Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 69
Með sameinuðum kröftum þessara tveggja, telst KPMG leiðandi fyrirtæki á Íslandi í ráðgjöf og þjónustu til orkugeirans með aukinni áherslu á sjálf bærni og sjálf bær fjármál. Blaðamaður settist niður með þeim Magnúsi Gunnari Erlends- syni, meðeiganda hjá KPMG, og Bjarna Herrera, fyrrverandi framkvæmdastjóra CIRCULAR Solutions og nú starfsmanni KPMG, og fór yfir það sem er efst á baugi þegar kemur að orkumálum, orkuskiptum og sjálf bærni. Margir telja að þegar tekst að koma böndum yfir COVID-19 faraldurinn muni augu heimsins beinast að orkuskiptunum sem ætlað er að minnka losun gróður- húsalofttegunda og f lýta vegferð- inni að sjálf bærni. Hver er ykkar skoðun á því? Bjarni: „Orkumarkaðir heimsins hafa verið að ná vopnum sínum eftir mikla niðursveiflu sökum COVID-19. Við sjáum undiröldu breytinga í orkukerfum heimsins og ég tel að hin margumtöluðu orkuskipti muni gerast hratt á næstu árum. Samkvæmt fyrir- liggjandi spám mun olíunotkun fara minnkandi í kringum árið 2028. Frá árinu 2035 er talið að um helmingur orkunotkunar í heim- inum muni koma frá endurnýjan- legum orkugjöfum. Samt sem áður verða orkuskiptin mögulega ekki nógu hröð til þess að hægt verði að ná 1,5°C markmiði Parísarsátt- málans. Fleira þarf að koma til.“ Umræðan um orkuskipti snýst að miklu leyti um rafvæðingu en þó hafa f leiri grænir orkugjafar verið nefndir til sögunnar. Hvað teljið þið að muni verða ofan á? Bjarni: „Samkvæmt spám mun eftirspurn eftir orku í heiminum tvöfaldast milli 2020 og 2050, en á sama tíma mun orkukræfni miðað við verga þjóðarframleiðslu minnka um 40%. Sem þýðir að bílarnir okkar og ísskápar munu nota 40% minni orku, en fjöldi þeirra mun tvöfaldast. Ljóst er að, samkvæmt spám, muni hlutfall rafmagns aukast úr 19% í 30%. Vetni mun einnig leika stórt hlut- verk og líklega eiga um 40% af vextinum milli áranna 2023 og 2050. Svokallað „grænt vetni“, eða það vetni sem framleitt er með endurnýjanlegu rafmagni líkt og gert er hér á landi, mun geta breytt orkulandslaginu á heimsvísu.“ Bjarni bendir á að mikil þekking og reynsla Íslendinga geti nýst við þróun á endurnýjanlegri orku víða um heim. „Þetta er útflutningsvara og við getum aðstoðað erlenda aðila og flýtt þeirra vegferð í átt að sjálf bærni.“ Ef við snúum okkur að fjármál- unum – hvernig hefur það umhverfi þróast á Íslandi að undanförnu? Umræðan um græn skuldabréf hefur verið áberandi, hvað er að gerast á því sviði? Bjarni: „Það hefur myndast markaður hérlendis með sjálfbæra fjármálagerninga (græna, félags- lega, bláa) en bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur hafa fjármagnað sig með slíkum bréfum og sjálfbærnilánalínum. Þá hafa Íslandsbanki og Landsbankinn gefið út sjálfbæra fjármögnunar- ramma þar sem þeir ætla meðal annars að lána til orkugeirans og í orkuskipti. Einnig stofnaði Arion banki fyrsta græna innlánsreikn- inginn sem ætlað er að fjármagna græn verkefni, meðal annars orku- skipti. Áhuginn á útgáfum slíkra fjármálagerninga og fjárfestingum í þeim fer hratt vaxandi, bæði á Íslandi og á heimsvísu. CIRCULAR hefur komið að flestum þeirra fjár- málagerninga á Íslandi.