Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 48
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf tengiliðar stofnana fyrir
fötluð börn. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs í 100% stöðugildi. Æski-
legt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Með lögum nr. 148/2020 um breytingu á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur
fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 er mælt
fyrir um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkissjóði til þeirra sem urðu fyrir varanlegum
skaða af illri meðferð og ofbeldi á stofnunum fyrir sólarhringsvistun fatlaðra barna
og starfræktar voru á vegum hins opinbera fyrir 1. febrúar 1993. Um er að ræða
lokauppgjör sanngirnisbóta og er miðað við að verkefninu verði lokið og að lögin
falli úr gildi í árslok 2023. Dómsmálaráðherra fer með yfirstjórn og framkvæmd
laganna en hefur falið sýslumanninum á Norðurlandi eystra að annast verkefni
sýslumanns samkvæmt ákvæðum laganna.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Upplýsingagjöf til þeirra sem kunna að eiga bótarétt skv. lögum nr. 47/2010
um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn, sbr. lög
nr. 148/2020.
• Leiðbeina fyrrverandi vistmönnum um framsetningu bótakrafna.
• Leiðbeina fyrrverandi vistmönnum sem eiga um sárt að binda í kjölfar vistunnar
um úrræði sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á, svo sem varðandi endur-
hæfingu og menntun.
• Aðstoða fatlað fólk við að ná fram rétti sínum á grundvelli laganna og tryggja að
það nái að koma óskum sínum á framfæri við meðferð máls.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Starfið krefst náins samstarfs við hagsmunasamtök, stofnanir á vegum ríkis og
sveitarfélaga og Sýslumanninn á Norðurlandi eystra.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
• Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum.
• Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi og einlægur áhugi á málaflokknum.
• Frumkvæði og drifkraftur.
• Samskiptafærni og samstarfshæfileikar.
• Færni til að vinna sjálfstætt.
• Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er kostur.
• Þekking á málefnum fatlaðs fólks, barnavernd og á þeirri félagslegu aðstoð
sem í boði er.
• Fjölbreytt reynsla af ráðgjöf og viðtalstækni
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráð-
herra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknir skulu berast í gegnum starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar nk.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, starfsheiti og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfnis-
kröfur fyrir starfið.
Nánari upplýsingar veitir
Guðmundur Bjarni Ragnarsson, lögfræðingur
hjá dómsmálaráðuneytinu, í síma 5459000.
Staða tengiliðar vegna stofnana
fyrir fötluð börn
Ertu með
iðnmenntun og
vilt starfa hjá
ISAL í sumar?
Umsóknarfrestur er til 12. mars 2021.
Nánari upplýsingar um störfin og umsókn má
finna á vef Rio Tinto, www.riotinto.is.
Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri, hafa bílpróf og hreint sakavottorð.
Við ráðum
WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS
Stjórnendaleit
Reynsla og gott tengslanet sérfræðinga
Ráðum skilar árangri þegar finna þarf æðstu
stjórnendur eða fólk í stjórnir fyrirtækja.
Ráðningar millistjórnenda og sérfræðinga
Góður gagnagrunnur, gott tengslanet og ára
löng reynsla á ráðningarmarkaði eykur líkurnar
á því að finna hæfasta einstaklinginn í starfið.
Almennar ráðningar á markaði
Öflun umsækjenda í almenn störf er ein helsta
áskorun fyrir tækja í dag. Þekking á markaðnum
er því mikilvæg og þar skiptir reynslan miklu
máli. Með leit í gagna grunni eða aug lýsingu í
viðeigandi miðlum aðstoðar Ráðum fyrirtæki
við að finna hæfasta ein staklinginn í starfið.
Sveigjanleg nálgun
Sérstaða Ráðum liggur í sveigjanlegri nálgun
á ráðningar verkefnið. Fyrir utan að sjá um allt
ráðningar ferlið komum við til móts við þarfir
fyrir tækja með því að sjá um hluta þess ef þörf
krefur, t.d. bakgrunns kannanir, hæfnis mat eða
starfs tengdar æfingar.
Matstæki
Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta
hæfni og persónuleikaþætti sem geta skipt
sköpum í ráðningum. Ráðum er í sam starfi við
banda ríska mannauðs lausna fyrirtækið CEB sem
er í farar broddi í persónu leika prófum og öðrum
mats tækjum sem eru sér stak lega hönnuð til að
greina sérstöðu og hæfileika ein staklinga áður
en ráðning fer fram.
Þannig er hægt að finna hæfasta einstaklinginn
með talsverðri ná kvæmni. Persónu leika matið
OPQ32 og DSI (Dependa bility & Safety Index)
skimunar prófið hafa t.d. verið stöðluð og
staðfærð að íslenskum markaði.
Ráðgjöf við starfslok
Viðskilnaður fyrirtækis við starfsmann skiptir
höfuð máli þegar fyrirtækið á frum kvæðið að
starfs lokum. Ráðum býður upp á við tal við
ráð gjafa sem felur m.a. í sér upplýsingar um
atvinnu markaðinn, ráðgjöf varðandi starfs
ferilskrá og kynningarbréf og hagnýt atriði
varðandi starfs leit og atvinnu viðtöl.
Ráðum býður upp á ráðgjöf
og ráðningar þjónustu sniðna
að þörfum viðskiptavinarins.