Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 74
Vatnsafl hefur verið nýtt á ýmsan hátt í gegnum aldirnar en undir lok 19. aldar varð rafallinn til og þá varð mögulegt að nýta það til rafmagnsframleiðslu. Fyrsta vatnsaflsvirkjunin á Íslandi var byggð árið 1904 þegar Hamarskotslækur í Hafnarfirði var virkjaður af Jóhannesi Reyk- dal. Virkjunin sá fimmtán húsum og fjórum götuljósum fyrir rafmagni. Elliðaárnar voru virkjaðar á árunum 1921- 1933 og á árunum eftir seinni heimsstyrjöld jókst raforkunotkun mikið og fjölmargar heimarafstöðvar voru byggðar. Árið 1950 var búið að reisa 530 smávirkjanir um allt land, en fyrsta virkjunin til að framleiða 10 MW var Írafossvirkjun árið 1953. Landsvirkjun var svo stofnuð árið 1965 og þá hófst markaðssetning á raforku. Í kjöl- farið risu nokkrar stórar vatnsaflsvirkjanir, en sú fyrsta til að ná 200 MW var Búrfells- virkjun árið 1969. Árið 2007 varð Kára- hnjúkavirkjun stærsta vatnsaflsvirkjun landsins, en hún framleiðir 650 MW. Sam- kvæmt Orkustofnun komu um 70% af allri raforku á Íslandi frá vatnsaflsvirkjunum árið 2018. Jarðhitaskólinn hefur starfað í yfir 40 ár, nú undir regnhlíf UNESCO. Jarðhitaskólinn er rekinn á Orkustofnun.Þann 1. janúar 2020 tengdist Jarðhitaskólinn, ásamt Sjávarút- vegs-, Landgræðslu- og Jafnréttis- skólunum Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í gegnum GRÓ – Þekkingarmið- stöð þróunarsamvinnu Íslands (International Centre for Capacity Development) en það er ný mið- stöð sem sett hefur verið á stofn. Skólarnir fjórir voru áður undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi, en vegna áherslubreytinga innan hans var ákveðið að skólarnir myndu starfa undir regnhlíf UNESCO þess í stað. n Hlutverk skólans er að veita ungum sérfræðingum frá þró- unarlöndum sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarð- hita. n Skólinn er mikilvægur þáttur í þróunaraðstoð Íslendinga. n Á yfir 40 ára starfsferli sínum, hefur skólinn útskrifað meira en 700 nema. n Kennarar koma frá ÍSOR, Há- skóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, orkufyrirtækjum og verkfræðistofum, auk Orku- stofnunar. Heimild: orkustofnun.is Jarðhitaskólinn Rafmagnsframleiðsla við Kárahnjúkavirkjun, stærstu vatnsaflsvirkjun landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virkjun í yfir 100 ár Glæsileg, rauð rafmagnsmöstur á Hellisheiði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við vitum það flest að orkan sem framleidd er á Íslandi kemur úr jarðvarma- og vatnsfallsvirkjunum sem teljast til endurnýjanlegra orkuauð- linda. Nánar tiltekið fara 99,9% af raforkuframleiðslu á markaði á Íslandi fram með endurnýjan- legum orkugjöfum. Þá hefur Evr- ópusambandið skilgreint endur- nýjanlega orkugjafa sem vindorku, sólarorku, jarðvarma, sjávaröldur, sjávarfallaorku, vatnsafl og líf- massa. Tilkoma útflutnings uppruna- ábyrgða og skráningarskyldu má segja að hafi umbreytt uppruna raforku á Íslandi. Með því að kaupa upprunaábyrgðir endur- nýjanlegrar raforku er orkufram- leiðanda, sem framleiðir raforku með til dæmis olíu eða kolum, heimilt að selja viðskiptavinum sínum raforkuframleiðslu sína sem orku framleidda með endur- nýjanlegum hætti. Er svo komið að samkvæmt Orkustofnun kom einungis 9% upprunaraforku á Íslandi frá endurnýjanlegum orku- gjöfum árið 2019. Heimild: Skiptir upprunaábyrgð raforku á Íslandi máli? Lokaritgerð Fríðar Birnu Stefánsdóttur til BS í viðskiptafræði 2019. Uppruni hreinnar íslenskrar orku PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endur- skoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar Góð yfirsýn yfir reksturinn Bókhald / Laun / Skattur / Ráðgjöf Með nýjum rafrænum lausnum sjáum við um bókhald þitt á einfaldan og öruggan hátt meðan þú sinnir rekstrinum og hefur góða yfirsýn yfir stöðuna. Taktu skrefið inn í framtíðina með okkur, útvistaðu bókhaldinu og njóttu þess að hafa meiri tíma fyrir þig. 12 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.