Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 6
VIÐSKIPTI Innf lutningsverðmæti eldsneytis féll um rúmlega 49 pró­ sent á árinu 2020. Kemur þetta fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Árið 2019 var f lutt inn eldsneyti fyrir tæplega 94 milljarða króna en á árinu 2020 var sú tala aðeins tæp­ lega 48 milljarðar. Finnbogi Gunnarsson sérfræð­ ingur í utanríkisverslun hjá Hag­ stofunni segir þessa breytingu skýrast að langstærstum hluta af hruni í innf lutningi á þotuelds­ neyti. Heimsmarkaðsverð á olíu spilar þarna einnig rullu. „Olíuverð hækkaði aðeins í lok árs en það var lækkun á eldsneytisverði milli ára,“ segir hann. Eldsneytissala á bifreiðar lækkaði aðeins um 4 prósent, úr 362 þúsund rúmmetrum í 347 þúsund. Hrun í komu ferðamanna var að mestu leyti bætt upp með auknum ferða­ lögum Íslendinga innanlands. – khg Tré lífsins er sam- félagslegt verkefni þar sem hugað er að sjálf- bærni og umhverfismálum út í ystu æsar. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir mannvistfræð- ingur Innflutningsverðmæti eldsneytis féll um 49 prósent milli ára. GARÐABÆR Bæjarstjórn Garða­ bæjar samþykkti síðastliðið haust nýtt deiliskipulag fyrir Rjúpnadal og breytingu á aðalskipulagi 2016 til 2030. Auk um fjögurra hektara hefðbundins kirkjugarðs á bærinn í viðræðum við Sigríði Bylgju Sigur­ jónsdóttur, mannvistfræðing sem stýrir verkefninu Tré lífsins, um að reisa bálstofu á sama svæði og eins hektara minningargarð sem tengist verkefninu. Beðið er samþykktar sýslumanns vegna þess. Tré lífsins hyggst bjóða nýja val­ kosti við lífslok. Fólk getur eftir lát sitt fengið tré gróðursett þegar jarðneskar leifar þess eru jarðsettar í duftkeri. Við hvert tré í minningargarð­ inum verður merkisskjöldur með nafni hins látna, dánardegi og fæð­ ingarstað. Þá verður rafrænn kóði þar sem hægt verður að fara inn á sérstaka minningarsíðu um við­ komandi. „Tré lífsins er samfélags­ legt verkefni þar sem hugað er að sjálf bærni og umhverfismálum út í ystu æsar,“ segir Sigríður Bylgja og að greftrunarathafnir verði óháðar trúarbrögðum. „Skipulagsyfirvöld í Garðabæ hafa verið mjög framsýn í þessu verkefni,“ sagði Sigríður Bylgja í viðtali í þættinum 21 á Hringbraut fyrr í vikunni. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir viðræður hafa hingað til verið óformlegar en stefnt sé á formlega umræðu um starfsemina og sjá verði hvernig fjármögnun tekst til hjá Tré lífsins. Fyrir bálstofuna verður nýr brennsluofn f luttur til landsins frá Þýskalandi, knúinn metani. Aðeins einn brennsluofn er til á landinu, í bálstofu Fossvogskirkjugarðs, en sá er kominn til ára sinna, var tekinn í notkun árið 1948. Nýi ofninn krefst þess ekki að hinn látni sé í kistu til að mynda bálköst en samkvæmt lögum verður slíkt þó að vera. Enn fremur er gert ráð fyrir því að reist verði meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu á svæðinu með svipaða starfsemi og Stuðlar. „Heimilið myndi standa inni í miðjum birkiskógi, þar sem starfsemin fengi að vera í friði með fallegu útsýni í jaðri byggðar sem hentar slíkri starfsemi vel,“ segir Arinbjörn Vilhjálmsson skipulags­ stjóri Garðabæjar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefjast að hans sögn en það verður líklega í tengslum við uppbyggingu í Vetrarmýri og Hnoðraholti þar sem kirkjugarðs­ svæðið verður nýtt til efnislosunar. Rjúpnadalur er dalverpi norðan og ofan við Vífilsstaðavatn á móts við Kjóavelli á milli Smalaholts og Rjúpnahæðar. Jaðar kirkju­ garðsins verður nærri brúnum Smalaholts og þaðan er mikið útsýni til Vífilsstaðavatns, byggðar á höfuðborgarsvæðinu og Snæfells­ jökuls. Deiliskipulag gerir ráð fyrir staðsetningu kennileitis á brún Smalaholts sem verður sýnilegt úr Garðabæ og jafnvel víðar og gæti verið áhugavert útilistaverk eins og útsýnisturn eða ljósaskúlptúr, segir Arinbjörn. linda@frettabladid.is Bálstofa og minningargarður á nýju skipulagi Garðabæjar Nýr kirkjugarður og meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu verða í Rjúpnadal, norðan við Vífils- staðavatn í Garðabæ miðað við nýsamþykkt deiliskipulag sveitarfélagsins. Viðræður hafa átt sér stað um minningargarð og bálstofu á svæðinu. Beðið er eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar á áformunum. Horft til norðurs til Kópavogs og á svæðið þar sem til stendur að útbúa kirkjugarð og reisa bálstofu. MYND/AÐSEND DÓMSMÁL Arturas Leimontas var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp í Héraðsdómi Reykja­ víkur í gær með því að hafa kastað Egidijus Buzelis fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í desember 2019 með þeim afleiðingum að Buzelis lést. Leimontas neitaði sök og hélt verjandi hans því fram að ákæru­ atriði væru ósönnuð. Buzelis hefði getað fallið fram af svölunum með öðrum hætti en af mannavöldum. Að mati dómsins var atburðarás­ in óskýr en að mati sérfræðinga var hins vegar talið líklegast að Buzelis hefði verið kastað eða hrint af afli fram af svölunum. Við meðferð málsins var atburða­ rás á vettvangi sviðsett og verk­ fræðingur meðal annars fenginn til að meta hvernig maðurinn hefði líklega fallið, með notkun brúðu í mannslíki af svipaðri hæð og þyngd og hinn látni. Var henni kastað úr sömu hæð og fram af jafn háu hand­ riði og atburðurinn tekinn upp með nokkrum myndavélum. Leimontas hefur ákveðið að áfrýja dóminum til Landsréttar. – aá Telur sökina ósannaða og áfrýjar manndrápsdómi Arturas Leimontas var í haldi í einn og hálfan mánuð eftir atburðinn. Lítið flutt inn af eldsneyti vegna færri þotuferða Ekki þurfti að fylla á tanka ónot- aðra flugvéla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FJÁRM ÁL  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur tilkynnt Bankasýslunni ákvörðun um að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Ráðuneytið hefur aflað umsagnar bæði fjárlaganefndar og efnahags­ og viðskiptanefndar um söluna eins og skylt er. Í greinargerð ráðu­ neytisins komu fram upplýsingar um markmið sölunnar og hvaða söluaðferð yrði beitt. Bankasýslunni ber í samráði við ráðuneytið að tryggja að útfærslur verði í samræmi við ábendingar þingnefnda og hvort að það sam­ ræmist markmiðum ríkisins að greiddur verði út arður fyrir útboð­ ið. Samkvæmt tilkynningu verður um að ræða sölu á 25 til 35 prósent eignarhlutarins að ræða. – kpt Selja hlutina í Íslandsbanka Okkar er ánægjan! Raforkukaupendur ON eru hæstánægðir annað árið í röð. 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.