Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 76
Hjá Systrasamlaginu er matur og munúð í for-grunni þar sem ástríðan fyrir lífrænu og hollu góðgæti er í hávegum höfð. Þær systur vita fátt betra en að njóta sælkeramatar sem gefur góða orku og gleður bæði auga og sál. „Við systur aðhyllumst báðar hreint sælkera- mataræði. Við borðum mikið grænmeti, baunir og korn. Fiskur kemur við sögu 1 til 2 sinnum í viku og lamb af og til. Ætli við f lokkumst ekki sem „sælkera- ætur“. Við erum báðar mikið fyrir næringarríkan mat með and- legri orku. Því það skiptir okkur líka miklu máli að vita hvaðan maturinn kemur.“ Vinsælast á seðlinum Við fengum systurnar hjá Systra- samlaginu til að deila með lesendum uppskriftinni að því vinsælasta á matseðlinum og hvernig hefðbundinn dagur lítur út. „Að fenginni reynslu höfum við þróað okkar vinsæla kaffihúsa- seðil. Við leikum okkur mest með drykki, þeytinga, súpur og grauta og stillum okkur gjarnan inn á árstíðir og þau gæðahráefni sem í boði eru hverju sinni. Til að mynda er súpan okkar gjarnan bundin við það sem við fáum lífrænt hverju sinni. Til dæmis þegar íslensku Hæðarendagulræturnar koma á haustin eða þegar graskerstíminn stendur yfir, notum við það í alls konar galdrasúpur. Við hugsum það sama fyrir okkur og Systrasam- lagið sem má lýsa svona: „Matur sem gefur og nærir en ekki matur sem tekur og særir.“ Flest er lífrænt, sumt glútenlaust, margt vegan en ekkert bragðlaust. Til að eiga góðan og orkuríkan dag í vændum er hafragrauturinn efst á baugi en líka góður cacaóbolli. Þá er maður vel nærður vel fram eftir degi.“ Hafragrautur með chia og acaiskál Aðspurð segir Guðrún að þeim finnist skipta miklu máli hvað þær borði, þegar kemur að því að huga að orku og úthaldi. „Okkur finnst mikilvægt að hafa kolvetni, prótein og trefjar. Flest er líka líf- rænt og við verslum gjarnan við litlu aðilana.“ Góður dagur hjá Guðrúnu byrjar gjarnan á hafra- graut með chiafræjum og fleira góðgæti, en Jóhanna kýs heldur djúsí acaiskál. „Við erum nefnilega ólíkar en um leið góð blanda. Svo er það annaðhvort cacaóbolli og/ eða góður kaffibolli.“ Rétti tíminn til að hreinsa líkamann og andann Systurnar Guðrún og Jóhanna segjast ávallt breyta mataræðinu í upphafi árs eftir að hafa lifað í vel- lystingum eftir hátíðarnar. „Maður er oft búinn að borða yfir sig í desember, sem er svo sem alveg í fínu lagi með flest nema of mikil sætindi. Þá er gott að fara aftur inn á beinu brautina. En svo finnst okkur betra að taka góða hreinsun í mars/apríl. Nær páskum eins og flestar menningarþjóðir gera. Þá er rétti tíminn fyrir líkamann að hreinsa enda árangurinn magnað- ur. Við erum jú hluti af náttúrunni. Bæði í kínversku læknisfræðinni og indversku lífsvísindunum er talað um að vorið sér tími hreins- unar. Við mælum sannarlega með hreinsinámskeiði með Heiðu Björk og okkur systrum, sem haldið verður um miðjan mars og má skoða betur á systrasamlagid.is.