Fréttablaðið - 30.01.2021, Page 69
Með sameinuðum kröftum þessara tveggja, telst KPMG leiðandi fyrirtæki
á Íslandi í ráðgjöf og þjónustu til
orkugeirans með aukinni áherslu á
sjálf bærni og sjálf bær fjármál.
Blaðamaður settist niður með
þeim Magnúsi Gunnari Erlends-
syni, meðeiganda hjá KPMG,
og Bjarna Herrera, fyrrverandi
framkvæmdastjóra CIRCULAR
Solutions og nú starfsmanni
KPMG, og fór yfir það sem er efst á
baugi þegar kemur að orkumálum,
orkuskiptum og sjálf bærni.
Margir telja að þegar tekst að
koma böndum yfir COVID-19
faraldurinn muni augu heimsins
beinast að orkuskiptunum sem
ætlað er að minnka losun gróður-
húsalofttegunda og f lýta vegferð-
inni að sjálf bærni. Hver er ykkar
skoðun á því?
Bjarni: „Orkumarkaðir heimsins
hafa verið að ná vopnum sínum
eftir mikla niðursveiflu sökum
COVID-19. Við sjáum undiröldu
breytinga í orkukerfum heimsins
og ég tel að hin margumtöluðu
orkuskipti muni gerast hratt á
næstu árum. Samkvæmt fyrir-
liggjandi spám mun olíunotkun
fara minnkandi í kringum árið
2028. Frá árinu 2035 er talið að um
helmingur orkunotkunar í heim-
inum muni koma frá endurnýjan-
legum orkugjöfum. Samt sem áður
verða orkuskiptin mögulega ekki
nógu hröð til þess að hægt verði
að ná 1,5°C markmiði Parísarsátt-
málans. Fleira þarf að koma til.“
Umræðan um orkuskipti snýst
að miklu leyti um rafvæðingu en þó
hafa f leiri grænir orkugjafar verið
nefndir til sögunnar. Hvað teljið
þið að muni verða ofan á?
Bjarni: „Samkvæmt spám mun
eftirspurn eftir orku í heiminum
tvöfaldast milli 2020 og 2050, en
á sama tíma mun orkukræfni
miðað við verga þjóðarframleiðslu
minnka um 40%. Sem þýðir að
bílarnir okkar og ísskápar munu
nota 40% minni orku, en fjöldi
þeirra mun tvöfaldast. Ljóst er að,
samkvæmt spám, muni hlutfall
rafmagns aukast úr 19% í 30%.
Vetni mun einnig leika stórt hlut-
verk og líklega eiga um 40% af
vextinum milli áranna 2023 og
2050. Svokallað „grænt vetni“, eða
það vetni sem framleitt er með
endurnýjanlegu rafmagni líkt og
gert er hér á landi, mun geta breytt
orkulandslaginu á heimsvísu.“
Bjarni bendir á að mikil þekking
og reynsla Íslendinga geti nýst við
þróun á endurnýjanlegri orku víða
um heim. „Þetta er útflutningsvara
og við getum aðstoðað erlenda
aðila og flýtt þeirra vegferð í átt að
sjálf bærni.“
Ef við snúum okkur að fjármál-
unum – hvernig hefur það umhverfi
þróast á Íslandi að undanförnu?
Umræðan um græn skuldabréf
hefur verið áberandi, hvað er að
gerast á því sviði?
Bjarni: „Það hefur myndast
markaður hérlendis með sjálfbæra
fjármálagerninga (græna, félags-
lega, bláa) en bæði Landsvirkjun
og Orkuveita Reykjavíkur hafa
fjármagnað sig með slíkum bréfum
og sjálfbærnilánalínum. Þá hafa
Íslandsbanki og Landsbankinn
gefið út sjálfbæra fjármögnunar-
ramma þar sem þeir ætla meðal
annars að lána til orkugeirans og í
orkuskipti. Einnig stofnaði Arion
banki fyrsta græna innlánsreikn-
inginn sem ætlað er að fjármagna
græn verkefni, meðal annars orku-
skipti. Áhuginn á útgáfum slíkra
fjármálagerninga og fjárfestingum
í þeim fer hratt vaxandi, bæði á
Íslandi og á heimsvísu. CIRCULAR
hefur komið að flestum þeirra fjár-
málagerninga á Íslandi.“
Magnús bendir á að áhersla
fjárfesta á svokallaðar UFS-fjár-
festingar (umhverfismál, félags-
legir þættir og stjórnarhættir) hafi
aukist mikið undanfarin misseri.
