Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 82
Út fyrir kassann
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Höfundur er
sjónvarpsstjóri
Hringbrautar,
sem rekin er af
Torgi, sem jafn-
framt gefur út
Fréttablaðið.
Líf mitt sem kona
HÚN KVEÐST NEFNILEGA
EKKERT ENDILEGA VERA
TEKIN MEÐ Í SAMTALIÐ
FYRR EN KARLARNIR Í
KRINGUM HANA HAFA
ÁTTAÐ SIG Á MENNTUN
HENNAR OG MÆTTI.
Ég er þriggja alda maður. Búinn til úr konum og körlum, en öðru frem-ur konum – og ber þar fyrst að nefna ömm-urnar, þá eldri fædda
á nítjándu öld, nefnilega 1895 – og
hina litlu seinna, í upphafi þeirrar
tuttugustu. Sum sé á síðustu og þar
síðustu öld.
Og svo er ég að skrifa þetta á enn
einni öldinni.
Þær hétu Guðrún og Sigrún.
Verkakona og bóndakona. Dæmi-
gerðir fulltrúar gamla afturhalds-
samfélagsins sem steypti konur
í eitt og sama mótið, burtséð frá
óskum þeirra og þrám, hæfileik-
um og styrk, því þær skyldu
vera körlunum til halds og
trausts og sjá um börnin og
búið, basta.
Eða eins og það hét í denn:
Vera þeim góð eiginkona. Gott
ef ekki prúð og hæfilega ófram-
færin. En þar var komið erindið,
eina hlutverkið sem var í boði
fyrir konur á sviði lífsins, sjálft
aukahlutverkið.
Ólíkt þessum konum komst
mamma til mennta, þótt ekki væri
það í Háskóla Íslands. Pabbi fór í
hann. Mamma í Húsmæðraskólann.
Þannig var það um og upp úr síð-
ustu öld. Konur gengu ekki mennta-
veginn á enda á þessum tíma, nema
þær væru sérstaklega kostaðar til
þess af stórfjölskyldunni – og þá
sakir svo óumdeildra hæfileika að
jafnvel feðraveldið gat vart hugsað
sér að atgervið og gáfurnar nýttust
ekki fullvalda þjóð, jafnvel þótt
kona ætti í hlut.
Lengi vel var því kannski ein
kona á útskriftarmyndum mennta-
skólanna tveggja, norðan heiða og
sunnan, en sú fór raunar sjaldnast
í frekara nám, hvað þá að hún héldi
utan í þeim erindagjörðum. Þessar
konur urðu kennarar. Oft-
ast – og það í besta falli.
En karlarnir læknar, lög-
fræðingar. Helst þó æðstu
embættismenn og ráðherrar.
Aldrei vissi ég með vissu hvað
ömmur mínar langaði að verða í
lífinu. Önnur þeirra var sérlega hag-
mælt – og orti býsnin öll í skúffuna,
eins og skáldkvenna var siður á
síðustu öldum þegar listakonur fóru
með veggjum og sinntu kúnst sinni
í kyrrþey. Og ógleymanleg eru mér
hádegin, eftir að mamma byrjaði að
vinna úti, hvar ég sat þá með þessari
ömmu eftir signa fiskinn og tólgina
og hún réri mér í gráðið með aðra
hönd á öxl og hina á kviðnum svo
að hrynjandin sæti í mér fyrir lífstíð.
Hin amman var einstaklega elsk
að matseld og hefði getað rekið
hvaða mötuneyti sem var á sinni tíð,
ellegar gildaskála og vertshús af við-
eigandi stærð, enda kraftakokkur af
kræsilegustu sort sem ég man varla
öðruvísi en með svuntuna reyrða um
mjöðm, ellegar Hagkaupssloppinn á
herðum, með þær eilífu áhyggjur að
ég fengi ekki nóg að borða.
Man eftir þeim báðum úr eldhús-
unum í Helgamagrastræti og Gils-
bakkavegi. Það var þeirra verelsi.
Þeirra varnarþing. Framan við Raf-
ha-eldavélina, þótt hugurinn, hugs-
anlega, hafi verið annars staðar. Við
skriftir. Og uppskriftir. Og guð má
vita hvað dagdraumar þeirra snerust
um. Kannski menntun, launavinnu,
útlönd, ævintýri.
En hlutskipti þeirra hverfðist um
annað. Nægjusemi. Öðru fremur.
