Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Page 11

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Page 11
Fyrsti dagur ráðstefn- unnar Fyrsta morguninn, eftir nokkuð rysjóttan nætursvefn sökum tíma- mismunar á Islandi og í Taílandi, beið okkar ráðstefnugesta rúta sem flutti okkur næstu sex daga milli hótels og ráðstefnuhallar. Hitinn var um og yfir 40 gráður og tók tíma að venjast honum. Um klukkutíma tók að keyra að áfanga- staðnum, rétt norðvestan við mið- borgina. Mikil eftirvænting lá í loftinu hjá mér og samferðarmönn- um mínum eftir því sem biði okkar og eignaðist ég strax ágætis vini í ferðum þessum. Eg átti eftir að eiga nokkuð samneyti við þau Spalko frá Hvíta Rússlandi, Chandra frá Nepal og Lilian frá Hollandi, en þau áttu það sammerkt mér að vera ein á ferð á ráðstefnunni. Ráð- stefnugestir komu frá 184 löndum. Frá Skandinavíu komu á annað hundrað manns, 60 komu frá Nor- egi, 40 frá Svíþjóð og 25 frá Dan- mörku. Þessar tölur fékk ég frá norskri konu sem ég hitti á loka- degi ráðstefnunnar. Hún reyndist starfa fyrir Pluss í heimalandi sínu, Pluss eru samtök sem starfa með svipuðu sniði og Alnæmissamtökin á Islandi. Ég hitti hana fyrir tilvilj- un þar sem við vorum að fá leið- sögn í að föndra fugla úr pappír, fuglarnir voru síðan hengdir upp í tré til að minnast þeirra er látist hafa úr alnæmi. Þetta var eina manneskjan frá Norðurlöndunum sem ég rakst á alla ráðstefnuna. Sýnir það vel hversu mikill mann- fjöldinn var. Að því er ég best veit var ég eini þátttakandinn frá fs- landi og vakti það töluverða at- hygli. Ég spyr hvort íslensk yfirvöld ættu ekki að eiga fulltrúa á slíkum ráðstefnum? Við komuna í IMPACT ráð- stefnuhöllina var strax ljóst að taí- lensk yfirvöld höfðu skipulagt mikla öryggisgæslu. Gengu allir í gegnum málmleitartæki og gegn- umlýsingu svipaða þeirri sem við- gengst á flugvöllum, einnig voru öryggis- og lögregluverðir um allt. Þetta var þó ekki yfirþyrmandi og alltaf mátti sjá hið viðkunnanlega og gestrisna bros sem Taílendingar eru þekktir fyrir. Eftir skráningu og móttöku mik- ils magns gagna ákvað ég að leita uppi athvarf þar sem ég hafði heyrt að hiv-jákvæðir gætu komið saman til skrafs og ráðagerða eða bara til að eiga friðsæla stund frá ysi og þysi ráðstefnunnar. Við enda einnar byggingarinnar rann ég á Ijúfa tón- list og reyndist þar komið afdrep hiv-jákvæðra. Þar var boðið upp á aðstöðu til lestrar, einnig var þar boðið uppá nudd, slökun og léttar veitingar, umgjörðin þar var öll afar notaleg og afslappandi. Ég fór að skoða þau gögn sem ég hafði fyrr fengið afhent. Þau voru í fallegri tösku sem alnæmissjúklingar í Taílandi höfðu búið til. Mér féllust hendur við fyrstu yfirsýn gagnanna, magnið var svo mikið, í boði var gífurlegur fjöldi fyrirlestra, vinnu- hópa, sýninga, kynninga og fleira. Ég var þó búinn að skrá mig fyrir- fram á nokkra atburði og huggaði mig við það. Auðvitað sá ég það strax að það yrði takmarkað hvað ein manneskja frá Fróni gæti kom- ist yfir af öllu þessu upplýsinga- flóði. Ég hitti þarna mann frá Genf sem var einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar, en hann veitti mér fáein góð ráð varðandi völundar- húsið sem mér fannst ég vera lentur í. Reyndust leiðbeiningar hans seinna meir afar gagnlegar. Fór svo restin af deginum aðallega í að sýna sig og sjá aðra þar sem setning ráð- stefnunnar var fyrirhuguð seinna um kvöldið. Setningarathöfnin A setningarathöfnina voru rúmlega 20.000 manns, ég fékk sæti á öðr- um svölum af fjórunr í risastórum hringlaga sal ARENA-byggingar- innar, hver bekkur var fullskipaður en einnig voru aukasæti á gólfi þétt setin. Ég kynnti mig fyrir sessu- nautum mínum og öðrum er næst sátu. Mér til vinstri handar sat kona, hjúkrunarfræðingur frá Ástr- alíu, sem reyndist starfa fyrir sam- Nelson Mandela rauði borðinn 11

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.