Við sjáum sífellt meiri áherslu á
UFS í öllum ákvörðunum fyrir-
tækja, ekki síst í orkugeiranum.
Rannsóknir hafa líka sýnt að fyrir-
tæki sem nálgast UFS heildstætt
og út frá atvinnugeira sínum geti
náð fram ýmsum ábata, svo sem
aukningu í tekjum og kostnaðar-
hagræði, auk þess að laða að sér
ábyrga fjárfesta. Slík fyrirtæki geta
því mögulega átt greiðara aðgengi
að fjármagni á hagstæðari kjörum
með betri UFS-frammistöðu, þar
sem þau eru að stýra áhættum í
rekstri með markvissari hætti.
KPMG á heimsvísu hefur unnið
með orkufélögum eins og Vatten-
fall, Saudi Armaco, Shell, Chevron
og fleirum. Sú vinna hefur miðað
að því að horfa heildstætt á
aðfangakeðju fyrirtækjanna með
það meðal annars að markmiði að
minnka losun gróðurhúsaloftteg-
unda, meðal annars með breyttri
innkaupastefnu. Hvatinn liggur
í kostnaðarhagræðingu, sterkara
vörumerki og skuldbindingu gagn-
vart orkuskiptum. Þegar vel tekst
til er niðurstaðan traustari virðis-
keðja sem stenst þær áskoranir
sem loftslagsbreytingar geta haft í
för með sér.
Magnús bendir jafnframt á
þá staðreynd að erlendis hafi í
auknum mæli verið tekið tillit til
umhverfismála og sjálf bærni í
arðsemisgreiningum, í tengslum
við samanburð á virkjanakostum.
„Þannig er ekki víst að sá virkjana-
kostur sem kemur best út úr
gamaldags arðsemisútreikningum
sé sá besti. Þegar tekið er tillit til
þátta eins og kostnaðar samfélags-
ins við óafturkræfar framkvæmd-
ir, umhverfis- og loftslagsáhrif á
framkvæmdatíma, ruðningsáhrif
á aðra starfsemi og fleira þess
háttar, getur virkjunarkostur sem
virkar mjög arðbær við fyrstu sýn
reynst mjög kostnaðarsamur. Á
móti getur kostur sem virðist í
fyrstu vera dýr og óhagkvæmur
samkvæmt hefðbundnu mati, ein-
mitt reynst sá álitlegasti. “
Hvað sem öðru líður er ljóst að
gamlir mælikvarðar duga ekki
lengur fyrir fyrirtæki til að takast
á við þær áskoranir sem loftslags-
breytingar og skuldbindingar
okkar í þeim málum færa okkur.
Traust stefna í sjálf bærnimálum er
líkleg til að gera aðfanga- og virðis-
keðju þeirra traustari og þar með
líkleg til að hjálpa fyrirtækjum að
þrífast og dafna í nútíð og framtíð.
Sjálfbærni og framtíð orkukerfa
KPMG á Íslandi festi nýverið kaup á ráðgjafarfyrirtækinu CIRCULAR Solutions, sem hefur á stutt-
um tíma skipað sér í fremstu röð í ráðgjöf og þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála.
Bjarni Herrera, fyrrverandi framkvæmdastjóri CIRCULAR Solutions, nú starfsmaður KPMG, og Magnús Gunnar
Erlendsson, meðeigandi hjá KPMG. Fyrirtækið er leiðandi í ráðgjöf og þjónustu í orkugeiranum. MYND/GEIR ÓLAFSSON
Leiðin að sjálfbærni
Sjálfbærni og sjálfbær fjármál verða mikilvægur þáttur
í starfsemi fyrirtækja og opinberra aðila á næstu árum.
Markmiðið er að hraða vegferð Íslands að sjálfbærni og
skapa þannig aukin verðmæti með bestu starfsvenjum.
Nánari upplýsingar veitir Bjarni Hererra í síma 853 0088
eða á netfangið bhererra@kpmg.is
KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 3 0 . JA N ÚA R 2 0 2 1 ORKA ÍSLANDS