo hann fái að
njóta sín eins og hann á skilið.
Alltaf nóg að gera
Cyberpunk 2077 gerist í dystóp-
ískum hliðarveruleika árið 2077
og sögusviðið er borgin Night City
á vesturströnd Bandaríkjanna. Við
spilum sem málaliðinn V og brun-
um um borgina á ýmsum ökutækj-
um til að leysa fjölbreytt verkefni
sem skiptast í aðalverkefni, auka-
verkefni og alls kyns smærri verk-
efni. Leikmaðurinn hefur mikið val
um hvernig hann sérhæfir sig, leysir
verkefnin og sagan þróast, eins og
sönnum hlutverkaleik sæmir.
Ég mæli með því að klára byrjun-
ina þar til titilskjárinn kemur upp,
áður en fólk hefst handa við að
ráfa um borgina. Það er góð leið til
að læra á leikinn og í raun er byrj-
unin ein löng kynning á öllu sem
leikurinn felur í sér og margt er nýtt.
Svo opnast öll borgin og ævintýrið
hefst af alvöru og leikmaðurinn fer
að kynnast fólki sem hægt er að
byggja upp náin sambönd við, en
þau geta haft mikil áhrif á fram-
vindu sögunnar.
Sagan er skemmtileg, frumleg og
spennandi og manni var ekki sama
um persónurnar, sem fékk mig til að
vilja halda áfram með aðalsöguna
hraðar en borgar sig, því það er best
að klára hliðarverkefnin á undan
aðalverkefnunum.
Leikmaðurinn er sífellt að fá
ný verkefni og eftir því sem hann
kemst lengra opnast fyrir fullt af
nýjum, minni verkefnum og þau
verða bæði arðbærari og fjölbreytt-
ari.
Cyberpunk er einstakur en minn-
ir um leið á ýmsa aðra leiki. Hann
byggir greinilega á grunni leikja
eins og Fallout, Deus Ex, Watch
Dogs, The Witcher 3 og Far Cry,
en blandar ólíkum hlutum þess-
ara leikja saman á frumlegan hátt,
bætir ýmsu nýju við og hristir þetta
saman í eitthvað sem er kunnuglegt
en um leið alveg nýtt.
Gullfalleg borg
Cyberpunk er gullfallegur og Night
City er margbrotið og þaulvandað
meistaraverk sem er virkilega
gaman að heimsækja. Það vantar
stundum svolítið upp á mannfjöld-
ann og umferðina og gervigreind
almennra borgara er ansi takmörk-
uð, en samt sem áður virkar borgin
mjög lifandi, fyrst og fremst þökk sé
frábærri hljóðhönnun. Hvarvetna
heyrir maður auglýsingar, tilkynn-
ingar, fréttir, tónlist og samræður
sem láta allt lifna við. Falleg neon-
lýsingin og alls kyns umhverfis-
brellur gera líka gríðarlega mikið
til að lífga hana við.
Teikningar af fólki, andlitum og
hreyfingum þess eru mjög góðar
og fullar af smáatriðum. Fólk er
fjölbreytt, hefur sterkan karakter
og hægt er að lesa tilfinningar úr
andlitum þess. Leikararnir standa
Meingallað
meistaraverk
Leikurinn Cyberpunk 2077 kom út fyrir PlayStation, Xbox og PC-tölvur í desember og hefur vakið mikla athygli.
Cyberpunk er
gullfallegur og
Night City er
margbrotið og
þaulvandað
meistarverk
sem er virkilega
gaman að heim-
sækja.
Keanu Reeves er skemmtilegur í hlutverki Johnny Silverhand, sem er aðal-
persónan á eftir V, sem leikmaðurinn stjórnar. MYNDIR/SKJÁSKOT
Í Cyberpunk sér maður margt nýtt, eins og skrúðgöngu með heilmyndum.
Hér er minn V að spóka sig í sólinni
og aldrei þessu vant er hann ekki
klæddur eins og alger trúður, en
tískan í Cyberpunk er mjög sérstök.