Sparnað og nýtni. Amma skáld
reykti jafnvel stubbana úr vinnu-
skyrtu afa upp til agna, þótt hún
reykti ekki að staðaldri, af því bara
að hún hafði það ekki í sér að henda
verðmætum. Amma krás tók það
ekki í mál að henda mörnum ef út
af bar í sláturgerðinni og blandaði
síðasta blóðinu og lifrinni með svo
stórri glás af fitu að keppirnir urðu
hvítir að innan. Það þótti nú matur.
Ég er búinn til úr þessum konum,
auk mömmu náttúrlega. Þær voru
alltaf til staðar. En karlarnir úti.
Alltaf að vinna. Helst mikið. Það hét
að slæpast í huga þeirra að vera of
mikið heima.
Og ég hef á seinni árum – með
eiginkonunni, franskmenntaðri, en
þannig breyttist tíminn – áttað mig
á því í ríkari mæli en áður, að ég er
mótaður af þessari sýn og reynslu.
Kvenlegu hlutskipti. Kvenlegu inn-
sæi. Hvoru tveggja er grunnurinn að
gildum mínum og viðmiðunum.
Ég er ekki síður kona en karl.
Tímarnir hafa breyst. Og tímarnir
hafa ekki breyst.
Því jafn hrífandi og það er að
kynnast öllum tækifærum kvenna
á nýrri öld, jafnt til náms og frama,
innan fyrirtækja og stofnana, í
félagsmálum og pólitík, íþróttum
og listum, er það grátlega pirrandi
að verða vitni að þeirri vandræða-
legu þögn sem enn hjúpar hæfustu
konur atvinnulífsins, þessu ólánsins
eftirtektarleysi sem þær glíma enn
og aftur við í starfi og leik.
Fida Abu Libdeh lýsti þessu ágæt-
lega fyrir mér á dögunum í viðtali
sem ég átti við hana suður með sjó.
Þessi vel menntaði og framúrskar-
andi frumkvöðull innan orku- og
umhverfistæknifræðinnar hreppti
hvatningarverðlaun Félags kvenna
í atvinnulífinu á miðvikudag, en
veggirnir sem mæta henni á mark-
aði vinnunnar eru enn sem fyrr
þeirrar ættar sem við þekkjum frá
síðustu öld.
Í fyrsta lagi hefur hún þurft að
sanna sig sem kona. Í öðru lagi sem
kona af erlendum uppruna. Í þriðja
lagi sem kona í karllægum atvinnu-
geira. Í fjórða lagi sem hámennt-
aður hugsuður í framandi frjóanga
íslenskrar nýsköpunar. Og sjálfsagt
í fimmta lagi sem móðir þriggja
barna, sem þarf að samhæfa rekstur
heimilis og eigin fyrirtækis.
Hún kveðst nefnilega ekkert endi-
lega vera tekin með í samtalið fyrr en
karlarnir í kringum hana – og það
eru eiginlega bara karlar í kringum
hana á vettvangi vinnunnar – hafa
áttað sig á menntun hennar og
mætti, altso hvaða leiðtogi hún er í
raun og sann, þótt lágvaxin sé. Og
útlensk, með hreim. Kona.
Fida fluttist hingað sextán ára frá
Palestínu með einstæðri móður sinni
og fjórum systkinum og komst í gegn-
um íslenskan framhaldsskóla á hnef-
anum til jafns við hugvitið – á fram-
andi tungu, vinalaus – og lagðist svo
í framhaldsnám, sérhæfði sig á sviði
jarðorkunnar, uppgötvaði heilnæmi
kísilsins sem fellur til við varmavirkj-
anir, en fyrirtækið hennar, Geosilica
sem framleiðir fæðubótarefni og
selur á erlendum mörkuðum, er nú
metið á 700 milljónir króna.
Fida fékk tækifærið. Draumur
hennar rættist. En samt þarf hún
að segja sem svo þegar fimmtungur
er liðinn af nýrri öld: „Sumir horfa
ekki á mig sem jafningja, því ég er
bæði kona og innflytjandi, en þegar
ég hef sagt þeim að ég sé hámennt-
uð og eigi mitt eigið fyrirtæki þá
fer fólk að tala við mig eins og við
eigum eitthvað sameiginlegt.“
Og mér verður hugsað til dóttur
minnar, þrítugrar, sem er inn-
flytjandi í Englandi og starfar þar
á fréttastofu BBC í Lundúnum,
hámenntuð og hæfileikarík. Skyldi
henni líða eins? Og mér verður
hugsað til dóttur hennar, fimm ára,
sem fær vonandi fjölda tækifæra í
framtíðinni. Mun henni líða svipað
á fullorðinsárum?
Því tímarnir breytast um margt.
Frá ömmunum til okkar tíma. Og
annað breytist ekki.
3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð