Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 2
Þetta hefur ekki í för með sér neinar aukagreiðslur af hálfu aðstandenda. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri STEFs Ó, skítuga Reykjavík Röðin var löng á bílaþvottastöðvum víðs vegar um Reykjavíkurborg í gær, þar sem borgarbúar reyndu að skrúbba rykið af bifreiðum sínum. Snjó- leysið í höfuðborginni undanfarnar vikur gerir það að verkum að ryk safnast á götur borgarinnar, þyrlast svo upp þegar bílar eiga leið hjá og sest á þá. Fyrir vikið er nóg að gera hjá bílaþvottastöðvunum og sérstaklega á föstudögum þegar ökumenn eiga leið fram hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐ ÞJÓÐKIRKJAN Undirritaður hefur verið samningur milli Þjóðkirkj- unnar og STEFs, sem heimilar opinberan flutning á tónverkum í helgihaldi og safnaðarstarfi. Samn- ingurinn felur í sér að höfundar- réttargjöld af allri hefðbundinni starfsemi sem undir Þjóðkirkjuna fellur verða greidd af Þjóðkirkjunni. Þar á meðal eru útfarir, þannig að útfararþjónustur hætta nú að inn- heimta slík gjöld af aðstandendum. Jafnframt veitir samningurinn kirkjunni leyfi til að gera upptökur og standa fyrir netstreymi frá útför- um, sem mjög hefur færst í aukana á undanförnum misserum. Öll tón- listarstarfsemi Þjóðkirkjunnar er nú falin í einum samningi, sem vafa- laust verður öllum til hægðarauka. Greiðsla kirkjunnar til STEFs fyrir tónlistarnotkun er rúmlega þrettán milljónir króna á ári og er þá búið að greiða fyrir f lutning tónlistar í messum, útförum og brúðkaupum, auk alls annars auglýsts safnaðar- starfs, alls um 8.000 athafnir á ári. Á móti stofnar STEF með kirkj- unni nýjan og öflugan tónlistarsjóð og lætur 20 prósent af greiðslum kirkjunnar renna í sjóðinn. Hlut- verk sjóðsins verður að styðja vöxt og viðgang kirkjutónlistarinnar. „Við erum afskaplega ánægð með þennan samning og við erum ekki síður ánægð með hvaða áhrif þetta hefur á aðstandendur. Kirkjan sér til þess að þetta verði í lagi og þetta hefur ekki í för með sér neinar við- bótargreiðslur af hálfu aðstand- enda,“ segir Guðrún Björk Bjarna- dóttir, framkvæmdastjóri STEFs. Hún segir að upphæðin sem aðstandendur þurftu að greiða hafi ekki verið mjög há fyrir til dæmis lög spiluð í jarðarför en auðvitað skipti hver króna máli og það sé því ánægjulegt að þetta sé komið í höfn. „Aðstandendum munar auðvitað um allt.“ STEF vinnur nú að gerð sambæri- legra samninga við önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Við erum búin að hafa samband og byrjuð að ræða við önnur stór trúfélög og viljum gera sambærilega samninga. Það er verk í vinnslu,“ segir Guðrún. benediktboas@frettabladid.is Engin stefgjöld greidd af flutningi í útförum Samningur milli Þjóðkirkjunnar og STEFs hefur verið undirritaður sem heimilar flutning á tónverkum í helgihaldi og safnaðarstarfi. Kirkjan greiðir 13 milljónir á ári og þurfa aðstandendur því ekki að greiða fyrir notkunina. Löngu og farsælu samstarfi STEFs við helstu útfararþjónustur landsins er lokið. Mynd frá útför Guðrúnar Ögmundsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Nýjar reglur Forsaga þessa máls er sú að reglur mennta- og menningar- málaráðuneytisins frá 1974 um þóknun til höfunda vegna flutnings tónverka við guðs- þjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir voru felldar niður. Nýjar reglur voru settar og veitti þá ráðuneytið STEFi og þjóð- kirkjunni heimild til að ganga til samninga um sömu efnisþætti. Samningurinn var sam- þykktur á fundi kirkjuráðs fyrir nokkru og lýtur að því að greiða rétthöfum fyrir notkun tón- listar í öllu helgihaldi kirkjunnar. Tónlist nýtur höfundarréttar og greiðslu samkvæmt alþjóð- legum samningum í 70 ár eftir dauða höfundar. LÖGREGLUMÁL Hulda Elsa Björg- vinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lög reglunnar á höf uðborgar- svæðinu, segir að rannsókn á skot- árásinni fyrir utan heimili Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykja- víkur, sé í forgangi. Skotið var úr byssu í gegnum farþegahurðina á fjölskyldubíl Dags í vikunni. „Rannsókn er í fullum gangi og málið í forgangi hjá okkur,“ segir Hulda sem vildi ekki tjá sig efnis- lega um rannsóknina, en sagði að verið væri að af la upplýsinga um málavexti. „Það er lögð rík áhersla á þetta mál og við ætlum að upplýsa það sem fyrst. Það er hagur allra að það sé gert,“ segir Hulda. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá miðlægu deild- inni, gat heldur ekki tjáð sig um rannsóknina en sagði að hún væri í fullum gangi. „Það er ekkert meira hægt að segja,“ sagði hann. – mhj Lögreglan með skotárás í garð Dags í forgangi COVID-19 Lyfjastofnun Íslands veitti í gærkvöld bóluefninu sem framleitt er af AstraZeneca markaðsleyfi hér á landi, sama dag og framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins veitti leyfi til notkunar á bóluefninu.  Leyf- isveitingin var veitt á grundvelli meðmæla Lyfjastofnunar Evrópu um að leyfa notkun bóluefnisins. Bóluefni AstraZeneca er því þriðja bóluefnið sem fær markaðs- leyfi hér á landi frá Lyfjastofnun á eftir bóluefnum frá BioNTech/ Pfizer og Moderna. Ísland hefur tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefninu sem ætti að duga til að bólusetja tæplega þriðjung þjóðar- innar. – kpt AstraZeneca fær grænt ljós frá Lyfjastofnun KJARAMÁL Forseti Alþingis og for- menn þingf lokka hafa sammælst um breytingar á skipun þing- vikunnar í tilraunaskyni fram að páskum. Er þetta liður í innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar sem unnið hefur verið að í samræmi við samninga á vinnumarkaði. Samk væmt samkomulag inu verða nefndafundir á mánudögum sem staðið geta til klukkan fimm. Engir þingfundir verða hins vegar á mánudögum en þeir hafa hafist klukkan þrjú og staðið til kvölds. Á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum verða þingfundir en hefjast fyrr en áður eða klukkan 13, „í þeirri von að slíkt stuðli að því að ljúka megi þingfundum fyrr,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá verða hvorki þingfundir né nefndafundir á föstudögum á þessu síðasta vorþingi fyrir kosningar nema í þremur tilvikum sem gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins. „Þessar breytingar munu án efa koma sér vel bæði fyrir störf þing- manna og starfsfólks og verða vonandi festar í sessi þegar fram í sækir,“ segir í tilkynningu um til- raunina á vef Alþingis. – aá Prófa að sleppa þingfundum á mánudögum Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR SNERTILAUS HITAMÆLIR Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | Sími 515 1100 | Opið alla virka daga kl. 8–17 TIR-1™ °C /°F SET • Handhægur og öruggur • Nákvæm mæling á örfáum sekúndum • Snerting við sjúkling óþörf • Minni þörf á hlífðarbúnaði 3 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.