“ Magnús bendir á að áhersla fjárfesta á svokallaðar UFS-fjár- festingar (umhverfismál, félags- legir þættir og stjórnarhættir) hafi aukist mikið undanfarin misseri. Við sjáum sífellt meiri áherslu á UFS í öllum ákvörðunum fyrir- tækja, ekki síst í orkugeiranum. Rannsóknir hafa líka sýnt að fyrir- tæki sem nálgast UFS heildstætt og út frá atvinnugeira sínum geti náð fram ýmsum ábata, svo sem aukningu í tekjum og kostnaðar- hagræði, auk þess að laða að sér ábyrga fjárfesta. Slík fyrirtæki geta því mögulega átt greiðara aðgengi að fjármagni á hagstæðari kjörum með betri UFS-frammistöðu, þar sem þau eru að stýra áhættum í rekstri með markvissari hætti. KPMG á heimsvísu hefur unnið með orkufélögum eins og Vatten- fall, Saudi Armaco, Shell, Chevron og fleirum. Sú vinna hefur miðað að því að horfa heildstætt á aðfangakeðju fyrirtækjanna með það meðal annars að markmiði að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda, meðal annars með breyttri innkaupastefnu. Hvatinn liggur í kostnaðarhagræðingu, sterkara vörumerki og skuldbindingu gagn- vart orkuskiptum. Þegar vel tekst til er niðurstaðan traustari virðis- keðja sem stenst þær áskoranir sem loftslagsbreytingar geta haft í för með sér. Magnús bendir jafnframt á þá staðreynd að erlendis hafi í auknum mæli verið tekið tillit til umhverfismála og sjálf bærni í arðsemisgreiningum, í tengslum við samanburð á virkjanakostum. „Þannig er ekki víst að sá virkjana- kostur sem kemur best út úr gamaldags arðsemisútreikningum sé sá besti. Þegar tekið er tillit til þátta eins og kostnaðar samfélags- ins við óafturkræfar framkvæmd- ir, umhverfis- og loftslagsáhrif á framkvæmdatíma, ruðningsáhrif á aðra starfsemi og fleira þess háttar, getur virkjunarkostur sem virkar mjög arðbær við fyrstu sýn reynst mjög kostnaðarsamur. Á móti getur kostur sem virðist í fyrstu vera dýr og óhagkvæmur samkvæmt hefðbundnu mati, ein- mitt reynst sá álitlegasti. “ Hvað sem öðru líður er ljóst að gamlir mælikvarðar duga ekki lengur fyrir fyrirtæki til að takast á við þær áskoranir sem loftslags- breytingar og skuldbindingar okkar í þeim málum færa okkur. Traust stefna í sjálf bærnimálum er líkleg til að gera aðfanga- og virðis- keðju þeirra traustari og þar með líkleg til að hjálpa fyrirtækjum að þrífast og dafna í nútíð og framtíð. Sjálfbærni og framtíð orkukerfa KPMG á Íslandi festi nýverið kaup á ráðgjafarfyrirtækinu CIRCULAR Solutions, sem hefur á stutt- um tíma skipað sér í fremstu röð í ráðgjöf og þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála. Bjarni Herrera, fyrrverandi framkvæmdastjóri CIRCULAR Solutions, nú starfsmaður KPMG, og Magnús Gunnar Erlendsson, meðeigandi hjá KPMG. Fyrirtækið er leiðandi í ráðgjöf og þjónustu í orkugeiranum. MYND/GEIR ÓLAFSSON Leiðin að sjálfbærni Sjálfbærni og sjálfbær fjármál verða mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja og opinberra aðila á næstu árum. Markmiðið er að hraða vegferð Íslands að sjálfbærni og skapa þannig aukin verðmæti með bestu starfsvenjum. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Hererra í síma 853 0088 eða á netfangið bhererra@kpmg.is KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 ORKA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.