TÖLVULEIKIR
Cyberpunk 2077
Framleiðandi: CD Projekt RED
Fyrir: PlayStation, Xbox og PC-
tölvur
sig líka mjög vel og Keanu Reeves er
skemmtilegur í stóru hlutverki sem
Johnny Silverhand.
En eftir að hafa séð hvernig
leikurinn lítur út á öf lugri PC-vél
er augljóst að Cyberpunk er næstu
kynslóðar leikur, sem haltrar þegar
hann er keyrður á gömlum leikja-
tölvum.
Magnaður hljóðheimur
Hönnun hljóðsins er frábær. Hver
einasta byssa hefur einstakan
hljóm, talsetningin er góð og það
er magnað að heyra borgina tifa.
Tónlistin er líka virkilega góð. Hún
hæfir aðstæðum vel og gerir alla
bardaga meira spennandi. Þegar
maður keyrir um borgina er svo
hægt að hlusta á nokkrar ólíkar
útvarpsstöðvar með mörgum frá-
bærum lögum eftir vinsæla tónlist-
armenn. Ég var sérstaklega ánægð-
ur með að það er heil útvarpsstöð
helguð öfgaþungarokki, Ritual FM.
En það kemur fyrir að hljóðið
virkar ekki sem skyldi og það koma
stundum skrítnar þagnir. Persónur
tala líka stundum hver yfir aðra eða
byrja að segja eitthvað og hætta svo
í miðri setningu. Þarna eru aftur
margir litlir gallar.
Get ekki hætt að spila
Það er hægt að klára aðalsöguna í
Cyberpunk á svona 20 tímum, en
það er betra að eyða miklum tíma
í aukaverkefni fyrir alla félaga V til
að upplifa alla söguna og fá öðruvísi
endi. Þar að auki eru ótal smærri
verkefni, svo það er auðveldlega
hægt að fá 60-80 tíma út úr einni
ferð í gegnum hann, jafnvel meira.
Þar að auki býður hann upp á þrjá
valkosti um úr hvaða þjóðfélags-
hópi V kemur, sem mótar upplifun-
ina á ólíkan hátt. Þannig að það er
hægt að spila hann í gegn þrisvar og
fá ólíka útkomu í hvert skipti.
Þó að ég sé búinn með söguna og
leikurinn hafi ýmsa galla get ég ekki
hætt að spila Cyberpunk. Borgin
hefur svo mikið aðdráttarafl, bar-
dagarnir eru svo skemmtilegir og
það er svo gaman að safna dóti og
farartækjum og prófa ólík vopn og
tölvubúnað fyrir líkamann sinn.
Verkefnin eru líka svo ólík að manni
leiðist aldrei.
Niðurstaðan
Cyberpunk 2077 er að mörgu leyti
magnaður og vandaður leikur. Það
er stórskemmtilegt að týnast í Night
City og upplifa allt það sem borgin
hefur upp á að bjóða, verkefnin eru
sérlega fjölbreytt, það er hægt að
nálgast þau á ólíkan hátt og sagan er
góð. En hann er líka augljóslega gall-
aður og ókláraður. Metnaðurinn bar
leikinn ofurliði. Hann átti aldrei að
koma út fyrir gömlu leikjatölvurnar,
heldur er þetta næstu kynslóðar
leikur sem þarf næstu kynslóðar
vélbúnað til að njóta sín.
Ég mæli eindregið með því að
spila Cyberpunk 2077. Mér finnst
hann vera meistaraverk og ég myndi
gefa honum hærri einkunn ef hann
hefði ekki verið svona gallaður
og vildi óska að hann hefði fengið
meiri tíma en ekki verið gefinn út
ókláraður. En ég mæli með því að
ganga úr skugga um að tölvan þín
sé nógu öf lug fyrir hann (a.m.k.
PS4 Pro eða betra) eða bíða þar til
uppfærslur hafa gert hann léttari í
keyrslu á eldri leikjatölvum.
Oddur Freyr Þorsteinsson
NIÐURSTAÐA: Cyberpunk 2077 er að
mörgu leyti magnaður og vandaður
leikur, en hann er líka augljóslega gall-
aður og ókláraður.
2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