Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 8
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN Fáðu blað dagsins sent rafrænt Fyrirhugað er að setja upp um þrjátíu vindmyllur á Mosfellsheiði. Staðsetningin skiptir máli. MYND/AÐSEND ORKUMÁL Í það minnsta 500 fuglar hafa fundist dauðir við vindorku- verið á eyjunni Smöla í Noregi á síðustu fjórtán árum. Þar af eru yfir hundrað ernir. Á síðustu tveimur árum hafa fundist fimm dauðir ernir á svæðinu. Þetta kemur fram á vef NRK. Kristinn Haukur Skarp- héðinsson, sviðsstjóri dýrafræði og fuglafræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun, segir að líklega sé um enn fleiri fugla að ræða og að mikilvægt sé að huga að fuglalífi á svæðum þar sem fyrirhugað er að setja upp vind- myllur. „Þetta er vel þekkt vandamál alls staðar og ákveðnar tegundir eiga það sérstaklega á hættu að lenda í vindmyllum,“ segir Kristinn Haukur og tekur dæmi um ránfugla. „Það þarf að taka tillit til þess hvaða tegundir eru á svæðinu þegar vind- myllurnar eru settar niður,“ bætir hann við. „Varðandi vindmyllur hér á landi þá hafa náttúrulega tugir staða verið nefndir sem mögulegir vind- myllustaðir og þeir eru allt frá því að vera á fuglaríkustu svæðum lands- ins og upp í há fjöll þar sem ekki er von á mörgum fuglum, en þetta er flest á byrjunarreit hjá okkur,“ segir Kristinn Haukur. Fyrirhugað er að setja niður um þrjátíu vindmyllur á Mosfellsheiði, en í lok síðasta árs greindi Frétta- blaðið frá því að stjórn Sviff lug- félags Íslands hefði áhyggjur af því að vindmyllurnar gætu verið hættulegar sviff lugmönnum og myndu jafnvel eyðileggja möguleik- ann til f lugs á svæðinu. Aðspurður hvort fyrirhugaðar vindmyllur á Mosfellsheiði myndu hafa áhrif á fuglalíf, segir Kristinn Haukur að þar skipti staðsetningin höfuðmáli. „Það eru svæði þarna í jaðrinum sem eru mjög fuglarík en svo er minna á háheiðinni. En það þarf einnig að huga að bæði fuglum sem hreinlega eiga heima á svæðinu og svo fuglum sem eiga leið þar um. Þegar farleiðir liggja í gegnum svæðið aukast líkur á því að fuglar fari í vindmyllurnar,“ segir Kristinn Haukur. Hann segir vilja bæði hjá yfir- völdum hér á landi og hjá Nátt- úrufræðistofnun til að huga vel að fuglalífi við uppbyggingu vind- orkuvera á Íslandi. Hægt sé að fara ýmsar leiðir en byggja þurfi þær á rannsóknum. „Nýlega var til að mynda birt niðurstaða tilraunar þar sem borin voru saman tvö svæði í Bandaríkjunum þar sem mikið er af svokölluðum gullörnum. Á öðru svæðinu var búnaður sem nam ferðir fuglanna og með honum var hægt að draga um einhver sextíu prósent úr árekstrum. Það er verið að skoða alls konar svona búnað og viðvaranir,“ segir Kristinn Haukur. Aðspurður um hvers konar við- varanir hægt sé að nota fyrir fugla segir hann ýmislegt í boði. „Bæði er hægt að vera með nema á spöð- unum svo fuglarnir sjái þá í myrkri eða nema sem verða varir við ferðir fuglanna og hægja þá á spöð- unum,“ útskýrir Kristinn Haukur. „Aðalmálið er þó að reyna að velja staði þar sem minnstar líkur eru á árekstrum,“ bætir hann við. birnadrofn@frettabladid.is Huga þurfi að fuglum í vindmylluáformum Í það minnsta 500 fuglar hafa fundist dauðir við vindorkuver í Noregi, þar af yfir hundrað ernir. Dýravistfræðingur segir mikilvægt að huga að fuglalífi við uppsetningu vindmylla. Þrjátíu vindmyllur eru fyrirhugaðar á Mosfellsheiði. Þegar farleiðir liggja í gegnum svæðið aukast líkur á því að fuglar fari í vindmyllurnar. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðing- ur hjá Náttúru- fræðistofnun DÓMSMÁL Landsréttur þyngdi í gær tólf mánaða fangelsisdóm sem Haf- þór Logi Hlynsson hlaut fyrir pen- ingaþvætti í Héraðsdómi Reykja- víkur árið 2018 og dæmdi hann í 20 mánaða fangelsi. Dómur Héraðs- dóms um upptöku 2,5 milljóna í reiðufé og Tesla Model 2, árgerð 2014 í eigu Hafþórs, var staðfestur. Málið varðar 8,1 milljón króna sem Haf þóri Loga var gefið að sök að hafa aflað sér með refsiverðum brotum, en þau brot eru ekki talin upp í dómnum. Sakfelling Haf þórs í málinu byggðist ekki síst á því að hann hafði áður verið sakfelldur tvívegis á árunum 2017 og 2018 fyrir fíkni- efnabrot og var í þessu máli gefið að sök hafa af lað sér peninganna með refsiverðum hætti í aðdrag- anda þess að hann keypti Tesluna í apríl 2017 án þess að ákæruvaldið skýrði umrædd brot að öðru leyti en að vísa til fyrrnefndra refsidóma. Verjandi Haf þórs gerði kröfu um að ákæruvaldinu yrði gert að til- greina og sanna frumbrotið, en Landsréttur féllst ekki á þann mál- flutning. Í dóminum er hins vegar ekki vikið frekar að því með hvaða hætti þessar átta milljónir voru fengnar, en Haf þór engu að síður sakfelldur fyrir peningaþvætti án þess að upplýst hafi verið nánar um uppruna hins meinta ólöglega fjár eða tilgreint hver hann hafi verið. Í dóminum er meðal annars vísað til skattaskýrslna Hafþórs og eigin- konu hans um að peningarnir hafi verið illa fengnir. – ilk Sakfelldur án sönnunar á frumbroti Hafþór Logi Hlynsson við aðalmeðferð Bitcoin málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Hljóðritasjóður Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 15.00 Auglýst er eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist. Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 15.00 – athugið breyttan umsóknartíma. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári í mars og september. Verkefnum skal lokið innan árs frá úthlutun. Framhaldsstyrkir eru ekki veittir til verkefna sem áður hafa hlotið styrk. Útgáfa má ekki hafa átt sér stað áður en umsókn um styrk berst Hljóðritasjóði. Umsóknargögn eru á rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skilað rafrænt. Stjórn Hljóðritasjóðs. Rannís, sími 515 5838, hljodritasjodur@rannis.is. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist til útgáfu. 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.