“ Hefðbundinn matseðill En hvernig lítur hefðbundinn dagur út hjá ykkur þegar kemur að því að raða saman matseðli fyrir daginn? „Hafragrautur og alls kyns skálar, súrdeigssamlokur eða grænn, bleikur eða súkkulaði- brúnn súperþeytingur í morgun- mat eða hádegismat, er alltaf vinsælt í Systrasamlaginu. Síðan eru það allir okkar undursamlega hollu jurtalattédrykkir á Boðefna- barnum. Við bætum gjarnan við íslenskum ofurjurtum en þó aldrei á kostnað bragðsins. Í hádeginu bjóðum við upp á lífrænar græn- metissúpur og eðal samlokur. Síðdegis mæta margir til að eiga slakandi stund i Systrasam- laginu og njóta þess að fá sér ljúfa kökusneið, eða annað góðgæti úr gæðahráefni og drykk með.“ Hafragrautur með ristuðu bókhveitikorni og hindberjamauki 1 bolli góðir, glútenlausir, lífrænir hafrar 1 bolli vatn 1 bolli möndlurísmjólk salt Vanilla á hnífsoddi ½ tsk. kanill 1 tsk. saxaður engifer Sjóðið grautinn við vægan hita, eins og sagt er til um á umbúðum. Bætið við meiri vökva ef með þarf. Bókhveitikorn Ristið bókhveitikornið þar til það hefur tekið gullinn lit. Það er hægt að gera á pönnu við háan hita eða í ofni við vægari hita. Ristið góðan slatta og eigið tilbúið í krukku. Punkturinn yfir i-ið er gott heima- gert hindberjamauk. Hindberjamauk 1 bolli hindber, frosin eða fersk. 1 til 2 msk. maple eða kókossykur ½ tsk. chia-fræ Hitið berin í potti ásamt sætunni við vægan hita, þar til þau verða að mauki. Takið af hellunni. Bætið við 1 tsk. af chia-fræjum. Hrærið vel í. Chia-fræin eru frábær til að þykkja sultur. Setjið 1 til 2 msk. út á graut- inn. Eigið helst alltaf í ísskápnum því hún er frábær á flest. Krækiberjacacaó 20 g gott cacaó frá Gvatemala (við mælum með frá Firefly sem er einstaklega mjúkt). 1 tsk. íslenskt krækiberjaduft frá Íslenskri hollustu 120 ml létt kókosmjólk Blandið og hitið að suðu, en þó alls ekki of mikið. Gefið ykkur frekar tíma til að hræra vel í uns bollinn verður silkimjúkur. Kakó er frábært veganesti út í daginn. Því það er uppfullt af magnesíum og alls konar hjartastyrkjandi og -opnandi snefilefnum. Systurnar vilja gjarnan nota tæki- færið og nefna að um leið og allt kemst í eðlilegt horf opni þær á ný fyrir morgunhugleiðslu í Systra- samlaginu á miðvikudögum. Það hefur skapast einstök stemning í kringum þá stund undanfarin þrjú ár. Í millitíðinni er hægt að hug- leiða með Thelmu Björk í beinni á Facebook-síðu Systrasamlagsins alla miðvikudaga klukkan 9.30. Matur sem gefur og nærir en ekki matur sem tekur og særir.“ Flest er lífrænt, sumt glútenlaust, margt vegan en ekkert bragð- laust. Hafragrautur með hindberjamauki Systurnar Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur eiga og reka heilsuhofið Systrasamlagið á Óðins- götu 1 í hjarta borgarinnar. Það er bæði kaffihús og smávöruverslun sem nærir bæði hjarta og sál. Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur reka Systrasamlagið. Þær leggja áherslu á hollustuvörur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hafragrautur með ristuðu bók- hveitikorni og hindberjamauki. Krækiberjacacaó, hollur drykkur og nærandi hjá Systrasamlaginu. Sjöfn Þórðardóttir sjofn@torg.is Matarást Sjafnar Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húð- próteins og insúlíns • Stuðla að eðlilegri upptöku kalsíums og fosfórs • Stuðla að viðhaldi beina, tanna og vöðva • Stuðla að bættri starfsemi ónæmis- kerfisins • D-vítamín hefur hlutverki að gegna við frumuskiptingu. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3 Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, og Fjarðakaup. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.