Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 33
N1 stefnir á að vera leiðandi í sölu orku fyrir raf bíla, hvort sem það snýr að heima- hleðslu, hraðhleðslu, fjölbýlishús- um, stofnunum eða fyrirtækjum. Fyrirtækið býður upp á hagkvæmt tilboð þegar kemur að raf bílavæð- ingu bílastæðahúsa, getur séð um að innheimta gjöld fyrir notkun, selur ódýra raforku og býður upp á vandaðar Zaptec hleðslustöðvar sem endast, en í þessu borgar sig að hugsa fram í tímann. „Í lok þings í vor var gerð breyting á lögum um fjöleignarhús sem kveða á um að ef einhver í fjöl- býlishúsi óskar eftir rafhleðslustöð fyrir rafbíl beri húsfélaginu skylda til að gera úttekt á áætlaðri fram- tíðarþörf fyrir raforku og kostnaði við að setja upp hleðslubúnaðinn,“ segir Björn Guðmundsson, sér- fræðingur hjá N1. „Það er ekki skylda að fara út í framkvæmdir, en rafbílaeign er að aukast mjög hratt núna. Allir mest seldu bílarnir á síðasta ári voru rafbílar og þeir voru meira en helmingur allra nýrra bíla. Því er krafan um þetta að aukast. Það skiptir því miklu máli að hugsa fram í tímann ef það á að fara að setja upp hleðslustöð fyrir fjölbýli.“ Álagsstýring tryggir skilvirkni í orkunýtingu „Í svona uppsetningum skiptir miklu að nýta þá raforku sem er til staðar í húsinu á skilvirkan hátt með hjálp álagsstýringar í hleðslu- kerfinu,“ segir Björn. „Við bjóðum upp á Zaptec hleðslukerfi með innbyggðri álagsstýringu, sem hámarka nýtingu og eru öflugri en ódýrari gerðir. Margir skilja ekki hvers vegna það borgar sig að kaupa frekar dýrari hleðslustöðvar, en málið snýst um að leggja ekki meira álag á raforkukerfið en það ræður við,“ útskýrir Björn. „Ef það eru 10-12 bílar í hleðslu á aðfangadegi og allir að elda og allt á fullu, verður kerfið að geta spilað sig saman við það og stýrt álagi svo ekki slái út. Stýrikerfið passar að dreifa því afli sem er laust hverju sinni svo það séu ekki allar stöðvar að sjúga upp eins mikla orku og þær geta.“ „Við styðjumst við opinberar upplýsingar um eyðslu raf bíla og reiknum út fyrir fram hvað kerfið þarf að geta afkastað til að geta hlaðið alla bílana í bíla- geymslunni, þannig að það liggja nákvæmir útreikningar á bak við þetta,“ segir Þórður Aðalsteinsson, viðskiptastjóri hjá N1. Tvíþætt tilboð „Tilboðið okkar er tvíþætt. Við gerum í fyrsta lagi tilboð í grunn- raflagnir um bílastæðahúsið, sem eru settar upp þannig að þær geti höndlað það afl sem þarf að dreifa. Þetta er sameiginlegur kostnaður fyrir húsfélagið. Í öðru lagi kemur svo þáttur eiganda bílastæðis sem vill tengja það við grunnkerfið, en þann kostnað ber eigandi sjálfur,“ útskýrir Björn. „Zaptec er byggt á tveimur hlutum. Annars vegar bakplötu sem þú tengir í raflagnir og má segja að virki svipað og dokka fyrir fartölvu. Virknin í hleðslu- stöðinni er svo annar þáttur og þú smellir henni á bakplötuna,“ segir Björn. „Fyrir vikið getur íbúi í fjölbýlishúsi sem á að raf bílavæða valið að vera tilbúinn til hleðslu með bakplötu setta upp og nýtt þannig vinnuna við grunnkerfið. Svo er hægt að kaupa hleðslu- stöðina síðar, í stað þess að fara af stað seinna og þurfa þá að fá nýjan rafvirkja og leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þetta er hagkvæm- ara og þess vegna hafa húsfélög og stofnanir valið að fá okkur í verkið. Ef fólk sér fram á að rafmagns- væðast eftir 1-2 ár er tiltölulega auðvelt að setja upp hleðslustöð ef bakplatan er til staðar og það þarf ekki iðnaðarmenn,“ segir Björn. „Svona er hægt að taka þetta í þrepum.“ Fimm ára ábyrgð „Zaptec Pro hleðslustöðvarnar okkar eru framleiddar í Noregi. Þær geta verið úti og henta fyrir norrænar aðstæður. Þær uppfylla allar kröfur Mannvirkjastofnunar, eru þriggja fasa og hlaða allt að 22 kWh en virka líka á einfasa ef þörf krefur,“ segir Björn. „Þær koma með fimm ára ábyrgð, sem er með því mesta sem er boðið upp á í þessum bransa. Það er hægt að hafa allt að 30 stöðvar í álagsstýringu á einni grein og bakendakerfið er mjög flott, en það er app sem fylgir hleðslustöðinni sem gerir notendum kleift að fylgjast með hleðslunotkun og læsa kaplinum í stöðinni,“ segir Björn. „Þetta er mikilvægt, því það er óþægilegt að þurfa alltaf að vera að taka snúruna úr skottinu á hverjum degi og stinga bílnum í samband. En ef fólk skilur kapal- inn eftir í stöðinni getur verið hætta á þjófnaði og því er þægilegt að geta læst kaplinum við stöðina,“ útskýrir Þórður. Innheimta gjöld fyrir húsfélög og selja raforku „Við bjóðum húsfélögum líka upp á að sjá um að innheimta gjöld fyrir notkun hvers og eins. Nær undantekningalaust eru bílastæðahús nefnilega á einum sameignarmæli og bílastæðin ekki tengd inn á heimilismæla hvers og eins,“ segir Björn. „En stöðvarnar halda utan um notkun hvers og eins og við erum með bakenda- kerfi þar sem við rukkum út frá því, þannig að húsfélögin losna við þann höfuðverk. Svo erum við líka að bjóða rafmagn til sölu og erum að bjóða lægsta verðið á raforku, samkvæmt heimasíðunni Aur- björg, 7,15 krónur á KWh. Dreifi- kostnaður er ekki innifalinn, en dreififyrirtækin sjá um það og þann kostnað,“ segir Björn. „Við komum inn á þennan markað í sumar þegar dótturfyrirtæki N1, Íslensk orkumiðlun, sameinaðist fyrirtækinu.“ Hraðhleðsla er framtíðin „Við bjóðum einnig upp á Zaptec Home hleðslustöðvar sem eru hugsaðar fyrir sérbýli,“ segir Björn. „Þær eru um margt líkar Pro, þær hlaða allt að 22 KWh og eru þriggja fasa, hafa sama notendaviðmót og app, en geta ekki verið jafn margar í álagsstýringu eins og Pro. Þetta eru framtíðarstöðvar, þar sem þær eru svona öflugar. Bílar eru að verða sífellt betri í að taka á móti rafmagni og í framtíðinni mun þetta líklega frekar snúast um hraða hleðslunnar en stærð raf- hlöðunnar,“ útskýrir Björn. „Ef það er gott net af hraðhleðslustöðvum er nóg að hleðsla sé fljótleg og þá skiptir máli að heimahleðslustöð geti tekið á móti því afli sem bíllinn tekur við.“ „Hraðhleðslustöðvar eru byrj- aðar að koma upp á þjónustustöðv- um okkar. Í Mosfellsbæ, Skógar- lind, í Borgarnesi, Staðarskála, á Blönduósi og Hvolsvelli eru stöðvar komnar í gang og við ætlum að setja upp fleiri fyrir sumarið,“ segir Þórð- ur. „Við stefnum á að vera leiðandi á þessum markaði, hvort sem það snýr að heimahleðslu, hraðhleðslu, fjölbýlishúsum eða fyrirtækjum og selja um leið rafmagn. Þróunin er að verða sú að bensínstöðin er að færast heim til fólks.“ Hagkvæm leið í rafbílavæðingu Rafbílavæðing fjölbýlishúsa verður sífellt algengari og hjá N1 er hægt að fá hagkvæmt tilboð í verk- ið. Fyrirtækið selur vandaðar hleðslustöðvar og getur einnig innheimt gjöld og skaffað raforku. Björn Guðmundsson, sérfræðingur hjá N1, og Þórður Aðalsteinsson viðskiptastjóri. N1 vill verða leiðandi í sölu orku fyrir rafbíla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Zaptec hleðslu- stöðvar eru áreiðanlegar, öflugar, stíl- hreinar og þægi- legar í notkun. Þeim fylgir líka fimm ára ábyrgð. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Það er einfalt að festa hleðslustöð á bakplötuna og tengjast kerfinu síðar meir ef fólk er ekki enn komið á rafbíl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Zaptec hleðslustöðvar koma í tveimur útgáfum. Pro stöðvar henta fyrir fjölbýli og Home eru ætlaðar fyrir sérbýli. MYND/AÐSEND KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 ORKA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.